Slökktu á rafmagninu á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2025 10:25 Íbúar Gasastrandarinnar búa við slæmar aðstæður en Ísraelar hafa stöðvað flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið og nú rafmagn sem mikilvægt er til framleiðslu drykkjarvatns fyrir íbúa. AP/Jehad Alshrafi Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. Aðgerðunum virðist ætlað að þrýsta á leiðtoga Hamas-samtakanna að framlengja fyrsta fasa vopnahlés sem samþykkt var í janúar. Þeim fasa lauk fyrir rúmri viku síðan. Umrætt vopnahlé var samþykkt þann 19. janúar og snerist fyrsti fasi þess um fangaskipti, samhliða því að viðræður um annan fasa áttu að hefjast. Sá fasi snýst um að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Sjá einnig: Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa AP fréttaveitan segir að ráðamenn í Ísrael krefjist þess að leiðtogar Hamas sleppi helmingi þeirra gísla sem samtökin halda í skiptum fyrir loforð um viðræður um varanlegt vopnahlé. Leiðtogar Hamas krefjast þess að hefja viðræðurnar um annan fasa vopnahlésins. Talið er að Hamas-liðar haldi 24 gíslum og líkum 35 til viðbótar. Sjá einnig: „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Viðræður hafa átt sér stað í Katar og eiga frekari viðræður að fara fram í dag. Mun minni og tímabundin framleiðsla Átökin milli Ísraela og Hamas hafa komið verulega niður á íbúum Gasastrandarinnar en stórir hlutar svæðisins eru í rúst eftir umfangsmiklar loftárásir og annarskonar árásir Ísraela. Lengi hefur verið notast við ljósavélar í sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Það hefur hinst vegar ekki verið hægt í áðurnefndri eimingarstöð, þar sem um átján þúsund rúmmetrar af sjó hafa verið eimaðir á dag. AP hefur eftir einum forsvarsmanna stöðvarinnar að með ljósavélum gæti framleiðslan verið um 2.500 rúmmetrar á dag. Ísraelar hafa þó einnig stöðvað flæði eldsneytis inn á Gasaströndina og er ekki hægt að keyra ljósavélar án þess. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur meðal annars sakað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að beita hungri sem vopni. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Aðgerðunum virðist ætlað að þrýsta á leiðtoga Hamas-samtakanna að framlengja fyrsta fasa vopnahlés sem samþykkt var í janúar. Þeim fasa lauk fyrir rúmri viku síðan. Umrætt vopnahlé var samþykkt þann 19. janúar og snerist fyrsti fasi þess um fangaskipti, samhliða því að viðræður um annan fasa áttu að hefjast. Sá fasi snýst um að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Sjá einnig: Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa AP fréttaveitan segir að ráðamenn í Ísrael krefjist þess að leiðtogar Hamas sleppi helmingi þeirra gísla sem samtökin halda í skiptum fyrir loforð um viðræður um varanlegt vopnahlé. Leiðtogar Hamas krefjast þess að hefja viðræðurnar um annan fasa vopnahlésins. Talið er að Hamas-liðar haldi 24 gíslum og líkum 35 til viðbótar. Sjá einnig: „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Viðræður hafa átt sér stað í Katar og eiga frekari viðræður að fara fram í dag. Mun minni og tímabundin framleiðsla Átökin milli Ísraela og Hamas hafa komið verulega niður á íbúum Gasastrandarinnar en stórir hlutar svæðisins eru í rúst eftir umfangsmiklar loftárásir og annarskonar árásir Ísraela. Lengi hefur verið notast við ljósavélar í sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Það hefur hinst vegar ekki verið hægt í áðurnefndri eimingarstöð, þar sem um átján þúsund rúmmetrar af sjó hafa verið eimaðir á dag. AP hefur eftir einum forsvarsmanna stöðvarinnar að með ljósavélum gæti framleiðslan verið um 2.500 rúmmetrar á dag. Ísraelar hafa þó einnig stöðvað flæði eldsneytis inn á Gasaströndina og er ekki hægt að keyra ljósavélar án þess. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur meðal annars sakað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að beita hungri sem vopni.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35
Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15
Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37
Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27