Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 19. mars 2025 21:30 Það eru að verða tvö ár síðan mennta-og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, IOGT og Mosfellsbær undirrituðu samninga vegna fasteigna og lóða Skálatúns í Mosfellsbæ annars vegar og þjónustu þess við heimilisfólk hins vegar. Skálatún var sjálfseignastofnun í eigu IOGT sem hafði starfað í 70 ár. Á Skálatún fluttu í gegnum tíðina börn alls staðar að af landinu. Þegar Mosfellsbær tók við þjónustunni við íbúana sumarið 2023 voru þeir 34 talsins og höfðu margir búið þar frá barnæsku. Í samningnum er sérstaklega gætt að hagsmunum þeirra og að þeir geti búið á sínum heimilum og verði fyrir eins litlu breytingum á sínum högum og unnt er. Samningarnir voru samþykktur einróma í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Fasteignir og land Með þeim samningum sem gerðir voru féllu allar fasteignir og ráðstöfun lands í hlut ríkisins. Skilyrði er að á svæðinu verði aðeins byggð upp þjónusta við börn og ungmenni. Ljóst er að landið, 6 hektarar, er afar verðmætt enda vel í sveit sett. En notkun þess er bundin þessum skilmálum. Það verður aldrei nýtt fyrir aðra starfsemi en þá sem beinist að börnum og velferð þeirra. Þarna verður því hvorki reist íbúabyggð né önnur starfsemi sem fellur ekki undir skilgreininguna. Mosfellsbær fer að sjálfsögðu með skipulagsvaldið á svæðinu. Umsýsla landsins og fasteigna var sett inn í sjálfseignarstofnunina Farsældartún sem er að fullu og öllu í eigu ríkisins og heyrir undir mennta- og barnamálaráðuneytið. Stofnunin vinnur nú að undirbúningi deiliskipulags svæðisins. Hugmyndin að starfsemi í Farsældartúni er komin frá fyrrum mennta- og barnamálaráherra. Markmiðið er að byggðar verði upp m.a. meðferðareiningar og búsetukjarnar fyrir börn með fjölþættan vanda. Ennfremur húsnæði fyrir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Ráðgjafar og greiningastöð, Barna-og fjölskyldustofu og eftir atvikum aðra aðila sem vinna í þágu barna. Allar þessar stofnanir vinna að sama markmiði sem er að veita börnum og ungmennum góða þjónustu og eru í dag í leiguhúsnæði víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Grunnhugsunin er að með því að hafa þessar mikilvægu stofnanir nálægt hver annarri megi ná fram samlegðaráhrifum, samtali og samstarfi þvert á kerfin sem örðugra er að ná þegar langt er á milli stofnana. Verkefninu um Farsældartún hefur fylgt bjartsýni, gleði og von um að loksins muni þjónustan við börn og ungmenni ná að vaxa og dafna á svæði sem sérhannað verður til að halda vel utan um börn. Uppbygging meðferðarúrræða Málefni Blönduhlíðar, húss á svæðinu, hafa hlotið nokkra athygli í fjölmiðlum undanfarið. Barna- og fjölskyldustofa tók húsið á leigu og ætlaði að opna þar meðferðarheimili. Það er að sjálfsögðu mjög óheppilegt að byggingin uppfyllti ekki þær ströngu öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi en halda þarf því til haga að BOFS opnaði annað úrræði að Vogi með því starfsfólki sem ráðið hafði verið. Það er afar mikilvægt að málefni tengd notkun Blönduhlíðar yfirskyggi ekki þau metnaðarfullu áform sem lúta að uppbyggingu í Farsældartúni. Sveitarfélög hafa átt í áralangri og mikilli baráttu við að fá fjármagn til að standa undir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og að ríkið fjölgi meðferðarheimilum og öðrum úrræðum fyrir börn og ungmenni. Það hefur vantað milljarða inn í þjónustukerfið, það vantar skipulagðar lóðir undir meðferðarstarf og það vantar skipulega uppbyggingu. Þær gleðilegu fréttir bárust í vikunni að einmitt í dag muni ráðherrar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga loks að skrifa undir samkomulag um að ríkið muni frá 1. júní næstkomandi fjármagna 3. stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Það eru sannarlega gleðitíðindi fyrir íslenskt samfélag. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt því hópurinn er fjölbreyttur, þau þurfa að vera víða - ekki bara á einum stað eða bara á höfuðborgarsvæðinu. Það er því full þörf á að halda áfram með uppbyggingu meðferðarheimila í Garðabæ, í Mosfellsbæ, á Stuðlum, í Gunnarsholti og á fleiri stöðum. Uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga Skálatúns. Í fréttum RUV í gær, þriðjudaginn 18 mars er fjallað um fyrrgreint samkomulag IOGT sem rak Skálatún, Mosfellsbæjar og ríkisins vegna samkomulags um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við fatlaða íbúa Skálatúns sem þá voru 34 talsins og afhendingu eigna sjálfseignastofnunarinnar til ríkisins. Sjálfseignastofnunin Skálatún sem var rekin af IOGT átti sér langa sögu í þjónustu við fatlaða einstaklinga eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar. Uppsafnaður fjárhagslegur vandi Skálatúns var mjög mikill við yfirtökuna og skuldir vegna þjónustu við fatlaða einstaklinga. Samningaviðræður við Jöfnunarsjóð höfðu staðið yfir með hléum í áratug vegna rekstrarvandans en málaflokkurinn var færður frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 án þess að málefni Skálatúns væru kláruð. Það er brýnt að árétta að allar greiðslur sem komu úr Jöfnunarsjóði fóru í að greiða skuldir vegna m.a. áfallinna ógreiddra gjalda og skuldbindinga vegna starfsmanna. Tækifærin sem felast í uppbyggingu þjónustu í Farsældartúni eru gríðarleg og mikilvægt að halda fókus á því markmiði að byggja upp fyrir börnin og ungmennin sem þurfa svo sárlega á þjónustu að halda. Höfundar eru oddviti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Það eru að verða tvö ár síðan mennta-og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, IOGT og Mosfellsbær undirrituðu samninga vegna fasteigna og lóða Skálatúns í Mosfellsbæ annars vegar og þjónustu þess við heimilisfólk hins vegar. Skálatún var sjálfseignastofnun í eigu IOGT sem hafði starfað í 70 ár. Á Skálatún fluttu í gegnum tíðina börn alls staðar að af landinu. Þegar Mosfellsbær tók við þjónustunni við íbúana sumarið 2023 voru þeir 34 talsins og höfðu margir búið þar frá barnæsku. Í samningnum er sérstaklega gætt að hagsmunum þeirra og að þeir geti búið á sínum heimilum og verði fyrir eins litlu breytingum á sínum högum og unnt er. Samningarnir voru samþykktur einróma í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Fasteignir og land Með þeim samningum sem gerðir voru féllu allar fasteignir og ráðstöfun lands í hlut ríkisins. Skilyrði er að á svæðinu verði aðeins byggð upp þjónusta við börn og ungmenni. Ljóst er að landið, 6 hektarar, er afar verðmætt enda vel í sveit sett. En notkun þess er bundin þessum skilmálum. Það verður aldrei nýtt fyrir aðra starfsemi en þá sem beinist að börnum og velferð þeirra. Þarna verður því hvorki reist íbúabyggð né önnur starfsemi sem fellur ekki undir skilgreininguna. Mosfellsbær fer að sjálfsögðu með skipulagsvaldið á svæðinu. Umsýsla landsins og fasteigna var sett inn í sjálfseignarstofnunina Farsældartún sem er að fullu og öllu í eigu ríkisins og heyrir undir mennta- og barnamálaráðuneytið. Stofnunin vinnur nú að undirbúningi deiliskipulags svæðisins. Hugmyndin að starfsemi í Farsældartúni er komin frá fyrrum mennta- og barnamálaráherra. Markmiðið er að byggðar verði upp m.a. meðferðareiningar og búsetukjarnar fyrir börn með fjölþættan vanda. Ennfremur húsnæði fyrir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Ráðgjafar og greiningastöð, Barna-og fjölskyldustofu og eftir atvikum aðra aðila sem vinna í þágu barna. Allar þessar stofnanir vinna að sama markmiði sem er að veita börnum og ungmennum góða þjónustu og eru í dag í leiguhúsnæði víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Grunnhugsunin er að með því að hafa þessar mikilvægu stofnanir nálægt hver annarri megi ná fram samlegðaráhrifum, samtali og samstarfi þvert á kerfin sem örðugra er að ná þegar langt er á milli stofnana. Verkefninu um Farsældartún hefur fylgt bjartsýni, gleði og von um að loksins muni þjónustan við börn og ungmenni ná að vaxa og dafna á svæði sem sérhannað verður til að halda vel utan um börn. Uppbygging meðferðarúrræða Málefni Blönduhlíðar, húss á svæðinu, hafa hlotið nokkra athygli í fjölmiðlum undanfarið. Barna- og fjölskyldustofa tók húsið á leigu og ætlaði að opna þar meðferðarheimili. Það er að sjálfsögðu mjög óheppilegt að byggingin uppfyllti ekki þær ströngu öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi en halda þarf því til haga að BOFS opnaði annað úrræði að Vogi með því starfsfólki sem ráðið hafði verið. Það er afar mikilvægt að málefni tengd notkun Blönduhlíðar yfirskyggi ekki þau metnaðarfullu áform sem lúta að uppbyggingu í Farsældartúni. Sveitarfélög hafa átt í áralangri og mikilli baráttu við að fá fjármagn til að standa undir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og að ríkið fjölgi meðferðarheimilum og öðrum úrræðum fyrir börn og ungmenni. Það hefur vantað milljarða inn í þjónustukerfið, það vantar skipulagðar lóðir undir meðferðarstarf og það vantar skipulega uppbyggingu. Þær gleðilegu fréttir bárust í vikunni að einmitt í dag muni ráðherrar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga loks að skrifa undir samkomulag um að ríkið muni frá 1. júní næstkomandi fjármagna 3. stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Það eru sannarlega gleðitíðindi fyrir íslenskt samfélag. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt því hópurinn er fjölbreyttur, þau þurfa að vera víða - ekki bara á einum stað eða bara á höfuðborgarsvæðinu. Það er því full þörf á að halda áfram með uppbyggingu meðferðarheimila í Garðabæ, í Mosfellsbæ, á Stuðlum, í Gunnarsholti og á fleiri stöðum. Uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga Skálatúns. Í fréttum RUV í gær, þriðjudaginn 18 mars er fjallað um fyrrgreint samkomulag IOGT sem rak Skálatún, Mosfellsbæjar og ríkisins vegna samkomulags um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við fatlaða íbúa Skálatúns sem þá voru 34 talsins og afhendingu eigna sjálfseignastofnunarinnar til ríkisins. Sjálfseignastofnunin Skálatún sem var rekin af IOGT átti sér langa sögu í þjónustu við fatlaða einstaklinga eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar. Uppsafnaður fjárhagslegur vandi Skálatúns var mjög mikill við yfirtökuna og skuldir vegna þjónustu við fatlaða einstaklinga. Samningaviðræður við Jöfnunarsjóð höfðu staðið yfir með hléum í áratug vegna rekstrarvandans en málaflokkurinn var færður frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 án þess að málefni Skálatúns væru kláruð. Það er brýnt að árétta að allar greiðslur sem komu úr Jöfnunarsjóði fóru í að greiða skuldir vegna m.a. áfallinna ógreiddra gjalda og skuldbindinga vegna starfsmanna. Tækifærin sem felast í uppbyggingu þjónustu í Farsældartúni eru gríðarleg og mikilvægt að halda fókus á því markmiði að byggja upp fyrir börnin og ungmennin sem þurfa svo sárlega á þjónustu að halda. Höfundar eru oddviti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Mosfellsbæ.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun