Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar 27. febrúar 2025 09:47 Fyrir rúmum 15 árum fór ég í harkalegt „burnout“ og heilsan mín hrundi gjörsamlega. Ég flakkaði á milli þess að vera í stanslausum svimaköstum yfir í magakrampa, harkalega höfuðverki, óreglulegan hjartslátt og ótal önnur einkenni. Eftir að hafa ítrekað séð viðmælendur mína tvöfalt í viðtölum og reynt að harka af mér talsvert lengi endaði ég á bráðamóttöku. Á þessum tíma var lítil vitneskja um þessa hluti og ég var því sendur heim með tvær tegundir af lyfjum og engar frekari ráðleggingar. Þau gerðu sama og ekkert og næstu átta mánuði reyndu alls kyns sérfræðilæknar að finan hvað amaði að mér án árangurs. Að endingu sagði heimilislæknirinn við mig: „Þú ert að verða mest rannsakaði maður á Íslandi, en athuganirnar benda til þess að þú sért við hestaheilsu.“ Við tók tímabil af miklu niðurrifi og sannfæringu um að ég væri líklega bara hysterískur og þjakaður af „hypochondriu“. En neyðin kennir naktri konu að spinna og ég fór að sækja mér upplýsingar um allt sem sneri að heilsu eins og óður maður og í kjölfarið fór ég að gera tilraunir á sjálfum mér. Og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast. Breytingar á matarræði, hreyfingu, svefnvenjum, kælimeðferðir, jarðtenging, öndunaræfingar og fleira fóru að snúa hjólinu í rétta átt. Það sem þetta tímabil kenndi mér var að taka utanaðkomandi ráðleggingum með fyrirvara, enda hafði enginn verið í mínum líkama og vel viljaðir sérfræðingar höfðu ekkert náð að gera fyrir mig þrátt fyrir margra ára háskólanám. Sérstaklega lærði ég að þiggja með enn meiri fyrirvara ráðleggingar frá fólki sem vissi upp á hár hvað væri alls ekki gott fyrir mig, án þess að hafa prófað það sjálft. Ég fór að taka eftir athyglisverðu mynstri. Þeir sem voru harðastir á því að ég ætti ekki að fara í kalda potta áttu það sameiginlegt að hafa ekki stundað kuldameðferð. Þeir sem voru mest á móti því að ég prófaði föstur áttu það yfirleitt sameiginlegt að hafa ekki fastað. Þeim sem fannst breytingar á matarræði fela í sér öfgar höfðu undantekningarlaust ekki prófað ,,öfgafulla” matarræðið. Þeir sem vildu að ég færi mjög varlega í hreyfingu voru yfirleitt ekki í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi og hreyfðu sig ekki mikið. Á hinn bóginn áttu þeir sem báru þessum hlutum vel söguna það sameiginlegt að stunda þá reglulega sjálfir. Í Nauthólsvíkinni hitti ég fólk sem hafði stundað sjósund í áraraðir og ég sá á þeim að það var augljóslega að virka vel. Að sama skapi kynntist ég fólki sem fastaði mjög regulega og virkaði vel yfir meðallagi heilbrigt og svo framvegis. Áhugaverðast var að þeir sem vissu mest hvað var best fyrir mig án þess að hafa prófað það á eigin skinni voru yfirleitt með háskólamenntun og gátu þar af leiðandi notað menntunina til að tala af ákveðnu yfirlæti. Semsagt mikill bóklestur og alls kyns þekking án raunverulegrar reynslu. Eitt af því sem ég byrjaði að stunda á þessu tímabili í fyrsta sinn á ævinni var hugleiðsla. Ég kynntist góðum og stórmerkilegum manni sem hafði hugleitt nánast alla daga í meira en áratug og allt hans yfirbragð var stórkostleg auglýsing fyrir hugleiðslu. Hann virkaði nær alltaf glaður og uppfullur af orku og það var frábært að vera nálægt honum. Það sat í mér þegar hann sagði við mig: „Sölvi, ef allir sem segjast vera á leiðinni að hugleiða hérna hjá okkur myndu mæta, værum við í miklum vandræðum. Þá þyrftum við líklega að leigja Laugardalshöllina til að halda hugleiðsluna! Ég var einu sinni alveg eins og allir þeir sem eru alltaf á leiðinni að mæta. Þá átti ég heila bókahillu af bókum um hugleiðslu, en hugleiddi aldrei sjálfur. Núna hugleiði ég alla daga, en á engar bækur!“ Það er stundum talað um að viska verði til þegar þekkingu er breytt í raunverulega persónulega reynslu. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar. Það er áhugavert að nánast í hvert einasta skipti sem tekið er viðtal í fjölmiðlum við einhvern sem segist líða mjög vel á „öfgakenndu“ matarræði, eða hafa lagað mikla líkamlega veikleika með „öfgakenndum lífsstíl“, spretta dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrða að þessir hlutir séu stórhættulegir og fólk eigi alls ekki að prófa þá. Þegar ég sé umfjöllun af þessu tagi spyr ég mig alltaf einnar spurningar. Hefur þessi tiltekna manneskja einhvern tíma reynt á eigin skinni það sem hún veit svona djúpt og innilega að sé stórhættulegt fyrir alla aðra? Annars bara gleðilega upplýsingaóreiðu og ást og kærleikur á alla Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Ástin og lífið Sölvi Tryggvason Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum 15 árum fór ég í harkalegt „burnout“ og heilsan mín hrundi gjörsamlega. Ég flakkaði á milli þess að vera í stanslausum svimaköstum yfir í magakrampa, harkalega höfuðverki, óreglulegan hjartslátt og ótal önnur einkenni. Eftir að hafa ítrekað séð viðmælendur mína tvöfalt í viðtölum og reynt að harka af mér talsvert lengi endaði ég á bráðamóttöku. Á þessum tíma var lítil vitneskja um þessa hluti og ég var því sendur heim með tvær tegundir af lyfjum og engar frekari ráðleggingar. Þau gerðu sama og ekkert og næstu átta mánuði reyndu alls kyns sérfræðilæknar að finan hvað amaði að mér án árangurs. Að endingu sagði heimilislæknirinn við mig: „Þú ert að verða mest rannsakaði maður á Íslandi, en athuganirnar benda til þess að þú sért við hestaheilsu.“ Við tók tímabil af miklu niðurrifi og sannfæringu um að ég væri líklega bara hysterískur og þjakaður af „hypochondriu“. En neyðin kennir naktri konu að spinna og ég fór að sækja mér upplýsingar um allt sem sneri að heilsu eins og óður maður og í kjölfarið fór ég að gera tilraunir á sjálfum mér. Og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast. Breytingar á matarræði, hreyfingu, svefnvenjum, kælimeðferðir, jarðtenging, öndunaræfingar og fleira fóru að snúa hjólinu í rétta átt. Það sem þetta tímabil kenndi mér var að taka utanaðkomandi ráðleggingum með fyrirvara, enda hafði enginn verið í mínum líkama og vel viljaðir sérfræðingar höfðu ekkert náð að gera fyrir mig þrátt fyrir margra ára háskólanám. Sérstaklega lærði ég að þiggja með enn meiri fyrirvara ráðleggingar frá fólki sem vissi upp á hár hvað væri alls ekki gott fyrir mig, án þess að hafa prófað það sjálft. Ég fór að taka eftir athyglisverðu mynstri. Þeir sem voru harðastir á því að ég ætti ekki að fara í kalda potta áttu það sameiginlegt að hafa ekki stundað kuldameðferð. Þeir sem voru mest á móti því að ég prófaði föstur áttu það yfirleitt sameiginlegt að hafa ekki fastað. Þeim sem fannst breytingar á matarræði fela í sér öfgar höfðu undantekningarlaust ekki prófað ,,öfgafulla” matarræðið. Þeir sem vildu að ég færi mjög varlega í hreyfingu voru yfirleitt ekki í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi og hreyfðu sig ekki mikið. Á hinn bóginn áttu þeir sem báru þessum hlutum vel söguna það sameiginlegt að stunda þá reglulega sjálfir. Í Nauthólsvíkinni hitti ég fólk sem hafði stundað sjósund í áraraðir og ég sá á þeim að það var augljóslega að virka vel. Að sama skapi kynntist ég fólki sem fastaði mjög regulega og virkaði vel yfir meðallagi heilbrigt og svo framvegis. Áhugaverðast var að þeir sem vissu mest hvað var best fyrir mig án þess að hafa prófað það á eigin skinni voru yfirleitt með háskólamenntun og gátu þar af leiðandi notað menntunina til að tala af ákveðnu yfirlæti. Semsagt mikill bóklestur og alls kyns þekking án raunverulegrar reynslu. Eitt af því sem ég byrjaði að stunda á þessu tímabili í fyrsta sinn á ævinni var hugleiðsla. Ég kynntist góðum og stórmerkilegum manni sem hafði hugleitt nánast alla daga í meira en áratug og allt hans yfirbragð var stórkostleg auglýsing fyrir hugleiðslu. Hann virkaði nær alltaf glaður og uppfullur af orku og það var frábært að vera nálægt honum. Það sat í mér þegar hann sagði við mig: „Sölvi, ef allir sem segjast vera á leiðinni að hugleiða hérna hjá okkur myndu mæta, værum við í miklum vandræðum. Þá þyrftum við líklega að leigja Laugardalshöllina til að halda hugleiðsluna! Ég var einu sinni alveg eins og allir þeir sem eru alltaf á leiðinni að mæta. Þá átti ég heila bókahillu af bókum um hugleiðslu, en hugleiddi aldrei sjálfur. Núna hugleiði ég alla daga, en á engar bækur!“ Það er stundum talað um að viska verði til þegar þekkingu er breytt í raunverulega persónulega reynslu. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar. Það er áhugavert að nánast í hvert einasta skipti sem tekið er viðtal í fjölmiðlum við einhvern sem segist líða mjög vel á „öfgakenndu“ matarræði, eða hafa lagað mikla líkamlega veikleika með „öfgakenndum lífsstíl“, spretta dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrða að þessir hlutir séu stórhættulegir og fólk eigi alls ekki að prófa þá. Þegar ég sé umfjöllun af þessu tagi spyr ég mig alltaf einnar spurningar. Hefur þessi tiltekna manneskja einhvern tíma reynt á eigin skinni það sem hún veit svona djúpt og innilega að sé stórhættulegt fyrir alla aðra? Annars bara gleðilega upplýsingaóreiðu og ást og kærleikur á alla Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun