Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar 22. mars 2025 22:30 Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka. Ekki er útskýrt hvað átt er við með ástarsambandi (og hvorki fréttastofa RÚV né fréttakonan sem skrifaði fréttina hafa svarað ítrekuðum spurningum mínum um það, og hvað þau hafi haft fyrir sér um aldur drengsins). En eðlilegur skilningur á því sem þarna stendur er auðvitað að um kynferðislegt samband hafi verið að ræða þegar drengurinn var 15 ára (enda er það skilningur mikils fjölda fólks á samfélagsmiðlum síðustu daga). Nú vill svo til að kynferðislegur sjálfræðisaldur var á þessum tíma 14 ár, og er 15 ár núna, svo ekki var sjálfkrafa neitt við það að athuga að þessar tvær manneskjur ættu kynlíf saman, enda ekkert sem bendir til þvingunar eða tælingar í því sambandi. Það er samt ámælisvert að RÚV lætur líta út eins og kynlífið hafi hafist meðan drengurinn var 15 ára, þótt erfitt sé að ímynda sér, og engar skýringar gefnar í þá átt, að fréttafólk RÚV gæti hafa vitað með vissu hvenær þetta kynlíf hófst. Það eina sem hægt er að slá föstu í því máli er að það hljóti að hafa hafist a.m.k. níu mánuðum eða svo fyrir fæðingu barnsins. En af upplýsingum sem hver sem er getur aflað sér á netinu er ljóst að getnaðurinn getur ekki hafa átt sér stað fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára, því barnið fæddist tíu og hálfum mánuði síðar. Annað sem RÚV staðhæfir í þessari frétt er að Ásthildur hafi leitt unglingastarf í hópnum þar sem þau kynntust. Þessu hefur Ásthildur mótmælt, og ekkert hefur komið fram sem bendir til að það sé rangt hjá henni. Fréttastofa RÚV lætur sem sagt líta út eins og Ásthildur hafi stundað kynlíf með 15 ára dreng, sem ekkert virðist geta staðfest að hafi gerst áður en hann varð 16 ára, og útskýrir ekki hvernig komist er að þeirri niðurstöðu. Og gefur auk þess í skyn að að Ásthildur hafi verið í einhvers konar yfirburðastöðu gagnvart honum, sem ekkert virðist heldur styðja. Auðvitað er hugsanlegt að RÚV hafi undir höndum aðrar heimildir en þær sem sagt hefur verið frá, en þá hefði auðvitað átt að skýra frá þeim fyrir löngu. Og vandséð er hvernig RÚV ætti að geta hafa gengið úr skugga um með óyggjandi hætti nákvæmlega hvenær kynlífið hófst. Meðan þetta er ekki útskýrt, eða dregið tilbaka, er það augljós ályktun að RÚV hafi brugðist gersamlega skyldum sínum, og siðareglum blaðamanna. Það er alltaf alvarlegt mál, en alveg sérstaklega alvarlegt þegar óheiðarleg frásögn af atvikum sem ekki fólu í sér neitt sem virðist vera lögbrot leiðir af sér jafn afdrifaríka og fyrirséða hluti og raun varð á. Ekki var heldur um að ræða neitt ósæmilegt, nema ef til vill í hugum óforbetranlegra siðapostula sem finnst þeir eiga að fá að vera með nefið ofan í nærbuxum annars fólks. Það ætti kannski ekki að reka fréttakonuna fyrir þetta upphlaup — fólk á að fá annað tækifæri þegar það gerir mistök. En væri ég fréttastjórinn, Heiðar Örn Sigurfinnsson, myndi ég velta alvarlega fyrir mér að segja af mér sem slíkur. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Einar Steingrímsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu frétt RÚV um mál Ásthildar Lóu barnamálaráðherra s.l. fimmtudag sagði þetta: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Þegar þessi pistill er skrifaður, að kvöldi 22. mars, hef ég ekki séð þetta leiðrétt eða dregið tilbaka. Ekki er útskýrt hvað átt er við með ástarsambandi (og hvorki fréttastofa RÚV né fréttakonan sem skrifaði fréttina hafa svarað ítrekuðum spurningum mínum um það, og hvað þau hafi haft fyrir sér um aldur drengsins). En eðlilegur skilningur á því sem þarna stendur er auðvitað að um kynferðislegt samband hafi verið að ræða þegar drengurinn var 15 ára (enda er það skilningur mikils fjölda fólks á samfélagsmiðlum síðustu daga). Nú vill svo til að kynferðislegur sjálfræðisaldur var á þessum tíma 14 ár, og er 15 ár núna, svo ekki var sjálfkrafa neitt við það að athuga að þessar tvær manneskjur ættu kynlíf saman, enda ekkert sem bendir til þvingunar eða tælingar í því sambandi. Það er samt ámælisvert að RÚV lætur líta út eins og kynlífið hafi hafist meðan drengurinn var 15 ára, þótt erfitt sé að ímynda sér, og engar skýringar gefnar í þá átt, að fréttafólk RÚV gæti hafa vitað með vissu hvenær þetta kynlíf hófst. Það eina sem hægt er að slá föstu í því máli er að það hljóti að hafa hafist a.m.k. níu mánuðum eða svo fyrir fæðingu barnsins. En af upplýsingum sem hver sem er getur aflað sér á netinu er ljóst að getnaðurinn getur ekki hafa átt sér stað fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára, því barnið fæddist tíu og hálfum mánuði síðar. Annað sem RÚV staðhæfir í þessari frétt er að Ásthildur hafi leitt unglingastarf í hópnum þar sem þau kynntust. Þessu hefur Ásthildur mótmælt, og ekkert hefur komið fram sem bendir til að það sé rangt hjá henni. Fréttastofa RÚV lætur sem sagt líta út eins og Ásthildur hafi stundað kynlíf með 15 ára dreng, sem ekkert virðist geta staðfest að hafi gerst áður en hann varð 16 ára, og útskýrir ekki hvernig komist er að þeirri niðurstöðu. Og gefur auk þess í skyn að að Ásthildur hafi verið í einhvers konar yfirburðastöðu gagnvart honum, sem ekkert virðist heldur styðja. Auðvitað er hugsanlegt að RÚV hafi undir höndum aðrar heimildir en þær sem sagt hefur verið frá, en þá hefði auðvitað átt að skýra frá þeim fyrir löngu. Og vandséð er hvernig RÚV ætti að geta hafa gengið úr skugga um með óyggjandi hætti nákvæmlega hvenær kynlífið hófst. Meðan þetta er ekki útskýrt, eða dregið tilbaka, er það augljós ályktun að RÚV hafi brugðist gersamlega skyldum sínum, og siðareglum blaðamanna. Það er alltaf alvarlegt mál, en alveg sérstaklega alvarlegt þegar óheiðarleg frásögn af atvikum sem ekki fólu í sér neitt sem virðist vera lögbrot leiðir af sér jafn afdrifaríka og fyrirséða hluti og raun varð á. Ekki var heldur um að ræða neitt ósæmilegt, nema ef til vill í hugum óforbetranlegra siðapostula sem finnst þeir eiga að fá að vera með nefið ofan í nærbuxum annars fólks. Það ætti kannski ekki að reka fréttakonuna fyrir þetta upphlaup — fólk á að fá annað tækifæri þegar það gerir mistök. En væri ég fréttastjórinn, Heiðar Örn Sigurfinnsson, myndi ég velta alvarlega fyrir mér að segja af mér sem slíkur. Höfundur er ekkert sérstakt.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun