„Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kári Mímisson skrifar 27. mars 2025 23:32 Ágúst Jóhannsson er þjálfari deildarmeistara Vals sem eiga hörku Evrópueinvígi framundan. Vísir/Pawel Það var létt yfir Ágúst Þór Jóhannssyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir stórsigur Vals gegn Gróttu nú í kvöld. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Fram undan er svo öllu stærra verkefni gegn MKS Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins. „Mér fannst þetta vera mjög faglega gert hjá liðinu. Við vorum auðvitað búin að vinna leikinn nánast í hálfleik og tókst að spila á öllum okkar leikmönnum. Margir ungir leikmenn sem fengu góðar og dýrmætar mínútur. Við erum auðvitað að fara í mjög stóran leik á sunnudaginn. Á meðan Iuventa liðið fær frí á milli leikja þá getur HSÍ ekki boðið okkur upp á það, þannig að við þurftum bara að klára þennan leik til að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn í kvöld sem ég er auðvitað gríðarlega ánægður með og er stoltur af mínu liðið að hafa gert. Við höfum spilað allra liða best í vetur, sýnt gríðarlegan stöðugleika og frammistaðan verið mjög góð á köflum.“ Sagði Ágúst Þór. Spurður að því hvernig gangi að halda liðinu við efnið þegar verið er að berjast á jafn mörgum vígstöðvum segir Ágúst það ekki vera einfalt. Leikurinn stóri á sunnudaginn sé auðvitað eitthvað sem allir eru að hugsa um en á sama tíma hafi þeim tekist að hvíla vel í kvöld. „Það er bara ekkert einfalt, það segir sig sjálft. Þessi Evrópuleikur er alltaf einhvers staðar aftast í hausnum á okkur. Ég er með mjög reynda og góða leikmenn í bland við unga sem hafa náð að höndla þetta gríðarlega vel og gera þetta mjög faglega. Við vissum auðvitað að það væri deildarmeistaratitill undir hér í kvöld. Við vildum klára þetta vel og náðum að gera það ásamt því að okkur tókst að hvíla lykilmenn. Elín Rósa hvílir allan tíman í dag, Thea hvílir mikið í dag og auðvitað fleiri sem fengu góða hvíld í dag. Okkur tókst að rúlla hafsentunum okkar vel þannig að stelpurnar okkar verða ferskar á sunnudaginn.“ Ágúst segir svo að lokum að hann sé virkilega spenntur fyrir framhaldinu. Leikurinn á sunnudag er sá stærsti sem íslenskt félagslið hefur leikið og í fyrsta sinn er tækifæri að íslenskt lið geti komist í úrslit Evrópukeppni kvenna sem er auðvitað eitthvað sem enginn íslenskur handboltaáhugamaður ætti að vilja missa af. „Staðan er góð á liðinu fyrir framhaldið og núna er það bara fullur fókus á þennan risastóra leik á sunnudaginn sem er í raun og veru bara stærsti leikur í sögu íslensk kvennahandbolta. Það hefur aldrei neitt lið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni áður og ég bara trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum á sunnudaginn. Leikmenn annara liða í bæði Olís deildinni og Grill 66 deildinni hljóta að fjölmenna á þennan leik enda hefur hann gríðarlega mikla þýðingu fyrir kvennahandboltann, fókusinn okkar er þar. Svo eigum við auðvitað einn leik eftir í deildinni gegn Stjörnunni sem við munum auðvitað mæta í af fullri virðingu og svo koma þarna nokkra vikur í pásu hjá okkur fram að úrslitakeppni. Við erum með gott rútínerað lið sem er að spila vel og ég hlakka til framhaldsins.“ Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
„Mér fannst þetta vera mjög faglega gert hjá liðinu. Við vorum auðvitað búin að vinna leikinn nánast í hálfleik og tókst að spila á öllum okkar leikmönnum. Margir ungir leikmenn sem fengu góðar og dýrmætar mínútur. Við erum auðvitað að fara í mjög stóran leik á sunnudaginn. Á meðan Iuventa liðið fær frí á milli leikja þá getur HSÍ ekki boðið okkur upp á það, þannig að við þurftum bara að klára þennan leik til að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn í kvöld sem ég er auðvitað gríðarlega ánægður með og er stoltur af mínu liðið að hafa gert. Við höfum spilað allra liða best í vetur, sýnt gríðarlegan stöðugleika og frammistaðan verið mjög góð á köflum.“ Sagði Ágúst Þór. Spurður að því hvernig gangi að halda liðinu við efnið þegar verið er að berjast á jafn mörgum vígstöðvum segir Ágúst það ekki vera einfalt. Leikurinn stóri á sunnudaginn sé auðvitað eitthvað sem allir eru að hugsa um en á sama tíma hafi þeim tekist að hvíla vel í kvöld. „Það er bara ekkert einfalt, það segir sig sjálft. Þessi Evrópuleikur er alltaf einhvers staðar aftast í hausnum á okkur. Ég er með mjög reynda og góða leikmenn í bland við unga sem hafa náð að höndla þetta gríðarlega vel og gera þetta mjög faglega. Við vissum auðvitað að það væri deildarmeistaratitill undir hér í kvöld. Við vildum klára þetta vel og náðum að gera það ásamt því að okkur tókst að hvíla lykilmenn. Elín Rósa hvílir allan tíman í dag, Thea hvílir mikið í dag og auðvitað fleiri sem fengu góða hvíld í dag. Okkur tókst að rúlla hafsentunum okkar vel þannig að stelpurnar okkar verða ferskar á sunnudaginn.“ Ágúst segir svo að lokum að hann sé virkilega spenntur fyrir framhaldinu. Leikurinn á sunnudag er sá stærsti sem íslenskt félagslið hefur leikið og í fyrsta sinn er tækifæri að íslenskt lið geti komist í úrslit Evrópukeppni kvenna sem er auðvitað eitthvað sem enginn íslenskur handboltaáhugamaður ætti að vilja missa af. „Staðan er góð á liðinu fyrir framhaldið og núna er það bara fullur fókus á þennan risastóra leik á sunnudaginn sem er í raun og veru bara stærsti leikur í sögu íslensk kvennahandbolta. Það hefur aldrei neitt lið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni áður og ég bara trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum á sunnudaginn. Leikmenn annara liða í bæði Olís deildinni og Grill 66 deildinni hljóta að fjölmenna á þennan leik enda hefur hann gríðarlega mikla þýðingu fyrir kvennahandboltann, fókusinn okkar er þar. Svo eigum við auðvitað einn leik eftir í deildinni gegn Stjörnunni sem við munum auðvitað mæta í af fullri virðingu og svo koma þarna nokkra vikur í pásu hjá okkur fram að úrslitakeppni. Við erum með gott rútínerað lið sem er að spila vel og ég hlakka til framhaldsins.“
Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira