Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Agnar Már Másson skrifar 21. nóvember 2025 20:56 Sigríður Á. Andersen (M) og Bryndís Haraldsdóttir (D) í kvöldfréttum Sýnar. Aðsend Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum. Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen úr Miðflokknum og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum mættust í setti í kvöldfréttum Sýnar. Miðflokkurinn hefur sópað til sín fylgi undanfarið á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð sér á strik og er sagður í erfiðri stöðu. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Maskínu á eftir Samfylkingunni og er samkvæmt því orðinn stærsti hægriflokkurinn þar sem hann skákar Sjálfstæðisflokknum. Þurfi ekki að endurhugsa klassíska og hófsama hægri flokkinn Bryndís í Sjálfstæðisflokknum segir flokkinn taka þessum niðurstöðum sem skilaboðum um að tala þurfi skýrar. „Við þurfum ekkert að endurhugsa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn er það sem hann er; þetta er hófsamur klassískur íhaldsflokkur, hófsamur hægriflokkur,“ sagði Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Hún benti á að Viðreisn hefði einnig tapað fylgi í umræddri könnun og að Flokkur fólksins væri við það að detta af þingi. „En við tökum til okkar það sem þar á heima en auðvitað eru það kosningar sem skipta máli.“ Segir skýrleika Miðflokksins hafa skilað sér Sigríður, sem áður var ráðherra úr röðum Sjálfstæðismanna en er nú þingkona Miðflokksins, segir að skýrleiki í málflutningi Miðflokksmanna sé að skila sér. „Menn þurfa auðvitað að hafa þá skoðun og tala um þá hluti sem brenna á kjósendum,“ sagði Miðflokkskonan, sem nefndi menntamál í því samhengi. Þá telur hún að kjósendur meti það svo að það sé ekki nóg að tala skýrt, heldur þurfi einnig að fylgja stefnumálum sínum eftir. Viðreisnarmenn taki upp málflutning Miðflokksmanna „Ég sé það líka að flokkur eins og Viðreisn er að taka upp málflutning Miðflokksmanna,“ sagði Sigríður Á. Andersen og vísaði þar til útlendingamála, þar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra úr röðum Viðreisnarmanna, hyggst nú herða skilyrði fyrir dvalarleyfum og koma á fót lokuðu brottfararúrræði fyrir flóttafólk. „Ég bendi hins vegar á að það er óskýrleiki í öllum þeim málflutningi.“ „Öll mín mál fóru í gegn!“ Bryndís í Sjálfstæðisflokknum er þá spurð hvort Sjálfstæðismenn hafi misst boltann í útlendingamálum þegar flokkurinn var síðast í ríkisstjórn fyrir rétt rúmu ári. „Á ákveðnum tímapunkti þá gerðum við það,“ segir Bryndís, sem tók fram að ekki hafi verið meirihluti á þinginu til að knýja fram þær breytingar á lögum um veitingu alþjóðlegrar verndar og sagði að breytingar sem Sigríður hafi lagt fram hafi ekki komist í gegnum þingið. Sigríður greip fram í: „Öll mín mál fóru í gegn.“ Bryndís áréttaði: „Ekki varðandi verndarmálin.“ Sigríður stóð á sínu: „Öll þau mál sem ég lagði fram fóru í gegn.“ Bryndís svarar: „Ekki í gegnum ríkisstjórnina þá.“ Sjálfstæðiskonan vildi meina að trúverðugleika vantaði í málflutning Viðreisnar í útlendingamálum. Hún benti á að flokkurinn hefði lagst gegn öllum breytingum á útlendingalöggjöf sem lögðar voru fram á síðasta kjörtímabili. „Við misstum boltann á ákveðnum tímapunkti en við náðum honum sannarlega til baka,“ sagði Bryndís sem tók fram að dvalarleyfisumsóknum hefði snarfækkað. Hún kveðst fagna því að aðrir flokkar séu komnir á sama bát og Sjálfstæðismenn. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skoðanakannanir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen úr Miðflokknum og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum mættust í setti í kvöldfréttum Sýnar. Miðflokkurinn hefur sópað til sín fylgi undanfarið á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð sér á strik og er sagður í erfiðri stöðu. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Maskínu á eftir Samfylkingunni og er samkvæmt því orðinn stærsti hægriflokkurinn þar sem hann skákar Sjálfstæðisflokknum. Þurfi ekki að endurhugsa klassíska og hófsama hægri flokkinn Bryndís í Sjálfstæðisflokknum segir flokkinn taka þessum niðurstöðum sem skilaboðum um að tala þurfi skýrar. „Við þurfum ekkert að endurhugsa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn er það sem hann er; þetta er hófsamur klassískur íhaldsflokkur, hófsamur hægriflokkur,“ sagði Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Hún benti á að Viðreisn hefði einnig tapað fylgi í umræddri könnun og að Flokkur fólksins væri við það að detta af þingi. „En við tökum til okkar það sem þar á heima en auðvitað eru það kosningar sem skipta máli.“ Segir skýrleika Miðflokksins hafa skilað sér Sigríður, sem áður var ráðherra úr röðum Sjálfstæðismanna en er nú þingkona Miðflokksins, segir að skýrleiki í málflutningi Miðflokksmanna sé að skila sér. „Menn þurfa auðvitað að hafa þá skoðun og tala um þá hluti sem brenna á kjósendum,“ sagði Miðflokkskonan, sem nefndi menntamál í því samhengi. Þá telur hún að kjósendur meti það svo að það sé ekki nóg að tala skýrt, heldur þurfi einnig að fylgja stefnumálum sínum eftir. Viðreisnarmenn taki upp málflutning Miðflokksmanna „Ég sé það líka að flokkur eins og Viðreisn er að taka upp málflutning Miðflokksmanna,“ sagði Sigríður Á. Andersen og vísaði þar til útlendingamála, þar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra úr röðum Viðreisnarmanna, hyggst nú herða skilyrði fyrir dvalarleyfum og koma á fót lokuðu brottfararúrræði fyrir flóttafólk. „Ég bendi hins vegar á að það er óskýrleiki í öllum þeim málflutningi.“ „Öll mín mál fóru í gegn!“ Bryndís í Sjálfstæðisflokknum er þá spurð hvort Sjálfstæðismenn hafi misst boltann í útlendingamálum þegar flokkurinn var síðast í ríkisstjórn fyrir rétt rúmu ári. „Á ákveðnum tímapunkti þá gerðum við það,“ segir Bryndís, sem tók fram að ekki hafi verið meirihluti á þinginu til að knýja fram þær breytingar á lögum um veitingu alþjóðlegrar verndar og sagði að breytingar sem Sigríður hafi lagt fram hafi ekki komist í gegnum þingið. Sigríður greip fram í: „Öll mín mál fóru í gegn.“ Bryndís áréttaði: „Ekki varðandi verndarmálin.“ Sigríður stóð á sínu: „Öll þau mál sem ég lagði fram fóru í gegn.“ Bryndís svarar: „Ekki í gegnum ríkisstjórnina þá.“ Sjálfstæðiskonan vildi meina að trúverðugleika vantaði í málflutning Viðreisnar í útlendingamálum. Hún benti á að flokkurinn hefði lagst gegn öllum breytingum á útlendingalöggjöf sem lögðar voru fram á síðasta kjörtímabili. „Við misstum boltann á ákveðnum tímapunkti en við náðum honum sannarlega til baka,“ sagði Bryndís sem tók fram að dvalarleyfisumsóknum hefði snarfækkað. Hún kveðst fagna því að aðrir flokkar séu komnir á sama bát og Sjálfstæðismenn.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skoðanakannanir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira