Valur

Fréttamynd

Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu

Körfuknattleiksmanninum Kristófer Acox er fátt óviðkomandi þegar kemur að íþróttafélaginu Val. Hann sendi knattspyrnudeildinni væna sneið í athugasemd við færslu á Facebook þegar nokkrir leikmenn kvennaliðs Vals í fótbolta voru kvaddir.

Fótbolti
Fréttamynd

Reynslumiklar Valskonur kveðja

Það er augljóst að lið Vals verður í talsvert breyttri mynd næsta sumar í Bestu deild kvenna. Stjórn Vals birti í dag á samfélagsmiðlum tilkynningu um að fjórir leikmenn myndu kveðja strax í dag, ein væri með samningstilboð og ein myndi kveðja um áramótin.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er allt annað dæmi“

„Við sýndum okkar rétta andlit í dag,“ sagði Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, eftir jafntefli liðsins gegn þýska stórliðinu Blomberg-Lippe í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Skrýtið að spila þennan leik“

Elín Rósa Magnúsdóttir, leikmaður Blomberg-Lippe, segir það hafa verið skrýtna tilfinningu að mæta sínu gamla félagi í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Hrika­lega stoltur af stelpunum“

Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum konum eftir jafntefli liðsins gegn þýska stórliðinu Blomberg-Lippe í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

ÍA - Valur 81-83 | Grát­legt tveggja stiga tap á nýjum heima­velli

Blásið var til hátíðar í nýju AvAir höllinni á Akranesi. Tilefnið að sjálfsögðu fyrsti leikur á nýjum heimavelli ÍA liðsins sem bæjarbúar höfðu beðið lengi eftir. Valsmenn fengu það í hendurnar að mæta Skagamönnum í þessum leik. Valsmönnum gengið illa í upphafi tímabils en í kvöld unnu þeir sterkan sigur á Skaganum, 81-83.

Körfubolti
Fréttamynd

Kristófer Acox kallar sig glæpa­mann

Íslenski körfuboltamaðurinn Kristófer Acox hefur verið mikið í fréttum síðustu mánuði en aðallega vegna þess sem hann hefur gert utan vallar. Hann gerir þessa viðburðarríku mánuði upp á samfélagsmiðlum með stuttri en afar sérstakri yfirlýsingu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fannst þetta verða svartara og svartara“

Arnór Snær Óskarsson er óvænt snúinn heim úr atvinnumennsku og spilar með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Hann flýr svartnætti í Noregi en hyggst þó ekki stoppa of stutt við hér heima.

Handbolti
Fréttamynd

„Getum verið fjandi góðir“

„Ég verð að segja að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir 35 stiga sigur liðsins gegn Val í kvöld, 55-90.

Körfubolti