Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 16:43 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. Framkvæmdir á nýrri kaffistofu við Grensásveg 46 hafa verið stöðvaðar þar til grenndarkynningu lýkur. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýja kaffistofuna hefur mótmælt opnun hennar í hverfinu. Umræður í íbúahópi hverfisins hafa þó verið yfirburðajákvæðar. Til stóð að nýja kaffistofan hæfi starfsemi um mánaðarmótin næstu en þar sem ekkert verður af því hefur starfsemi hennar verið færð tímabundið í húsnæði Fíladelfíukirkjunnar við Hátún. Húsnæðið skilgreint sem þjónustusvæði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segist skilja að fylgja þurfi þeim reglum og ferlum sem gilda sé farið af stað í grenndarkynningu en sjálf hefur hún gegnt embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði. Hins vegar hafi lengi legið fyrir að húsnæðið hafi talist þjónustuhúsnæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi. „Það sem ég hins vegar gagnrýni er að það hafi ekki verið gert strax. Ég hef ekki skilið af hverju það þarf að fara í grenndarkynningu af því að miðað við skipulagið sem er í gildi telst þetta vera þjónustusvæði. Þar má vera með verslun og þjónustu og samfélagsþjónustu meðal annars. Við erum samfélagsþjónusta, ef við erum ekki samfélagsþjónusta veit ég ekki hvað er samfélagsþjónusta,“ segir hún. Fréttaflutningur yfirleitt neikvæður Guðrún Ágústa tekur fram að hún sé hvorki sérfræðingur né hlutlaus en að enginn annar veiti þá þjónustu sem Samhjálp veiti. Sömuleiðis hafi því ranglega verið haldið fram í fjölmiðlum að ferja eigi heilu rútufarmana af fólki í kaffistofuna á dag. Raunin sé að boðið verði upp á skutlþjónustu á einum bíl sem rúmi átta manns í einu. „Ég skil alveg að fólk sé áhyggjufullt af því að fréttaflutningurinn um einstaklinga sem sækja okkar þjónustu er iðulega neikvæður. En það hafa líka stigið fram einstaklingar í dag og sagt frá því að þeir hafi þurft að nýta þjónustu okkar áður. Það er fólk sem hefur jafnvel verið í neyslu en er í dag á allt öðrum stað,“ segir Guðrún Ágústa. „Kaffistofan er heldur ekki endastöð. Hún er oft mjög fallegt upphaf í lífi fólks. Við tökum á móti öllum með kærleika og við reynum að aðstoða fólk í þeim aðstæðum sem þeir eru í,“ segir hún. Málefni heimilislausra Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Framkvæmdir á nýrri kaffistofu við Grensásveg 46 hafa verið stöðvaðar þar til grenndarkynningu lýkur. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýja kaffistofuna hefur mótmælt opnun hennar í hverfinu. Umræður í íbúahópi hverfisins hafa þó verið yfirburðajákvæðar. Til stóð að nýja kaffistofan hæfi starfsemi um mánaðarmótin næstu en þar sem ekkert verður af því hefur starfsemi hennar verið færð tímabundið í húsnæði Fíladelfíukirkjunnar við Hátún. Húsnæðið skilgreint sem þjónustusvæði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segist skilja að fylgja þurfi þeim reglum og ferlum sem gilda sé farið af stað í grenndarkynningu en sjálf hefur hún gegnt embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði. Hins vegar hafi lengi legið fyrir að húsnæðið hafi talist þjónustuhúsnæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi. „Það sem ég hins vegar gagnrýni er að það hafi ekki verið gert strax. Ég hef ekki skilið af hverju það þarf að fara í grenndarkynningu af því að miðað við skipulagið sem er í gildi telst þetta vera þjónustusvæði. Þar má vera með verslun og þjónustu og samfélagsþjónustu meðal annars. Við erum samfélagsþjónusta, ef við erum ekki samfélagsþjónusta veit ég ekki hvað er samfélagsþjónusta,“ segir hún. Fréttaflutningur yfirleitt neikvæður Guðrún Ágústa tekur fram að hún sé hvorki sérfræðingur né hlutlaus en að enginn annar veiti þá þjónustu sem Samhjálp veiti. Sömuleiðis hafi því ranglega verið haldið fram í fjölmiðlum að ferja eigi heilu rútufarmana af fólki í kaffistofuna á dag. Raunin sé að boðið verði upp á skutlþjónustu á einum bíl sem rúmi átta manns í einu. „Ég skil alveg að fólk sé áhyggjufullt af því að fréttaflutningurinn um einstaklinga sem sækja okkar þjónustu er iðulega neikvæður. En það hafa líka stigið fram einstaklingar í dag og sagt frá því að þeir hafi þurft að nýta þjónustu okkar áður. Það er fólk sem hefur jafnvel verið í neyslu en er í dag á allt öðrum stað,“ segir Guðrún Ágústa. „Kaffistofan er heldur ekki endastöð. Hún er oft mjög fallegt upphaf í lífi fólks. Við tökum á móti öllum með kærleika og við reynum að aðstoða fólk í þeim aðstæðum sem þeir eru í,“ segir hún.
Málefni heimilislausra Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira