Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 21:32 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og Ólöf , fyrrverandi tengdamóðir barnföðurs Ásthildar Lóu. vísir/skjáskot/rúv Stjórnsýslufræðingur segir ekkert athugavert við vinnubrögð forsætisráðuneytisins í kringum mál fráfarandi barnamálaráðherra. Trúnaður hafi ekki verið brotinn og stjórnsýslan geti ekki borið ábyrgð á tilfinningum fólks. Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun þar sem gera má ráð fyrir að Halla Tómasdóttir veiti Ásthildi Lóu lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra. Ásthildur sagði af sér í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast son með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan þá og virðist stjórnarandstaðan ekki sætta sig við svör forsætisráðherra sem hefur ítrekað hafnað ásökunum um trúnaðarbrest. Aðstoðarmaður Kristrúnar hafi látið aðstoðarmann Ásthildar vita að Ólöf Björnsdóttir hafi óskað eftir fundi. Ríki ekki trúnaður um ásakanir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögð forsætisráðuneytisins og furðar sig á vangaveltum um trúnaðarbrest. „Í 2. mgr. 41. gr. stjórnsýslulaga segir að mál er varða ásakanir á æðstu menn ríkisins, um þau ríkir ekki trúnaður. Ég er svolítið hissa hvað sú ásökun hefur verið lengi í loftinu.“ Ólöf kom fram í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í gær og sagði forsætisráðherra hafa brotið trúnað, Ásthildi hafi ekki verið boðið á fundinn. Hún tók þó fram í erindi sínu að það væri í góðu lagi að Ásthildur myndi sitja fundinn. Haukur segir þó að það skipti í raun ekki máli hvernig málið blasi við Ólöfu. Fengið úrlausn sinna mála „Forsætisráðuneytið getur ekki boðað annað ráðherra á fund öðruvísi en að gefa upp fundarmenn og með því að óska eftir fundi eða að Ásthildur Lóa sé með henni á fundi þá er hún í rauninni að heimila að nafn hennar sé gefið upp. Ég held að stjórnsýslan beri ekki á ábyrgð tilfinningum fólks út í bæ þó að það geti verið viðkvæmt mál.“ Samkvæmt Ríkisútvarpinu óskaði Ólöf fyrst eftir fundi 9. mars, 11. mars er tekið fram að fundurinn varði Ásthildi, daginn eftir er Ólöf beðin um að útskýra erindið frekar og 13. mars skýrir Ólöf erindi sitt en degi síðar er henni neitað um fund. Sunnudaginn 16. mars reynir Ásthildur fyrst að setja sig í samband við Ólöfu og fjórum dögum seinna er Ásthildur búin að segja af sér. Að mati Hauks er ekkert athugavert við tímalínuna og ítrekar hann að fjöldi erinda berist ráðamönnum á degi hverjum. „Þessir aðilar hafa ekkert svigrúm og engan mannskap til að rannsaka hvað er hæft í þessum ábendingum og hvað ekki. Mér finnst þessi kona hafa fengið góða áheyrn og úrlausn sinna mála,“ segir Haukur. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að auðvelt hefði verið að sannreyna erindið með því að fletta upp í Íslendingabók sem dæmi. Ásthildur og Inga ættu að skipta um erindi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu í dag að ýmsir þingmenn hafi rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar. „Ég veit ekki alveg hvaða brot það eru sem nefndin ætti að geta tekið fyrir,“ segir Haukur og bætir við: „Maður getur ekki tekið eitthvað fyrir vegna órökstuddra ásakana blaðamanna.“ Spurður hvað Flokkur fólksins ætti að gera að hans mati segir Haukur: „Mér finnst eðlilegt, ef það er ekki hægt að hreinsa Ásthildi af tálmunar áburði, þá finnst mér eðlilegt að hún taki við nýju ráðuneyti. Hún og Inga Sæland gætu skipt á ráðuneyti.“ Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun þar sem gera má ráð fyrir að Halla Tómasdóttir veiti Ásthildi Lóu lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra. Ásthildur sagði af sér í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast son með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan þá og virðist stjórnarandstaðan ekki sætta sig við svör forsætisráðherra sem hefur ítrekað hafnað ásökunum um trúnaðarbrest. Aðstoðarmaður Kristrúnar hafi látið aðstoðarmann Ásthildar vita að Ólöf Björnsdóttir hafi óskað eftir fundi. Ríki ekki trúnaður um ásakanir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögð forsætisráðuneytisins og furðar sig á vangaveltum um trúnaðarbrest. „Í 2. mgr. 41. gr. stjórnsýslulaga segir að mál er varða ásakanir á æðstu menn ríkisins, um þau ríkir ekki trúnaður. Ég er svolítið hissa hvað sú ásökun hefur verið lengi í loftinu.“ Ólöf kom fram í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í gær og sagði forsætisráðherra hafa brotið trúnað, Ásthildi hafi ekki verið boðið á fundinn. Hún tók þó fram í erindi sínu að það væri í góðu lagi að Ásthildur myndi sitja fundinn. Haukur segir þó að það skipti í raun ekki máli hvernig málið blasi við Ólöfu. Fengið úrlausn sinna mála „Forsætisráðuneytið getur ekki boðað annað ráðherra á fund öðruvísi en að gefa upp fundarmenn og með því að óska eftir fundi eða að Ásthildur Lóa sé með henni á fundi þá er hún í rauninni að heimila að nafn hennar sé gefið upp. Ég held að stjórnsýslan beri ekki á ábyrgð tilfinningum fólks út í bæ þó að það geti verið viðkvæmt mál.“ Samkvæmt Ríkisútvarpinu óskaði Ólöf fyrst eftir fundi 9. mars, 11. mars er tekið fram að fundurinn varði Ásthildi, daginn eftir er Ólöf beðin um að útskýra erindið frekar og 13. mars skýrir Ólöf erindi sitt en degi síðar er henni neitað um fund. Sunnudaginn 16. mars reynir Ásthildur fyrst að setja sig í samband við Ólöfu og fjórum dögum seinna er Ásthildur búin að segja af sér. Að mati Hauks er ekkert athugavert við tímalínuna og ítrekar hann að fjöldi erinda berist ráðamönnum á degi hverjum. „Þessir aðilar hafa ekkert svigrúm og engan mannskap til að rannsaka hvað er hæft í þessum ábendingum og hvað ekki. Mér finnst þessi kona hafa fengið góða áheyrn og úrlausn sinna mála,“ segir Haukur. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að auðvelt hefði verið að sannreyna erindið með því að fletta upp í Íslendingabók sem dæmi. Ásthildur og Inga ættu að skipta um erindi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu í dag að ýmsir þingmenn hafi rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar. „Ég veit ekki alveg hvaða brot það eru sem nefndin ætti að geta tekið fyrir,“ segir Haukur og bætir við: „Maður getur ekki tekið eitthvað fyrir vegna órökstuddra ásakana blaðamanna.“ Spurður hvað Flokkur fólksins ætti að gera að hans mati segir Haukur: „Mér finnst eðlilegt, ef það er ekki hægt að hreinsa Ásthildi af tálmunar áburði, þá finnst mér eðlilegt að hún taki við nýju ráðuneyti. Hún og Inga Sæland gætu skipt á ráðuneyti.“
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira