Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Lovísa Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2025 08:54 Skólinn er nú rekinn í húsnæði í Skógarhlíð. Hjallastefnan Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. Skólinn hefur síðustu þrjú ár verið rekinn í húsnæði borgarinnar í Skógarhlíð. Um 400 börn eru í skólanum en hann er fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára. Foreldrar um 200 leikskólabarna í skólanum voru á fundinum hvattir til þess að sækja um fyrir börn sín í leikskólum Reykjavíkur. Umsóknarfrestur í leikskóla fyrir næsta vetur er til 3. mars. Svipaður fjöldi grunnskólabarna er í skólanum sem myndi flytjast í sinn hverfisskóla. Skólinn var áður rekinn í Öskjuhlíð en var fluttur í Skógarhlíð árið 2022. Í frétt um flutninginn frá þeim tíma kemur fram að skólinn ætti að vera í Skógarhlíð tímabundið. Kristín Kolbeinsdóttir, foreldri barns í skólanum og kennari, segir að á hverju ári hafi skólinn þurft að sækja um leyfi og undanþágu til að fá að vera áfram. Auk þess sé hann alveg sprunginn og ekki sé hægt að taka við fleiri börnum. „Við höfum þurft að nota húsnæði frá Skátunum og einhverjar stofur hjá Veðurstofunni. Við fengum þetta húsnæði í Skógarhlíð með þeim vilyrðum að við fengjum framtíðarhúsnæði á næstu þremur árum. Nú eru þau liðin og ekkert í hendi og okkur hefur ekkert miðað áfram. Aftur sjáum við fram á að þurfa að loka. Þess vegna var haldinn þessi neyðarfundur,“ segir Kristín. Fengu símtal frá borginni á fundinum Hún segir að á meðan fundinum stóð hafi þau fengið símtal frá borginni og upplýsingar um að meirihlutinn hafi fundað um málið. Þau vilji tryggja áframhaldandi starfsemi hans en þó ekkert komið fram í símtalinu um hvernig ætti að gera það. Leikskóli og barnaskóli Hjallastefnunnar var áður rekinn í Öskjuhlíð. „Við ætlum ekki að láta að bjóða okkur þetta ástand nema það sé verið að vinna að því að finna okkur eitthvað varanlegt. Það var mikill baráttuhugur í fólki í gær og foreldrar ætla að standa saman í þessu. Það er mjög mikilvægt að þetta haldi áfram. Ég trúi ekki öðru en að það muni ganga upp,“ segir Kristín. Hún hafi auk þess litla trú á því að það sé pláss fyrir 200 börn aukalega á biðlistum borgarinnar í leikskóla. Mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreytni Kristín segir það hrikalega tilhugsun að skólinn loki. Í Hjallastefnunni sé boðið upp á kennsluaðferðir sem ekki eru í boði annars staðar. Foreldrar hafi markvisst valið að hafa börnin í þessum skóla. „Þetta er umhverfi sem hentar vel, eins og fyrir minn strák sem er einhverfur. Ég sé hann ekki fyrir mér í hverfisskóla. Þetta er svo mikil uppbótarvinna. Við erum úti með stelpurnar á stuttermabolnum á rassaþotum að öskra og kasta grjóti og inni með strákunum að lesa, nudda hvern annan og tala um kærleika og vináttu. Það situr enginn við borð að læra, þau liggja á gólfinu eða í gluggakistunni. Þetta er bara öðruvísi aðferð og eitthvað sem fólk hefur valið fyrir börnin sín. Það er mjög mikilvægt að halda áfram að bjóða upp á þetta val í borginni, og fjölbreytileika,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 „Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum. 22. ágúst 2020 18:44 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Skólinn hefur síðustu þrjú ár verið rekinn í húsnæði borgarinnar í Skógarhlíð. Um 400 börn eru í skólanum en hann er fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára. Foreldrar um 200 leikskólabarna í skólanum voru á fundinum hvattir til þess að sækja um fyrir börn sín í leikskólum Reykjavíkur. Umsóknarfrestur í leikskóla fyrir næsta vetur er til 3. mars. Svipaður fjöldi grunnskólabarna er í skólanum sem myndi flytjast í sinn hverfisskóla. Skólinn var áður rekinn í Öskjuhlíð en var fluttur í Skógarhlíð árið 2022. Í frétt um flutninginn frá þeim tíma kemur fram að skólinn ætti að vera í Skógarhlíð tímabundið. Kristín Kolbeinsdóttir, foreldri barns í skólanum og kennari, segir að á hverju ári hafi skólinn þurft að sækja um leyfi og undanþágu til að fá að vera áfram. Auk þess sé hann alveg sprunginn og ekki sé hægt að taka við fleiri börnum. „Við höfum þurft að nota húsnæði frá Skátunum og einhverjar stofur hjá Veðurstofunni. Við fengum þetta húsnæði í Skógarhlíð með þeim vilyrðum að við fengjum framtíðarhúsnæði á næstu þremur árum. Nú eru þau liðin og ekkert í hendi og okkur hefur ekkert miðað áfram. Aftur sjáum við fram á að þurfa að loka. Þess vegna var haldinn þessi neyðarfundur,“ segir Kristín. Fengu símtal frá borginni á fundinum Hún segir að á meðan fundinum stóð hafi þau fengið símtal frá borginni og upplýsingar um að meirihlutinn hafi fundað um málið. Þau vilji tryggja áframhaldandi starfsemi hans en þó ekkert komið fram í símtalinu um hvernig ætti að gera það. Leikskóli og barnaskóli Hjallastefnunnar var áður rekinn í Öskjuhlíð. „Við ætlum ekki að láta að bjóða okkur þetta ástand nema það sé verið að vinna að því að finna okkur eitthvað varanlegt. Það var mikill baráttuhugur í fólki í gær og foreldrar ætla að standa saman í þessu. Það er mjög mikilvægt að þetta haldi áfram. Ég trúi ekki öðru en að það muni ganga upp,“ segir Kristín. Hún hafi auk þess litla trú á því að það sé pláss fyrir 200 börn aukalega á biðlistum borgarinnar í leikskóla. Mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreytni Kristín segir það hrikalega tilhugsun að skólinn loki. Í Hjallastefnunni sé boðið upp á kennsluaðferðir sem ekki eru í boði annars staðar. Foreldrar hafi markvisst valið að hafa börnin í þessum skóla. „Þetta er umhverfi sem hentar vel, eins og fyrir minn strák sem er einhverfur. Ég sé hann ekki fyrir mér í hverfisskóla. Þetta er svo mikil uppbótarvinna. Við erum úti með stelpurnar á stuttermabolnum á rassaþotum að öskra og kasta grjóti og inni með strákunum að lesa, nudda hvern annan og tala um kærleika og vináttu. Það situr enginn við borð að læra, þau liggja á gólfinu eða í gluggakistunni. Þetta er bara öðruvísi aðferð og eitthvað sem fólk hefur valið fyrir börnin sín. Það er mjög mikilvægt að halda áfram að bjóða upp á þetta val í borginni, og fjölbreytileika,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu.
Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 „Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum. 22. ágúst 2020 18:44 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43
„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum. 22. ágúst 2020 18:44