Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 11:06 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heldur því fram að það sé uppi á borðinu að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar sem liggja til meginlands Evrópu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafa átt í viðræðum um vopnahlé í Úkraínu að undanförnu. Eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum í janúar hefur orðið þíða í samskiptum ríkjanna sem hafa verið stirð lengi. Bandaríski forsetinn og ýmsir embættismenn hans hafa þannig ítrekað tekið upp hanskann fyrir Rússa og tekið undir talpunkta Kremlar um innrásina. Nú segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að ríkin tvö ræði um framtíð Nord Stream-gasleiðslanna sem sáu Evrópu fyrir um fjörutíu prósentum af því jarðgasi sem hún notaði fyrir stríðið. „Það verður sennilega áhugavert að sjá hvort að Bandaríkjamennirnir noti áhrif sín í Evrópu og þvingi þá til þess að neita ekki rússnesku gasi,“ er haft eftir Lavrov í rússneskum ríkisfjölmiðli. Áhugi væri á því að hefja útflutning á gasi til Evrópu aftur. Blaðið Politico segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi nýlega falið nánum bandamanni sínum að hefja aftur gasútflutning með Nord Stream-leiðslunum með aðstoð bandarískra fjárfesta. „Geðveiki“ að ræða leiðslurnar án Evrópu Þýsk stjórnvöld hafa verið mótfallin því að taka aftur við rússnesku gasi í gegnum leiðslurnar. Politico segir nýjan tón kveða við í verðandi nýrri ríkisstjórn í Berlín. Fulltrúar Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, tali um að Þýskaland gæti aftur flutt inn rússneskt gas þegar friður kemst á í Úkraínu. Evrópusambandið og önnur Evrópuríki eru sögð full efasemda um að álfan verði aftur háð Rússum um orku líkt og fyrir stríðið. Evrópuríki hafa dregið úr innflutningi sínum á rússnesku gasi um tvo þriðju frá því að allsherjarinnrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Evrópusambandið stefnir á að fasa út rússneskt gas enn frekar. Einn evrópskur diplómati sem ræddi við blaðið lýsti því sem „geðveiki“ að ræða um að opna Nord Stream-leiðslurnar aftur án aðkomu Evrópubúa sjálfra. Dan Jørgensen, orkumálastjóri ESB, segir ekki á dagskrá að hefja aftur innflutning á rússnesku gasi. „Við viljum vera óháð orkuinnflutningi frá Rússlandi,“ segir hann Ýmis ljón í veginum Aðeins ein af fjórum Nord Stream-leiðslunum er starfhæf. Skemmdarverk voru unnin á Nord Stream 1 og 2 árið 2022. Rússar höfðu þegar slökkt á Nord Stream 1 og leiðsla númer tvö var aldrei tekin í notkun vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ef hefja ætti flutninga með leiðslunum aftur þyrfti að gera við þær fyrst. Það er sagt tæknilega og fjárhagslega fýsilegt að lappa upp á leiðslurnar. Önnur ljón gætu þó staðið í vegi, ekki síst opinber leyfi frá ríkjum eins og Þýskalandi og fleirum sem eru ekki endilega ginnkeypt fyrir því að kaupa rússneskt gas í gegnum bandarískan millilið. Þá stendur félagið að baki Nord Stream 2 á brauðfótum og gæti verið tekið til gerðardóms í Evrópu ef það greiðir ekki skuldir sínar. Endurreisn leiðslanna væri einnig háð því að Rússar væru til í að leyfa Bandaríkjamönnum að stjórn gasútfluningi þeirra til Evrópu en það hefði þar til fyrir skemmstu verið talið óhugsandi. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafa átt í viðræðum um vopnahlé í Úkraínu að undanförnu. Eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum í janúar hefur orðið þíða í samskiptum ríkjanna sem hafa verið stirð lengi. Bandaríski forsetinn og ýmsir embættismenn hans hafa þannig ítrekað tekið upp hanskann fyrir Rússa og tekið undir talpunkta Kremlar um innrásina. Nú segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að ríkin tvö ræði um framtíð Nord Stream-gasleiðslanna sem sáu Evrópu fyrir um fjörutíu prósentum af því jarðgasi sem hún notaði fyrir stríðið. „Það verður sennilega áhugavert að sjá hvort að Bandaríkjamennirnir noti áhrif sín í Evrópu og þvingi þá til þess að neita ekki rússnesku gasi,“ er haft eftir Lavrov í rússneskum ríkisfjölmiðli. Áhugi væri á því að hefja útflutning á gasi til Evrópu aftur. Blaðið Politico segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi nýlega falið nánum bandamanni sínum að hefja aftur gasútflutning með Nord Stream-leiðslunum með aðstoð bandarískra fjárfesta. „Geðveiki“ að ræða leiðslurnar án Evrópu Þýsk stjórnvöld hafa verið mótfallin því að taka aftur við rússnesku gasi í gegnum leiðslurnar. Politico segir nýjan tón kveða við í verðandi nýrri ríkisstjórn í Berlín. Fulltrúar Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, tali um að Þýskaland gæti aftur flutt inn rússneskt gas þegar friður kemst á í Úkraínu. Evrópusambandið og önnur Evrópuríki eru sögð full efasemda um að álfan verði aftur háð Rússum um orku líkt og fyrir stríðið. Evrópuríki hafa dregið úr innflutningi sínum á rússnesku gasi um tvo þriðju frá því að allsherjarinnrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Evrópusambandið stefnir á að fasa út rússneskt gas enn frekar. Einn evrópskur diplómati sem ræddi við blaðið lýsti því sem „geðveiki“ að ræða um að opna Nord Stream-leiðslurnar aftur án aðkomu Evrópubúa sjálfra. Dan Jørgensen, orkumálastjóri ESB, segir ekki á dagskrá að hefja aftur innflutning á rússnesku gasi. „Við viljum vera óháð orkuinnflutningi frá Rússlandi,“ segir hann Ýmis ljón í veginum Aðeins ein af fjórum Nord Stream-leiðslunum er starfhæf. Skemmdarverk voru unnin á Nord Stream 1 og 2 árið 2022. Rússar höfðu þegar slökkt á Nord Stream 1 og leiðsla númer tvö var aldrei tekin í notkun vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ef hefja ætti flutninga með leiðslunum aftur þyrfti að gera við þær fyrst. Það er sagt tæknilega og fjárhagslega fýsilegt að lappa upp á leiðslurnar. Önnur ljón gætu þó staðið í vegi, ekki síst opinber leyfi frá ríkjum eins og Þýskalandi og fleirum sem eru ekki endilega ginnkeypt fyrir því að kaupa rússneskt gas í gegnum bandarískan millilið. Þá stendur félagið að baki Nord Stream 2 á brauðfótum og gæti verið tekið til gerðardóms í Evrópu ef það greiðir ekki skuldir sínar. Endurreisn leiðslanna væri einnig háð því að Rússar væru til í að leyfa Bandaríkjamönnum að stjórn gasútfluningi þeirra til Evrópu en það hefði þar til fyrir skemmstu verið talið óhugsandi.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila