Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 11:06 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heldur því fram að það sé uppi á borðinu að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar sem liggja til meginlands Evrópu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafa átt í viðræðum um vopnahlé í Úkraínu að undanförnu. Eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum í janúar hefur orðið þíða í samskiptum ríkjanna sem hafa verið stirð lengi. Bandaríski forsetinn og ýmsir embættismenn hans hafa þannig ítrekað tekið upp hanskann fyrir Rússa og tekið undir talpunkta Kremlar um innrásina. Nú segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að ríkin tvö ræði um framtíð Nord Stream-gasleiðslanna sem sáu Evrópu fyrir um fjörutíu prósentum af því jarðgasi sem hún notaði fyrir stríðið. „Það verður sennilega áhugavert að sjá hvort að Bandaríkjamennirnir noti áhrif sín í Evrópu og þvingi þá til þess að neita ekki rússnesku gasi,“ er haft eftir Lavrov í rússneskum ríkisfjölmiðli. Áhugi væri á því að hefja útflutning á gasi til Evrópu aftur. Blaðið Politico segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi nýlega falið nánum bandamanni sínum að hefja aftur gasútflutning með Nord Stream-leiðslunum með aðstoð bandarískra fjárfesta. „Geðveiki“ að ræða leiðslurnar án Evrópu Þýsk stjórnvöld hafa verið mótfallin því að taka aftur við rússnesku gasi í gegnum leiðslurnar. Politico segir nýjan tón kveða við í verðandi nýrri ríkisstjórn í Berlín. Fulltrúar Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, tali um að Þýskaland gæti aftur flutt inn rússneskt gas þegar friður kemst á í Úkraínu. Evrópusambandið og önnur Evrópuríki eru sögð full efasemda um að álfan verði aftur háð Rússum um orku líkt og fyrir stríðið. Evrópuríki hafa dregið úr innflutningi sínum á rússnesku gasi um tvo þriðju frá því að allsherjarinnrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Evrópusambandið stefnir á að fasa út rússneskt gas enn frekar. Einn evrópskur diplómati sem ræddi við blaðið lýsti því sem „geðveiki“ að ræða um að opna Nord Stream-leiðslurnar aftur án aðkomu Evrópubúa sjálfra. Dan Jørgensen, orkumálastjóri ESB, segir ekki á dagskrá að hefja aftur innflutning á rússnesku gasi. „Við viljum vera óháð orkuinnflutningi frá Rússlandi,“ segir hann Ýmis ljón í veginum Aðeins ein af fjórum Nord Stream-leiðslunum er starfhæf. Skemmdarverk voru unnin á Nord Stream 1 og 2 árið 2022. Rússar höfðu þegar slökkt á Nord Stream 1 og leiðsla númer tvö var aldrei tekin í notkun vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ef hefja ætti flutninga með leiðslunum aftur þyrfti að gera við þær fyrst. Það er sagt tæknilega og fjárhagslega fýsilegt að lappa upp á leiðslurnar. Önnur ljón gætu þó staðið í vegi, ekki síst opinber leyfi frá ríkjum eins og Þýskalandi og fleirum sem eru ekki endilega ginnkeypt fyrir því að kaupa rússneskt gas í gegnum bandarískan millilið. Þá stendur félagið að baki Nord Stream 2 á brauðfótum og gæti verið tekið til gerðardóms í Evrópu ef það greiðir ekki skuldir sínar. Endurreisn leiðslanna væri einnig háð því að Rússar væru til í að leyfa Bandaríkjamönnum að stjórn gasútfluningi þeirra til Evrópu en það hefði þar til fyrir skemmstu verið talið óhugsandi. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira
Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafa átt í viðræðum um vopnahlé í Úkraínu að undanförnu. Eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum í janúar hefur orðið þíða í samskiptum ríkjanna sem hafa verið stirð lengi. Bandaríski forsetinn og ýmsir embættismenn hans hafa þannig ítrekað tekið upp hanskann fyrir Rússa og tekið undir talpunkta Kremlar um innrásina. Nú segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að ríkin tvö ræði um framtíð Nord Stream-gasleiðslanna sem sáu Evrópu fyrir um fjörutíu prósentum af því jarðgasi sem hún notaði fyrir stríðið. „Það verður sennilega áhugavert að sjá hvort að Bandaríkjamennirnir noti áhrif sín í Evrópu og þvingi þá til þess að neita ekki rússnesku gasi,“ er haft eftir Lavrov í rússneskum ríkisfjölmiðli. Áhugi væri á því að hefja útflutning á gasi til Evrópu aftur. Blaðið Politico segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi nýlega falið nánum bandamanni sínum að hefja aftur gasútflutning með Nord Stream-leiðslunum með aðstoð bandarískra fjárfesta. „Geðveiki“ að ræða leiðslurnar án Evrópu Þýsk stjórnvöld hafa verið mótfallin því að taka aftur við rússnesku gasi í gegnum leiðslurnar. Politico segir nýjan tón kveða við í verðandi nýrri ríkisstjórn í Berlín. Fulltrúar Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, tali um að Þýskaland gæti aftur flutt inn rússneskt gas þegar friður kemst á í Úkraínu. Evrópusambandið og önnur Evrópuríki eru sögð full efasemda um að álfan verði aftur háð Rússum um orku líkt og fyrir stríðið. Evrópuríki hafa dregið úr innflutningi sínum á rússnesku gasi um tvo þriðju frá því að allsherjarinnrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Evrópusambandið stefnir á að fasa út rússneskt gas enn frekar. Einn evrópskur diplómati sem ræddi við blaðið lýsti því sem „geðveiki“ að ræða um að opna Nord Stream-leiðslurnar aftur án aðkomu Evrópubúa sjálfra. Dan Jørgensen, orkumálastjóri ESB, segir ekki á dagskrá að hefja aftur innflutning á rússnesku gasi. „Við viljum vera óháð orkuinnflutningi frá Rússlandi,“ segir hann Ýmis ljón í veginum Aðeins ein af fjórum Nord Stream-leiðslunum er starfhæf. Skemmdarverk voru unnin á Nord Stream 1 og 2 árið 2022. Rússar höfðu þegar slökkt á Nord Stream 1 og leiðsla númer tvö var aldrei tekin í notkun vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ef hefja ætti flutninga með leiðslunum aftur þyrfti að gera við þær fyrst. Það er sagt tæknilega og fjárhagslega fýsilegt að lappa upp á leiðslurnar. Önnur ljón gætu þó staðið í vegi, ekki síst opinber leyfi frá ríkjum eins og Þýskalandi og fleirum sem eru ekki endilega ginnkeypt fyrir því að kaupa rússneskt gas í gegnum bandarískan millilið. Þá stendur félagið að baki Nord Stream 2 á brauðfótum og gæti verið tekið til gerðardóms í Evrópu ef það greiðir ekki skuldir sínar. Endurreisn leiðslanna væri einnig háð því að Rússar væru til í að leyfa Bandaríkjamönnum að stjórn gasútfluningi þeirra til Evrópu en það hefði þar til fyrir skemmstu verið talið óhugsandi.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira