Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar 14. mars 2025 18:02 Fyrir okkur sem nærumst á góðum vísindaskáldsögum eru atburðir á alþjóðlega sviðinu í takt við áhugaverða, en ógnvænlega, distópíu. Stjórnvöld vestanhafs blása í allskonar stríðslúðra sem eru að valda miklum skaða fyrir aðrar þjóðir en ekki síst fyrir innviði, vísindastofnanir, fyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum sjálfum. Þótt það sé strax sýnilegt að sárin verða djúp og lengi að gróa, þá er mikilvægt að muna að samfélög manna hafa tekið allskonar snúninga á fasisma, rasisma og öðrum ömurlegum „ismum“ í gegnum söguna og ég veit að við sem alþjóðlegt samfélag munum finna leiðina til baka á ný. Besta aðferðin til að finna leiðina er að vernda ljósið sem lýsir hana upp. Það ljós er upplýst samfélag þar sem vísindaleg þekking, mannúð og menning eru meginviðmið. Samfélag þar sem virðing er borin fyrir mennsku og vísindum og flestir eru meðvitaðir um að þekking þarf að byggja á staðreyndum og aðgerðir eiga ekki að byggja á fordómum og fáfræði. Ísland og ljósið Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi ljós. Ég finn mikinn vilja í okkar upplýsta samfélagi til að vernda það með öllum tiltækum ráðum. Við fullorðna fólkið og börnin á heimilinu hlustum reglulega á hið fallega lokalag krakkaskaupsins 2024, Skínum skært. Börnin vita sínu viti. Er það mín heitasta ósk að þau sem nú eru börn fái að alast upp í samfélagi sem er mótað af virðingu fyrir fólki og vistkerfum, vísindalegri hugsun og upplýstum ákvörðunum. Vopnin Við hvað erum við að berjast og hvernig eigum við að verjast? Ég hef ekki fullkomið svar við þessari spurningu en það má kannski benda á hið augljósa. Í öllum löndum eru öfl sem vinna markvisst að því að skapa ótta og óvissu sem hægt er að nýta til að stýra samfélögum. Það er nánast fáránlegt hvað þetta er að virka vel í Bandaríkjunum. Samfélagsmiðlar og sumir fjölmiðlar sem byggja tilvist sína á æsifréttamennsku eru byssan. Byssukúlurnar eru upplýsingaóreiðan og lygarnar. Skotið er fast að góðum gildum og í viðkvæman jarðveginn er sáð fræjum ótta, óvissu og haturs svo hægt sé að stýra fólki, oft í átt að eigin eyðileggingu. Því miður er það svo að sannleikur og staðreyndir hafa orðið sífellt bitlausari í baráttu við upplýsingaóreiðu, skautun og æsifréttamenningu. Við þurfum að brýna baráttu okkar gegn þessari þróun með því að vera vel upplýst og tryggja góða menntun og gagnrýna hugsun. Við þurfum að vernda góð samfélagsleg gildi, vísindalega nálgun og tryggja að ekki sé grafið markvisst undan trausti á kerfum og stofnunum líkt og raungerst hefur í Bandaríkjunum. Við þurfum hugrekki til að vera leiðandi ljós. Sérstök hvatning til fjölmiðlafólks Fjölmiðar hafa veigamikið hlutverk við að draga úr upplýsingaóreiðu en þeir geta líka átt í hættu á að auka hana. Í nútímasamkeppni um athygli fólks er beitt ýmsum ráðum á borð við smellibeitur, krassandi fyrirsagnir sem segja oft lítið um innihald fréttarinnar. Má merkja minnkandi áherslur á sannleiksgildi frétta til að auka líkur á að einstaklingar gefi fréttinni gaum, jafnvel smellir við „líkar við“. Þótt fjölmiðlar eigi að veita öllum aðhald, ekki síst stjórnvöldum og stofnunum, er nauðsynlegt að umfjöllun sé bæði rétt og sanngjörn. Það er afar auðvelt fyrir fjölmiðla að ýta undir upplýsingaóreiðu og auka vantraust fólks á okkar samfélagslegu kerfi og stofnanir sem eru með það hlutverk að standa vörð um okkar samfélag. Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið því þessum völdum fylgir mikil ábyrgð. Ég vil því senda sérstök hvatningarorð til fólks sem sinnir mikilvægum störfum við ólíka fjölmiðla. Ég vil hvetja ykkur sem starfið í fjölmiðlum til dáða í baráttu gegn upplýsingaóreiðu. Ég vil hvetja ykkur til öflugrar blaðamennsku og réttmætrar gagnrýni en forðast að beita hálfsannleik með það að markmiði að veiða athygli lesenda, oft á kostnað réttra upplýsinga. Ég vil hvetja ykkur til að halda í (eða næla í) góða vísindablaðamenn sem ég hef lært að meta mikils. Þið getið haft afgerandi áhrif til að halda ljósinu lifandi og lýsa okkur fram á veginn. Og, þótt fjölmiðlar hafi veigamikið hlutverk þá er ábyrgðin okkar allra og saman getum við gert Ísland að leiðandi ljósi í nútímaheimi. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Bandaríkin Hafrannsóknastofnun Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem nærumst á góðum vísindaskáldsögum eru atburðir á alþjóðlega sviðinu í takt við áhugaverða, en ógnvænlega, distópíu. Stjórnvöld vestanhafs blása í allskonar stríðslúðra sem eru að valda miklum skaða fyrir aðrar þjóðir en ekki síst fyrir innviði, vísindastofnanir, fyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum sjálfum. Þótt það sé strax sýnilegt að sárin verða djúp og lengi að gróa, þá er mikilvægt að muna að samfélög manna hafa tekið allskonar snúninga á fasisma, rasisma og öðrum ömurlegum „ismum“ í gegnum söguna og ég veit að við sem alþjóðlegt samfélag munum finna leiðina til baka á ný. Besta aðferðin til að finna leiðina er að vernda ljósið sem lýsir hana upp. Það ljós er upplýst samfélag þar sem vísindaleg þekking, mannúð og menning eru meginviðmið. Samfélag þar sem virðing er borin fyrir mennsku og vísindum og flestir eru meðvitaðir um að þekking þarf að byggja á staðreyndum og aðgerðir eiga ekki að byggja á fordómum og fáfræði. Ísland og ljósið Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi ljós. Ég finn mikinn vilja í okkar upplýsta samfélagi til að vernda það með öllum tiltækum ráðum. Við fullorðna fólkið og börnin á heimilinu hlustum reglulega á hið fallega lokalag krakkaskaupsins 2024, Skínum skært. Börnin vita sínu viti. Er það mín heitasta ósk að þau sem nú eru börn fái að alast upp í samfélagi sem er mótað af virðingu fyrir fólki og vistkerfum, vísindalegri hugsun og upplýstum ákvörðunum. Vopnin Við hvað erum við að berjast og hvernig eigum við að verjast? Ég hef ekki fullkomið svar við þessari spurningu en það má kannski benda á hið augljósa. Í öllum löndum eru öfl sem vinna markvisst að því að skapa ótta og óvissu sem hægt er að nýta til að stýra samfélögum. Það er nánast fáránlegt hvað þetta er að virka vel í Bandaríkjunum. Samfélagsmiðlar og sumir fjölmiðlar sem byggja tilvist sína á æsifréttamennsku eru byssan. Byssukúlurnar eru upplýsingaóreiðan og lygarnar. Skotið er fast að góðum gildum og í viðkvæman jarðveginn er sáð fræjum ótta, óvissu og haturs svo hægt sé að stýra fólki, oft í átt að eigin eyðileggingu. Því miður er það svo að sannleikur og staðreyndir hafa orðið sífellt bitlausari í baráttu við upplýsingaóreiðu, skautun og æsifréttamenningu. Við þurfum að brýna baráttu okkar gegn þessari þróun með því að vera vel upplýst og tryggja góða menntun og gagnrýna hugsun. Við þurfum að vernda góð samfélagsleg gildi, vísindalega nálgun og tryggja að ekki sé grafið markvisst undan trausti á kerfum og stofnunum líkt og raungerst hefur í Bandaríkjunum. Við þurfum hugrekki til að vera leiðandi ljós. Sérstök hvatning til fjölmiðlafólks Fjölmiðar hafa veigamikið hlutverk við að draga úr upplýsingaóreiðu en þeir geta líka átt í hættu á að auka hana. Í nútímasamkeppni um athygli fólks er beitt ýmsum ráðum á borð við smellibeitur, krassandi fyrirsagnir sem segja oft lítið um innihald fréttarinnar. Má merkja minnkandi áherslur á sannleiksgildi frétta til að auka líkur á að einstaklingar gefi fréttinni gaum, jafnvel smellir við „líkar við“. Þótt fjölmiðlar eigi að veita öllum aðhald, ekki síst stjórnvöldum og stofnunum, er nauðsynlegt að umfjöllun sé bæði rétt og sanngjörn. Það er afar auðvelt fyrir fjölmiðla að ýta undir upplýsingaóreiðu og auka vantraust fólks á okkar samfélagslegu kerfi og stofnanir sem eru með það hlutverk að standa vörð um okkar samfélag. Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið því þessum völdum fylgir mikil ábyrgð. Ég vil því senda sérstök hvatningarorð til fólks sem sinnir mikilvægum störfum við ólíka fjölmiðla. Ég vil hvetja ykkur sem starfið í fjölmiðlum til dáða í baráttu gegn upplýsingaóreiðu. Ég vil hvetja ykkur til öflugrar blaðamennsku og réttmætrar gagnrýni en forðast að beita hálfsannleik með það að markmiði að veiða athygli lesenda, oft á kostnað réttra upplýsinga. Ég vil hvetja ykkur til að halda í (eða næla í) góða vísindablaðamenn sem ég hef lært að meta mikils. Þið getið haft afgerandi áhrif til að halda ljósinu lifandi og lýsa okkur fram á veginn. Og, þótt fjölmiðlar hafi veigamikið hlutverk þá er ábyrgðin okkar allra og saman getum við gert Ísland að leiðandi ljósi í nútímaheimi. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun