Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar 22. mars 2025 22:30 Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka. Ekki er útskýrt hvað átt er við með ástarsambandi (og hvorki fréttastofa RÚV né fréttakonan sem skrifaði fréttina hafa svarað ítrekuðum spurningum mínum um það, og hvað þau hafi haft fyrir sér um aldur drengsins). En eðlilegur skilningur á því sem þarna stendur er auðvitað að um kynferðislegt samband hafi verið að ræða þegar drengurinn var 15 ára (enda er það skilningur mikils fjölda fólks á samfélagsmiðlum síðustu daga). Nú vill svo til að kynferðislegur sjálfræðisaldur var á þessum tíma 14 ár, og er 15 ár núna, svo ekki var sjálfkrafa neitt við það að athuga að þessar tvær manneskjur ættu kynlíf saman, enda ekkert sem bendir til þvingunar eða tælingar í því sambandi. Það er samt ámælisvert að RÚV lætur líta út eins og kynlífið hafi hafist meðan drengurinn var 15 ára, þótt erfitt sé að ímynda sér, og engar skýringar gefnar í þá átt, að fréttafólk RÚV gæti hafa vitað með vissu hvenær þetta kynlíf hófst. Það eina sem hægt er að slá föstu í því máli er að það hljóti að hafa hafist a.m.k. níu mánuðum eða svo fyrir fæðingu barnsins. En af upplýsingum sem hver sem er getur aflað sér á netinu er ljóst að getnaðurinn getur ekki hafa átt sér stað fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára, því barnið fæddist tíu og hálfum mánuði síðar. Annað sem RÚV staðhæfir í þessari frétt er að Ásthildur hafi leitt unglingastarf í hópnum þar sem þau kynntust. Þessu hefur Ásthildur mótmælt, og ekkert hefur komið fram sem bendir til að það sé rangt hjá henni. Fréttastofa RÚV lætur sem sagt líta út eins og Ásthildur hafi stundað kynlíf með 15 ára dreng, sem ekkert virðist geta staðfest að hafi gerst áður en hann varð 16 ára, og útskýrir ekki hvernig komist er að þeirri niðurstöðu. Og gefur auk þess í skyn að að Ásthildur hafi verið í einhvers konar yfirburðastöðu gagnvart honum, sem ekkert virðist heldur styðja. Auðvitað er hugsanlegt að RÚV hafi undir höndum aðrar heimildir en þær sem sagt hefur verið frá, en þá hefði auðvitað átt að skýra frá þeim fyrir löngu. Og vandséð er hvernig RÚV ætti að geta hafa gengið úr skugga um með óyggjandi hætti nákvæmlega hvenær kynlífið hófst. Meðan þetta er ekki útskýrt, eða dregið tilbaka, er það augljós ályktun að RÚV hafi brugðist gersamlega skyldum sínum, og siðareglum blaðamanna. Það er alltaf alvarlegt mál, en alveg sérstaklega alvarlegt þegar óheiðarleg frásögn af atvikum sem ekki fólu í sér neitt sem virðist vera lögbrot leiðir af sér jafn afdrifaríka og fyrirséða hluti og raun varð á. Ekki var heldur um að ræða neitt ósæmilegt, nema ef til vill í hugum óforbetranlegra siðapostula sem finnst þeir eiga að fá að vera með nefið ofan í nærbuxum annars fólks. Það ætti kannski ekki að reka fréttakonuna fyrir þetta upphlaup — fólk á að fá annað tækifæri þegar það gerir mistök. En væri ég fréttastjórinn, Heiðar Örn Sigurfinnsson, myndi ég velta alvarlega fyrir mér að segja af mér sem slíkur. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka. Ekki er útskýrt hvað átt er við með ástarsambandi (og hvorki fréttastofa RÚV né fréttakonan sem skrifaði fréttina hafa svarað ítrekuðum spurningum mínum um það, og hvað þau hafi haft fyrir sér um aldur drengsins). En eðlilegur skilningur á því sem þarna stendur er auðvitað að um kynferðislegt samband hafi verið að ræða þegar drengurinn var 15 ára (enda er það skilningur mikils fjölda fólks á samfélagsmiðlum síðustu daga). Nú vill svo til að kynferðislegur sjálfræðisaldur var á þessum tíma 14 ár, og er 15 ár núna, svo ekki var sjálfkrafa neitt við það að athuga að þessar tvær manneskjur ættu kynlíf saman, enda ekkert sem bendir til þvingunar eða tælingar í því sambandi. Það er samt ámælisvert að RÚV lætur líta út eins og kynlífið hafi hafist meðan drengurinn var 15 ára, þótt erfitt sé að ímynda sér, og engar skýringar gefnar í þá átt, að fréttafólk RÚV gæti hafa vitað með vissu hvenær þetta kynlíf hófst. Það eina sem hægt er að slá föstu í því máli er að það hljóti að hafa hafist a.m.k. níu mánuðum eða svo fyrir fæðingu barnsins. En af upplýsingum sem hver sem er getur aflað sér á netinu er ljóst að getnaðurinn getur ekki hafa átt sér stað fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára, því barnið fæddist tíu og hálfum mánuði síðar. Annað sem RÚV staðhæfir í þessari frétt er að Ásthildur hafi leitt unglingastarf í hópnum þar sem þau kynntust. Þessu hefur Ásthildur mótmælt, og ekkert hefur komið fram sem bendir til að það sé rangt hjá henni. Fréttastofa RÚV lætur sem sagt líta út eins og Ásthildur hafi stundað kynlíf með 15 ára dreng, sem ekkert virðist geta staðfest að hafi gerst áður en hann varð 16 ára, og útskýrir ekki hvernig komist er að þeirri niðurstöðu. Og gefur auk þess í skyn að að Ásthildur hafi verið í einhvers konar yfirburðastöðu gagnvart honum, sem ekkert virðist heldur styðja. Auðvitað er hugsanlegt að RÚV hafi undir höndum aðrar heimildir en þær sem sagt hefur verið frá, en þá hefði auðvitað átt að skýra frá þeim fyrir löngu. Og vandséð er hvernig RÚV ætti að geta hafa gengið úr skugga um með óyggjandi hætti nákvæmlega hvenær kynlífið hófst. Meðan þetta er ekki útskýrt, eða dregið tilbaka, er það augljós ályktun að RÚV hafi brugðist gersamlega skyldum sínum, og siðareglum blaðamanna. Það er alltaf alvarlegt mál, en alveg sérstaklega alvarlegt þegar óheiðarleg frásögn af atvikum sem ekki fólu í sér neitt sem virðist vera lögbrot leiðir af sér jafn afdrifaríka og fyrirséða hluti og raun varð á. Ekki var heldur um að ræða neitt ósæmilegt, nema ef til vill í hugum óforbetranlegra siðapostula sem finnst þeir eiga að fá að vera með nefið ofan í nærbuxum annars fólks. Það ætti kannski ekki að reka fréttakonuna fyrir þetta upphlaup — fólk á að fá annað tækifæri þegar það gerir mistök. En væri ég fréttastjórinn, Heiðar Örn Sigurfinnsson, myndi ég velta alvarlega fyrir mér að segja af mér sem slíkur. Höfundur er ekkert sérstakt.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun