Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Agnar Már Másson skrifar 21. nóvember 2025 20:56 Sigríður Á. Andersen (M) og Bryndís Haraldsdóttir (D) í kvöldfréttum Sýnar. Aðsend Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum. Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen úr Miðflokknum og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum mættust í setti í kvöldfréttum Sýnar. Miðflokkurinn hefur sópað til sín fylgi undanfarið á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð sér á strik og er sagður í erfiðri stöðu. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Maskínu á eftir Samfylkingunni og er samkvæmt því orðinn stærsti hægriflokkurinn þar sem hann skákar Sjálfstæðisflokknum. Þurfi ekki að endurhugsa klassíska og hófsama hægri flokkinn Bryndís í Sjálfstæðisflokknum segir flokkinn taka þessum niðurstöðum sem skilaboðum um að tala þurfi skýrar. „Við þurfum ekkert að endurhugsa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn er það sem hann er; þetta er hófsamur klassískur íhaldsflokkur, hófsamur hægriflokkur,“ sagði Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Hún benti á að Viðreisn hefði einnig tapað fylgi í umræddri könnun og að Flokkur fólksins væri við það að detta af þingi. „En við tökum til okkar það sem þar á heima en auðvitað eru það kosningar sem skipta máli.“ Segir skýrleika Miðflokksins hafa skilað sér Sigríður, sem áður var ráðherra úr röðum Sjálfstæðismanna en er nú þingkona Miðflokksins, segir að skýrleiki í málflutningi Miðflokksmanna sé að skila sér. „Menn þurfa auðvitað að hafa þá skoðun og tala um þá hluti sem brenna á kjósendum,“ sagði Miðflokkskonan, sem nefndi menntamál í því samhengi. Þá telur hún að kjósendur meti það svo að það sé ekki nóg að tala skýrt, heldur þurfi einnig að fylgja stefnumálum sínum eftir. Viðreisnarmenn taki upp málflutning Miðflokksmanna „Ég sé það líka að flokkur eins og Viðreisn er að taka upp málflutning Miðflokksmanna,“ sagði Sigríður Á. Andersen og vísaði þar til útlendingamála, þar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra úr röðum Viðreisnarmanna, hyggst nú herða skilyrði fyrir dvalarleyfum og koma á fót lokuðu brottfararúrræði fyrir flóttafólk. „Ég bendi hins vegar á að það er óskýrleiki í öllum þeim málflutningi.“ „Öll mín mál fóru í gegn!“ Bryndís í Sjálfstæðisflokknum er þá spurð hvort Sjálfstæðismenn hafi misst boltann í útlendingamálum þegar flokkurinn var síðast í ríkisstjórn fyrir rétt rúmu ári. „Á ákveðnum tímapunkti þá gerðum við það,“ segir Bryndís, sem tók fram að ekki hafi verið meirihluti á þinginu til að knýja fram þær breytingar á lögum um veitingu alþjóðlegrar verndar og sagði að breytingar sem Sigríður hafi lagt fram hafi ekki komist í gegnum þingið. Sigríður greip fram í: „Öll mín mál fóru í gegn.“ Bryndís áréttaði: „Ekki varðandi verndarmálin.“ Sigríður stóð á sínu: „Öll þau mál sem ég lagði fram fóru í gegn.“ Bryndís svarar: „Ekki í gegnum ríkisstjórnina þá.“ Sjálfstæðiskonan vildi meina að trúverðugleika vantaði í málflutning Viðreisnar í útlendingamálum. Hún benti á að flokkurinn hefði lagst gegn öllum breytingum á útlendingalöggjöf sem lögðar voru fram á síðasta kjörtímabili. „Við misstum boltann á ákveðnum tímapunkti en við náðum honum sannarlega til baka,“ sagði Bryndís sem tók fram að dvalarleyfisumsóknum hefði snarfækkað. Hún kveðst fagna því að aðrir flokkar séu komnir á sama bát og Sjálfstæðismenn. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skoðanakannanir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen úr Miðflokknum og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum mættust í setti í kvöldfréttum Sýnar. Miðflokkurinn hefur sópað til sín fylgi undanfarið á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð sér á strik og er sagður í erfiðri stöðu. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Maskínu á eftir Samfylkingunni og er samkvæmt því orðinn stærsti hægriflokkurinn þar sem hann skákar Sjálfstæðisflokknum. Þurfi ekki að endurhugsa klassíska og hófsama hægri flokkinn Bryndís í Sjálfstæðisflokknum segir flokkinn taka þessum niðurstöðum sem skilaboðum um að tala þurfi skýrar. „Við þurfum ekkert að endurhugsa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn er það sem hann er; þetta er hófsamur klassískur íhaldsflokkur, hófsamur hægriflokkur,“ sagði Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Hún benti á að Viðreisn hefði einnig tapað fylgi í umræddri könnun og að Flokkur fólksins væri við það að detta af þingi. „En við tökum til okkar það sem þar á heima en auðvitað eru það kosningar sem skipta máli.“ Segir skýrleika Miðflokksins hafa skilað sér Sigríður, sem áður var ráðherra úr röðum Sjálfstæðismanna en er nú þingkona Miðflokksins, segir að skýrleiki í málflutningi Miðflokksmanna sé að skila sér. „Menn þurfa auðvitað að hafa þá skoðun og tala um þá hluti sem brenna á kjósendum,“ sagði Miðflokkskonan, sem nefndi menntamál í því samhengi. Þá telur hún að kjósendur meti það svo að það sé ekki nóg að tala skýrt, heldur þurfi einnig að fylgja stefnumálum sínum eftir. Viðreisnarmenn taki upp málflutning Miðflokksmanna „Ég sé það líka að flokkur eins og Viðreisn er að taka upp málflutning Miðflokksmanna,“ sagði Sigríður Á. Andersen og vísaði þar til útlendingamála, þar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra úr röðum Viðreisnarmanna, hyggst nú herða skilyrði fyrir dvalarleyfum og koma á fót lokuðu brottfararúrræði fyrir flóttafólk. „Ég bendi hins vegar á að það er óskýrleiki í öllum þeim málflutningi.“ „Öll mín mál fóru í gegn!“ Bryndís í Sjálfstæðisflokknum er þá spurð hvort Sjálfstæðismenn hafi misst boltann í útlendingamálum þegar flokkurinn var síðast í ríkisstjórn fyrir rétt rúmu ári. „Á ákveðnum tímapunkti þá gerðum við það,“ segir Bryndís, sem tók fram að ekki hafi verið meirihluti á þinginu til að knýja fram þær breytingar á lögum um veitingu alþjóðlegrar verndar og sagði að breytingar sem Sigríður hafi lagt fram hafi ekki komist í gegnum þingið. Sigríður greip fram í: „Öll mín mál fóru í gegn.“ Bryndís áréttaði: „Ekki varðandi verndarmálin.“ Sigríður stóð á sínu: „Öll þau mál sem ég lagði fram fóru í gegn.“ Bryndís svarar: „Ekki í gegnum ríkisstjórnina þá.“ Sjálfstæðiskonan vildi meina að trúverðugleika vantaði í málflutning Viðreisnar í útlendingamálum. Hún benti á að flokkurinn hefði lagst gegn öllum breytingum á útlendingalöggjöf sem lögðar voru fram á síðasta kjörtímabili. „Við misstum boltann á ákveðnum tímapunkti en við náðum honum sannarlega til baka,“ sagði Bryndís sem tók fram að dvalarleyfisumsóknum hefði snarfækkað. Hún kveðst fagna því að aðrir flokkar séu komnir á sama bát og Sjálfstæðismenn.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skoðanakannanir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira