Handbolti

Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Janus Daði skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu.
Janus Daði skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu.

Pick Szeged er marki undir í einvígi sínu gegn PSG eftir 30-31 tap í fyrri leiknum í umspilseinvígi í Meistaradeildinni í handbolta. Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir heimamenn.

Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en um miðjan seinni hálfleik tók PSG þriggja marka forystu. Heimamönnum tókst svo að minnka muninn og skoruðu úr lokaskotinu til að hafa muninn aðeins eitt mark fyrir seinni leikinn.

Janus Daði skoraði þrjú mörk úr fimm skotum, tvö þeirra úr gegnumbrotum en eitt fyrir utan. Þar að auki gaf hann eina stoðsendingu á línumanninn Bence Banhidi.

Liðin mætast aftur eftir viku í París. Sigurvegari umspilseinvígisins spilar svo gegn Barcelona í átta liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×