Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 13. mars 2025 11:31 Undanfarin ár hefur netöryggi skipað æ stærri sess í umræðunni um öryggi grunnstoða íslensks samfélags. Gagnaöryggi og stafrænar ógnir sem hér áður fyrr voru einkum tengdar óprúttnum aðilum, eru nú orðnar að áhersluatriðum hjá stórveldum heimsins, meðal annars í hernaðarlegum skilningi. Hér áður fyrr var netöryggi fyrst og fremst umræðuefni innan tölvudeilda, en sífellt verður þáttur þess í almannaöryggi mikilvægari. Þjónustur sem alls ekki mega rofna, svo sem orkuflutningur, heilbrigðiskerfi, bankastarfsemi og fjarskipti um sæstreng, gætu verið í meiri hættu en marga grunar. Spurningin er: Hvernig tryggjum við öryggi okkar innviða sem best? Nýlega tók gildi evrópsk tilskipun um netöryggi, kölluð NIS2. Þessi tilskipun leggur auknar kröfur á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu svo hægt sé að mæta netöryggisógninni. NIS2 kallar meðal annars á auknar kröfur og ábyrgð æðstu stjórnenda og tilhögun stjórnskipan netöryggismála. Stjórnvöldum er heimilt að gera úttektir og prófanir á því hvort rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu uppfylli kröfur netöryggislaga og geta beitt dagssektum og stjórnvaldssektum. Stjórnendum sem sinna ekki öryggisskyldu sinni gætu í alvarlegustu tilvikum beðið ákæra. Það er mikilvægt að stjórnendur fái stuðning og réttu verkfærin til mæta þessari nýju tilskipun og auknum kröfum. Sem betur fer eigum við íslenskt hugvit sem stenst erlendum lausnum fyllilega snúning. Nanitor er íslenskt félag sem hefur þegar haslað sér völl á alþjóðlegum markaði með nútímalegar öryggislausnir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Uppsetning á lausn Nanitor tekur um sólarhring og veitir skýra mynd af netöryggisástandi og forgangsraðar aðgerðum. Eftir 24klst tekur við sífelld vöktun. Til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis og ræða lausnir fyrir íslenska innviði, heldur Nanitor viðburð í Grósku 24. mars í samstarfi við Fjarskiptastofu og Lex lögmannsstofu. Viðburðurinn er sérstaklega miðaður að stjórnendum netöryggismála opinberra stofnana, og gefur innsýn í þær aðgerðir sem íslensk fyrirtæki og stofnanir geta ráðist í til að tryggja öryggi sitt. Fyrirtækjum er einnig boðið að taka þátt kjósi þau að kynna sér þessi málefni, sem snerti sennilega frekar mörg fyrirtæki á Íslandi. Netöryggi er ekki lengur mál tölvudeilda heldur lykilatriði í öryggi þeirrar þjónustu sem daglegt líf okkar byggir á. Spurningin er ekki hvort netárásir verði heldur hvenær þær raungerast. Þess vegna er mikilvægt að Ísland leggi metnað í að standa framarlega í netöryggismálum og nýti íslenskt hugvit til að verja okkar mikilvægustu innviði. Höfundur er framkvæmdastjóri Nanitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur netöryggi skipað æ stærri sess í umræðunni um öryggi grunnstoða íslensks samfélags. Gagnaöryggi og stafrænar ógnir sem hér áður fyrr voru einkum tengdar óprúttnum aðilum, eru nú orðnar að áhersluatriðum hjá stórveldum heimsins, meðal annars í hernaðarlegum skilningi. Hér áður fyrr var netöryggi fyrst og fremst umræðuefni innan tölvudeilda, en sífellt verður þáttur þess í almannaöryggi mikilvægari. Þjónustur sem alls ekki mega rofna, svo sem orkuflutningur, heilbrigðiskerfi, bankastarfsemi og fjarskipti um sæstreng, gætu verið í meiri hættu en marga grunar. Spurningin er: Hvernig tryggjum við öryggi okkar innviða sem best? Nýlega tók gildi evrópsk tilskipun um netöryggi, kölluð NIS2. Þessi tilskipun leggur auknar kröfur á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu svo hægt sé að mæta netöryggisógninni. NIS2 kallar meðal annars á auknar kröfur og ábyrgð æðstu stjórnenda og tilhögun stjórnskipan netöryggismála. Stjórnvöldum er heimilt að gera úttektir og prófanir á því hvort rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu uppfylli kröfur netöryggislaga og geta beitt dagssektum og stjórnvaldssektum. Stjórnendum sem sinna ekki öryggisskyldu sinni gætu í alvarlegustu tilvikum beðið ákæra. Það er mikilvægt að stjórnendur fái stuðning og réttu verkfærin til mæta þessari nýju tilskipun og auknum kröfum. Sem betur fer eigum við íslenskt hugvit sem stenst erlendum lausnum fyllilega snúning. Nanitor er íslenskt félag sem hefur þegar haslað sér völl á alþjóðlegum markaði með nútímalegar öryggislausnir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Uppsetning á lausn Nanitor tekur um sólarhring og veitir skýra mynd af netöryggisástandi og forgangsraðar aðgerðum. Eftir 24klst tekur við sífelld vöktun. Til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis og ræða lausnir fyrir íslenska innviði, heldur Nanitor viðburð í Grósku 24. mars í samstarfi við Fjarskiptastofu og Lex lögmannsstofu. Viðburðurinn er sérstaklega miðaður að stjórnendum netöryggismála opinberra stofnana, og gefur innsýn í þær aðgerðir sem íslensk fyrirtæki og stofnanir geta ráðist í til að tryggja öryggi sitt. Fyrirtækjum er einnig boðið að taka þátt kjósi þau að kynna sér þessi málefni, sem snerti sennilega frekar mörg fyrirtæki á Íslandi. Netöryggi er ekki lengur mál tölvudeilda heldur lykilatriði í öryggi þeirrar þjónustu sem daglegt líf okkar byggir á. Spurningin er ekki hvort netárásir verði heldur hvenær þær raungerast. Þess vegna er mikilvægt að Ísland leggi metnað í að standa framarlega í netöryggismálum og nýti íslenskt hugvit til að verja okkar mikilvægustu innviði. Höfundur er framkvæmdastjóri Nanitor.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun