Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar 26. mars 2025 08:02 Kæra borgarstjórn, Í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað einstakt samfélag sem borgin getur verið stolt af. Samfélag sem samanstendur af börnum sem blómstra á eigin forsendum, metnaðarfullum og kærleiksríkum kennurum, og einstaklega ánægðum foreldrum. Þetta samfélag státar af einstaklega faglegu skólastarfi og skapar framúrskarandi starfsumhverfi fyrir bæði smáa meðlimi og stóra. Framtíð þessa fallega skólasamfélags er nú með öllu óljós og það af ástæðu sem er jafn einföld og hún er óskiljanleg: Þrátt fyrir ótal jákvæðar yfirlýsingar hefur Reykjavíkurborg enn ekki úthlutað skólanum lóð þar sem reisa má framtíðarheimili Hjallastefnunnar í Reykjavík. Góðu fréttirnar eru þær að úr þessu gæti verið auðvelt að leysa. Fyrir borgarstjórn liggur erindi um einmitt þetta; tækifærið til að tryggja Hjallastefnunni í Reykjavík framtíðarheimili. Þetta mál hefur verið vel og ítarlega unnið undanfarin ár af borginni og Hjallastefnunni og rætt í þaula. Eins og þið þekkið sjálf best þá hefur árum saman varað krísa í leikskólamálum Reykjavíkurborgar sem erfitt hefur reynst að leysa. Það er því með öllu óskiljanlegt að þegar tækifæri gefst til að tryggja framtíð þessa fallega skólasamfélags sé það ekki gripið af festu og röggsemi. Við, foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík, viljum þess vegna minna ykkur á að missa ekki sjónar á því sem málið snýst um; raunverulegu tækifæri ykkar til að styðja við þau rúmlega 400 reykvísku börn sem sækja skólana sem um ræðir. Þessi börn eiga meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega. Að lokum er ekki úr vegi að rifja upp fyrir hvað Hjallastefnan stendur. Það er best skýrt á þremur grunnstoðum starfsins; jafnrétti, sköpun og lýðræði. Í Hjallastefnunni er fjölbreytileikanum fagnað og þar er alltaf starfað með kærleika að leiðarljósi. Þetta eru leiðarljós sem ekkert okkar vill tapa, og það allra síst á þeim tímum sem við nú lifum. Það er engin ástæða til að draga ákvarðanatöku á langinn, hver dagur skiptir máli. Við skorum á ykkur, borgarstjórn Reykjavíkur, að tryggja með ákvörðun á fundi næstkomandi fimmtudag áframhaldandi starfsemi leik- og grunnskóla með sérstöðu sem er okkar stolt og ykkar. Með kærleikskveðju, Höfundar eru foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra borgarstjórn, Í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað einstakt samfélag sem borgin getur verið stolt af. Samfélag sem samanstendur af börnum sem blómstra á eigin forsendum, metnaðarfullum og kærleiksríkum kennurum, og einstaklega ánægðum foreldrum. Þetta samfélag státar af einstaklega faglegu skólastarfi og skapar framúrskarandi starfsumhverfi fyrir bæði smáa meðlimi og stóra. Framtíð þessa fallega skólasamfélags er nú með öllu óljós og það af ástæðu sem er jafn einföld og hún er óskiljanleg: Þrátt fyrir ótal jákvæðar yfirlýsingar hefur Reykjavíkurborg enn ekki úthlutað skólanum lóð þar sem reisa má framtíðarheimili Hjallastefnunnar í Reykjavík. Góðu fréttirnar eru þær að úr þessu gæti verið auðvelt að leysa. Fyrir borgarstjórn liggur erindi um einmitt þetta; tækifærið til að tryggja Hjallastefnunni í Reykjavík framtíðarheimili. Þetta mál hefur verið vel og ítarlega unnið undanfarin ár af borginni og Hjallastefnunni og rætt í þaula. Eins og þið þekkið sjálf best þá hefur árum saman varað krísa í leikskólamálum Reykjavíkurborgar sem erfitt hefur reynst að leysa. Það er því með öllu óskiljanlegt að þegar tækifæri gefst til að tryggja framtíð þessa fallega skólasamfélags sé það ekki gripið af festu og röggsemi. Við, foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík, viljum þess vegna minna ykkur á að missa ekki sjónar á því sem málið snýst um; raunverulegu tækifæri ykkar til að styðja við þau rúmlega 400 reykvísku börn sem sækja skólana sem um ræðir. Þessi börn eiga meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega. Að lokum er ekki úr vegi að rifja upp fyrir hvað Hjallastefnan stendur. Það er best skýrt á þremur grunnstoðum starfsins; jafnrétti, sköpun og lýðræði. Í Hjallastefnunni er fjölbreytileikanum fagnað og þar er alltaf starfað með kærleika að leiðarljósi. Þetta eru leiðarljós sem ekkert okkar vill tapa, og það allra síst á þeim tímum sem við nú lifum. Það er engin ástæða til að draga ákvarðanatöku á langinn, hver dagur skiptir máli. Við skorum á ykkur, borgarstjórn Reykjavíkur, að tryggja með ákvörðun á fundi næstkomandi fimmtudag áframhaldandi starfsemi leik- og grunnskóla með sérstöðu sem er okkar stolt og ykkar. Með kærleikskveðju, Höfundar eru foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar