„Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar 12. mars 2025 12:32 Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum. Staðan í raforkumálum er ekki góð. Líkurnar á því að skortur undanfarinna ára verði viðvarandi eru meiri en gott getur talist og eftirspurn vex hraðar en framboð. Til að laga það þarf að virkja en einnig að styrkja flutningskerfið. Flutningstakmarkanir milli landshluta valda því að mikil orka sem væri annars hægt að nýta strandar í kerfinu okkar. Fyrir liggur að til að ná markmiðum okkar um hagvöxt samhliða orkuskiptum þarf að tvöfalda innlenda orkuvinnslu á næstu 20-25 árum. Við megum því engan tíma missa ef við sem þjóð ætlum okkur að ná markmiðum okkar. Allir sem hlut eiga að máli þurfa að bretta upp ermarnar, fyrst og fremst orkufyrirtæki, sveitarfélög, Alþingi og opinberar stofnanir. Aðgangur að orku skapar tækifæri Góðu fréttirnar eru að við vitum hvað við þurfum að gera til að tryggja aðgang að orku og reynslan sýnir okkur að orð formannsins eiga við rök að styðjast. Undanfarin ár hefur okkur hjá Landsneti verið tíðrætt um tækifærin sem tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur fyrir atvinnuþróun sveitarfélaga. Við höfum sýnt fram á hvernig laun almennings hækkuðu hægast í þeim sveitarfélögum sem bjuggu við takmarkaðan aðgang að raforku en undanfarin ár hefur það sýnt sig að þegar þessum takmörkunum léttir hefur atvinnulífið á viðkomandi svæði jafnan tekið við sér. Áður en Hólasandslína 3 var tekin í rekstur í september 2022 voru verulegar takmarkanir á atvinnuþróun í Eyjafirði. Svo afgerandi áhrif hafði væntanleg tilkoma línunnar að Akureyrarbær og gagnaverið AtNorth undirrituðu viljayfirlýsingu í apríl 2022, næstum hálfu ári áður en línan var tekin í rekstur. AtNorth stækkaði svo starfsemi sína 2024 og er í samstarfi við félagið Hringvarma sem nýtir glatvarma frá gagnaverinu til að rækta grænspírur í samstarfi við Rækta Microfarm. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við takmarkaðan aðgang að raforku en í kjölfar bilunar á streng til Vestmannaeyja árið 2023 var ákveðið að flýta styrkingu á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja með lagningu tveggja nýrra strengja sem verða teknir í rekstur nú í ár. Samhliða því er hafin uppbygging eldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem áætlað er að skapi yfir 100 bein störf. Í Ölfusi er mikill uppgangur í atvinnulífinu en þótt liðin séu níu ár síðan tvítengingu sveitarfélagsins lauk er ljóst að án hennar væru hvorki forsendur fyrir rekstri landeldis né gervigreindargagnaversins sem þar er rekið. Fleiri svona dæmi mætti sjálfsagt tína til. Því miður eru dæmi um hið gagnstæða líka til. Þrautagangan við byggingu Suðurnesjalínu 2 hefur varað í 16 ár og er enn eina ferðina fyrir dómi. Ástand raforkumála á Suðurnesjum líður fyrir það enda gáfu fyrirtæki á svæðinu út neyðarkall í janúar 2023 þar sem þau kölluðu eftir tafarlausri byggingu Suðurnesjalínu 2. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að þegar við fjárfestum í styrkingu flutningskerfisins þá sigla tækifærin í kjölfarið. Flutningskerfið fyrst Við hjá Landsneti eigum ærið verk fyrir höndum til að gera orkuskiptin möguleg og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Við þurfum að styrkja flutningskerfið og tvöfalda efnahagsreikning fyrirtækisins. Norska systurfyrirtækið okkar Statnett er í sömu sporum og raunar er styrking flutningskerfa raforku hvarvetna aðkallandi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það liggur í hlutarins eðli að þegar orkunotkun samfélagsins á að færast frá olíu í græna raforku þarf að styrkja innviðina fyrst. Við mætum ekki aukinni eftirspurn ef innviðirnir til að afhenda raforkuna eru ekki til staðar og þá er heldur ekki til neins að reisa nýjar virkjanir. Þess vegna þarf að styrkja flutningskerfið fyrst. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Fjarskipti Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum. Staðan í raforkumálum er ekki góð. Líkurnar á því að skortur undanfarinna ára verði viðvarandi eru meiri en gott getur talist og eftirspurn vex hraðar en framboð. Til að laga það þarf að virkja en einnig að styrkja flutningskerfið. Flutningstakmarkanir milli landshluta valda því að mikil orka sem væri annars hægt að nýta strandar í kerfinu okkar. Fyrir liggur að til að ná markmiðum okkar um hagvöxt samhliða orkuskiptum þarf að tvöfalda innlenda orkuvinnslu á næstu 20-25 árum. Við megum því engan tíma missa ef við sem þjóð ætlum okkur að ná markmiðum okkar. Allir sem hlut eiga að máli þurfa að bretta upp ermarnar, fyrst og fremst orkufyrirtæki, sveitarfélög, Alþingi og opinberar stofnanir. Aðgangur að orku skapar tækifæri Góðu fréttirnar eru að við vitum hvað við þurfum að gera til að tryggja aðgang að orku og reynslan sýnir okkur að orð formannsins eiga við rök að styðjast. Undanfarin ár hefur okkur hjá Landsneti verið tíðrætt um tækifærin sem tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur fyrir atvinnuþróun sveitarfélaga. Við höfum sýnt fram á hvernig laun almennings hækkuðu hægast í þeim sveitarfélögum sem bjuggu við takmarkaðan aðgang að raforku en undanfarin ár hefur það sýnt sig að þegar þessum takmörkunum léttir hefur atvinnulífið á viðkomandi svæði jafnan tekið við sér. Áður en Hólasandslína 3 var tekin í rekstur í september 2022 voru verulegar takmarkanir á atvinnuþróun í Eyjafirði. Svo afgerandi áhrif hafði væntanleg tilkoma línunnar að Akureyrarbær og gagnaverið AtNorth undirrituðu viljayfirlýsingu í apríl 2022, næstum hálfu ári áður en línan var tekin í rekstur. AtNorth stækkaði svo starfsemi sína 2024 og er í samstarfi við félagið Hringvarma sem nýtir glatvarma frá gagnaverinu til að rækta grænspírur í samstarfi við Rækta Microfarm. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við takmarkaðan aðgang að raforku en í kjölfar bilunar á streng til Vestmannaeyja árið 2023 var ákveðið að flýta styrkingu á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja með lagningu tveggja nýrra strengja sem verða teknir í rekstur nú í ár. Samhliða því er hafin uppbygging eldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem áætlað er að skapi yfir 100 bein störf. Í Ölfusi er mikill uppgangur í atvinnulífinu en þótt liðin séu níu ár síðan tvítengingu sveitarfélagsins lauk er ljóst að án hennar væru hvorki forsendur fyrir rekstri landeldis né gervigreindargagnaversins sem þar er rekið. Fleiri svona dæmi mætti sjálfsagt tína til. Því miður eru dæmi um hið gagnstæða líka til. Þrautagangan við byggingu Suðurnesjalínu 2 hefur varað í 16 ár og er enn eina ferðina fyrir dómi. Ástand raforkumála á Suðurnesjum líður fyrir það enda gáfu fyrirtæki á svæðinu út neyðarkall í janúar 2023 þar sem þau kölluðu eftir tafarlausri byggingu Suðurnesjalínu 2. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að þegar við fjárfestum í styrkingu flutningskerfisins þá sigla tækifærin í kjölfarið. Flutningskerfið fyrst Við hjá Landsneti eigum ærið verk fyrir höndum til að gera orkuskiptin möguleg og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Við þurfum að styrkja flutningskerfið og tvöfalda efnahagsreikning fyrirtækisins. Norska systurfyrirtækið okkar Statnett er í sömu sporum og raunar er styrking flutningskerfa raforku hvarvetna aðkallandi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það liggur í hlutarins eðli að þegar orkunotkun samfélagsins á að færast frá olíu í græna raforku þarf að styrkja innviðina fyrst. Við mætum ekki aukinni eftirspurn ef innviðirnir til að afhenda raforkuna eru ekki til staðar og þá er heldur ekki til neins að reisa nýjar virkjanir. Þess vegna þarf að styrkja flutningskerfið fyrst. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun