Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar 27. október 2025 22:02 Charlie Kirk var áhugaverður maður. Hann var vissulega með skoðanir sem að féllu ekki öllum í geð, en margir voru sammála. En það sem gerði hann áhugaverðan er sú venja hjá honum að mæta öllum andstæðingum sínum með brosi á vör, eflaust þakklátur fyrir það tækifæri að geta skipst á skoðunum, því að án ólíkra skoðana væri heimurinn örugglega þurr og leiðinlegur. Það að lesa í gegnum samfélagsmiðla í dag er eins og að ganga inn í leikskóla á slæmum degi þar sem að mörgum börnum hefur lent saman og starfsfólkið nær ekki tökum á aðstæðum. Fólk virðist telja sig geta beitt aðra andlegu ofbeldi án þess að það hafi neinar afleiðingar. Orð eru oft beittari en hnífur. Ofbeldið færist síðan yfir í raunheima þar sem aukinnar verndar er þörf fyrir einstaklinginn. Nýlegt dæmi er mál Snorra Másonar, þingmanns. Eftir að hann tjáði sig um málefni trans fólks var, að því er virðist, þörf á lögreglu fyrir utan heimili hans. Óháð ummælum þeim sem hann lýsti, sem eru kannski ekkert endilega smekkleg, er það afar sorglegt að við séum kominn á þann stað að lögregla þarf að vera í einkagæslu við heimili venjulegs fólks. Langoftast er verið að beina ofbeldinu að fólki sem að er bara að sinna vinnunni sinni eða reyna að lifa lífinu í sátt. Sumir eru bara að reyna að tjá skoðanir sínar og enn önnur að styðja við sitt fólk. Ég ætla að leyfa mér að taka þrjú nýleg dæmi. Ég er hér að sýna að þetta þarf ekki aðeins að koma frá vinstri eða hægri væng stjórnmálanna. Þetta kemur frá öllum hliðum. Fyrsta dæmið er klassískt. Jú, kannski er kvennaverkfall tímaskekkja, það má deila um það. En það tók mig ekki langan tíma að finna aragúra af niðrandi athugasemdum um konur og kvár vegna þessa verkfalls, eða um þau sem að gagnrýndu verkfallið. Þetta er tekið upp úr nokkrum færslum: -,,Þessi hefur nú aldrei skilið neitt. Stakk greinilega höfðinu í steininn þegar hún var á þingi og festi hann þar kyrfilega eins og hún sagði svo smekk[l]ega um að aðrir hefðu gert.’’ [Um viðtal við fyrrverandi þingmann] -,,Það er engin skaði fyrir hana að klóra sér í KOLLINUM það er ekkert þar.’’ [Um viðtal við fyrrverandi þingmann] -,,Konur níðast á börnum’’ [við færslu foreldris um verkfallið] -,,Þessum háskólakonum er nákvæmlega sama um láglaunakonur sem vinna erfiðustu verkin’’ [við færslu bæjarfulltrúa] -,,[K]onur og kvár . Hvort er hún kona, kvár eða kári’’ [við tilkynningu um kvennaverkfall] Dæmi tvö snýr að fermingarfræðslu í kirkju nokkurri úti á landi. Í stað þess að ræða deilur um kynfræðslu í kirkjunni beint við presta og kynfræðinginn sem eiga í hlut, deila foreldar mjög svo fögrum orðum um kirkjuna sína og fá fólk með í æsinginn sinn. Eftirfarandi athugasemdir eru teknar upp úr þeirri umræðu: -,,[Kynfræðingurinn] var alltaf klikkuð en hún fór algjörlega yfirum fyrir nokkru síðan (endalausar fréttir af henni í orgíum erlendis) og eftir að það hætti að heyrast frá henni þá hélt ég að fólk hefði loksins haft vit á því að forðast hana, hvað þá að hleypa henni að börnum.’’ -,,Barnaníð’’ -,,Takið eftir. Þetta eru allt konur sem eru að niðurlægja og guðlasta í kirkjum og skólum landsins. Kennarar í skólum landsins eru flestar konur og allt í molum þar. Það virðist sem flestar stofnanir ríkisins sem konur ýmist stjórna eða eru í meirihluta er allt í molum. Að konur séu jafn hæfar til stjórnunnar starfa virðist ekki standast skoðun’’ -,,Prestar hafa alltaf girnst börn og þarna er leið fyrir þá að komast nær’’ En hin hliðin er ekkert betri. Þetta er þegar að þingmaður nokkur tjáði sig um málið: -,,Þar sem er klám, þar er Sigmundur’’ -,,Hann hlýtur að hafa góða að þessu maður [SDG]. Hann er ekki fær um að sjá um sjálfan sig’’ Hvernig ætli það sé að vera presturinn núna, sá sem að var kannski að reyna að innleiða nýjungar, og hefði eflaust glaður tekið á móti athugasemdum frekar en svona skítkasti. Hvað með þingmanninn? Athyglisvert er líka að hugsa til þess að í þessu dæmi ráðast fullorðnir ansi nálægt málefnum barna. Því miður hefur það aukist töluvert á síðustu misserum að vegið sé að börnum án þess að þau fái tækifæri til þess að verja sig eða segja sína skoðun. Ég hef allavega fundið afar fáar greinar, athugasemdir eða viðtöl við börn um sín mál. Það er þá aðallega þegar að fréttastofurnar fara inn í framhaldsskólana og spyrja fyrirfram sniðnar spurningar til valins hóps nemenda. Síðasta dæmið er ögn eldra. Þar eru málavextir þannig að kona nokkur sem er íslensk fer í siglingu til Palestínu og er stoppuð á leiðinni. Margir urðu reiðir: -,,[K]emur veggjalúsuð heim með “return to sender - brain damaged” á afturendanum…’’ -,,Vonandi verður hún hýdd bæði vel og lengi.’’ -,,Fáviti vikunnar við hverju bjóst þetta lið [...] úfff get ekki svona heimskt fólk’’ -,,Þeir sem styðja hana ættu að fara líka og koma aldrei hún er snarbiluð.’’ -,,Er ekki hægt að skilja hana eftir á [G]asa ???’’ Það er síðan aldeilis um auðugan garð að gresja ef þú leitar að málefnum á borð við kynfræðslu, verkföll, PISA kannanir, stríð, þingmál, vók, úrræðaleysi og ég veit ekki hvað og hvað. Ég játa að ég get verið mjög dómharður líka. En ef ég hef lært eitthvað þá má satt oft kyrrt liggja. Allir eiga að fá tækifæri, og mislíki þér það sem viðkomandi gerir - gefur það þér ekkert skotleyfi á viðkomandi. Hugsaðu bara fallega og mundu að þetta er líka manneskja. Henni finnst kannski ekkert heldur það sem þú gerir fallegt. Mig hefur lengi langað í pólitík. Að fá tækifæri til þess að breyta hlutum, og vinna í þágu fólksins sem hefur gefið mér helling í gegnum tíðina. En margir hafa haldið því fram að sá bransi sé í raun mannskemmandi. Af hverju? Það er bara beint skotleyfi á þig. Allir geta sagt niðrandi hluti um þig eins og þeim sýnist - og meira að segja ógnað þér fyrir utan heimili þitt. Horfum bara til Svíþjóðar. Við þurfum ekkert að horfa lengra til þess að sjá hvernig þetta hefur áhrif. En ég er samt mjög heppinn. Fjölmargir aðrir eru því miður í miklu verri stöðu, einfaldlega vegna þess hver þau séu. Ég get nefnt þau sem eru trans, samkynhneigð, konur, alkahólistar, með fötlun, af erlendum uppruna, o.s.frv. Ég skil ekki af hverju við, manneskjurnar, sem eigum að vera vitrustu dýrin á þessari jörð, getum ekki staldrað við, hugsað um náungann og rætt málin án þess að fara í einhverja blótkeppni. Við íslendingar getum nefnilega verið fyrirmyndir í þessu - að bæta samskipti á alþjóðavísu. Ég trúi nefnilega á frasann fræga: Öll dýrin í skóginum EIGA að vera vinir. Látum sýn Egner, Kirk, og allra hinna verða að veruleika! Verum vinir! [Stafsetningarvillur í athugasemdunum að ofan hafa verið leiðréttar með hornklofa] Höfundur er nemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Morðið á Charlie Kirk Samfélagsmiðlar Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Charlie Kirk var áhugaverður maður. Hann var vissulega með skoðanir sem að féllu ekki öllum í geð, en margir voru sammála. En það sem gerði hann áhugaverðan er sú venja hjá honum að mæta öllum andstæðingum sínum með brosi á vör, eflaust þakklátur fyrir það tækifæri að geta skipst á skoðunum, því að án ólíkra skoðana væri heimurinn örugglega þurr og leiðinlegur. Það að lesa í gegnum samfélagsmiðla í dag er eins og að ganga inn í leikskóla á slæmum degi þar sem að mörgum börnum hefur lent saman og starfsfólkið nær ekki tökum á aðstæðum. Fólk virðist telja sig geta beitt aðra andlegu ofbeldi án þess að það hafi neinar afleiðingar. Orð eru oft beittari en hnífur. Ofbeldið færist síðan yfir í raunheima þar sem aukinnar verndar er þörf fyrir einstaklinginn. Nýlegt dæmi er mál Snorra Másonar, þingmanns. Eftir að hann tjáði sig um málefni trans fólks var, að því er virðist, þörf á lögreglu fyrir utan heimili hans. Óháð ummælum þeim sem hann lýsti, sem eru kannski ekkert endilega smekkleg, er það afar sorglegt að við séum kominn á þann stað að lögregla þarf að vera í einkagæslu við heimili venjulegs fólks. Langoftast er verið að beina ofbeldinu að fólki sem að er bara að sinna vinnunni sinni eða reyna að lifa lífinu í sátt. Sumir eru bara að reyna að tjá skoðanir sínar og enn önnur að styðja við sitt fólk. Ég ætla að leyfa mér að taka þrjú nýleg dæmi. Ég er hér að sýna að þetta þarf ekki aðeins að koma frá vinstri eða hægri væng stjórnmálanna. Þetta kemur frá öllum hliðum. Fyrsta dæmið er klassískt. Jú, kannski er kvennaverkfall tímaskekkja, það má deila um það. En það tók mig ekki langan tíma að finna aragúra af niðrandi athugasemdum um konur og kvár vegna þessa verkfalls, eða um þau sem að gagnrýndu verkfallið. Þetta er tekið upp úr nokkrum færslum: -,,Þessi hefur nú aldrei skilið neitt. Stakk greinilega höfðinu í steininn þegar hún var á þingi og festi hann þar kyrfilega eins og hún sagði svo smekk[l]ega um að aðrir hefðu gert.’’ [Um viðtal við fyrrverandi þingmann] -,,Það er engin skaði fyrir hana að klóra sér í KOLLINUM það er ekkert þar.’’ [Um viðtal við fyrrverandi þingmann] -,,Konur níðast á börnum’’ [við færslu foreldris um verkfallið] -,,Þessum háskólakonum er nákvæmlega sama um láglaunakonur sem vinna erfiðustu verkin’’ [við færslu bæjarfulltrúa] -,,[K]onur og kvár . Hvort er hún kona, kvár eða kári’’ [við tilkynningu um kvennaverkfall] Dæmi tvö snýr að fermingarfræðslu í kirkju nokkurri úti á landi. Í stað þess að ræða deilur um kynfræðslu í kirkjunni beint við presta og kynfræðinginn sem eiga í hlut, deila foreldar mjög svo fögrum orðum um kirkjuna sína og fá fólk með í æsinginn sinn. Eftirfarandi athugasemdir eru teknar upp úr þeirri umræðu: -,,[Kynfræðingurinn] var alltaf klikkuð en hún fór algjörlega yfirum fyrir nokkru síðan (endalausar fréttir af henni í orgíum erlendis) og eftir að það hætti að heyrast frá henni þá hélt ég að fólk hefði loksins haft vit á því að forðast hana, hvað þá að hleypa henni að börnum.’’ -,,Barnaníð’’ -,,Takið eftir. Þetta eru allt konur sem eru að niðurlægja og guðlasta í kirkjum og skólum landsins. Kennarar í skólum landsins eru flestar konur og allt í molum þar. Það virðist sem flestar stofnanir ríkisins sem konur ýmist stjórna eða eru í meirihluta er allt í molum. Að konur séu jafn hæfar til stjórnunnar starfa virðist ekki standast skoðun’’ -,,Prestar hafa alltaf girnst börn og þarna er leið fyrir þá að komast nær’’ En hin hliðin er ekkert betri. Þetta er þegar að þingmaður nokkur tjáði sig um málið: -,,Þar sem er klám, þar er Sigmundur’’ -,,Hann hlýtur að hafa góða að þessu maður [SDG]. Hann er ekki fær um að sjá um sjálfan sig’’ Hvernig ætli það sé að vera presturinn núna, sá sem að var kannski að reyna að innleiða nýjungar, og hefði eflaust glaður tekið á móti athugasemdum frekar en svona skítkasti. Hvað með þingmanninn? Athyglisvert er líka að hugsa til þess að í þessu dæmi ráðast fullorðnir ansi nálægt málefnum barna. Því miður hefur það aukist töluvert á síðustu misserum að vegið sé að börnum án þess að þau fái tækifæri til þess að verja sig eða segja sína skoðun. Ég hef allavega fundið afar fáar greinar, athugasemdir eða viðtöl við börn um sín mál. Það er þá aðallega þegar að fréttastofurnar fara inn í framhaldsskólana og spyrja fyrirfram sniðnar spurningar til valins hóps nemenda. Síðasta dæmið er ögn eldra. Þar eru málavextir þannig að kona nokkur sem er íslensk fer í siglingu til Palestínu og er stoppuð á leiðinni. Margir urðu reiðir: -,,[K]emur veggjalúsuð heim með “return to sender - brain damaged” á afturendanum…’’ -,,Vonandi verður hún hýdd bæði vel og lengi.’’ -,,Fáviti vikunnar við hverju bjóst þetta lið [...] úfff get ekki svona heimskt fólk’’ -,,Þeir sem styðja hana ættu að fara líka og koma aldrei hún er snarbiluð.’’ -,,Er ekki hægt að skilja hana eftir á [G]asa ???’’ Það er síðan aldeilis um auðugan garð að gresja ef þú leitar að málefnum á borð við kynfræðslu, verkföll, PISA kannanir, stríð, þingmál, vók, úrræðaleysi og ég veit ekki hvað og hvað. Ég játa að ég get verið mjög dómharður líka. En ef ég hef lært eitthvað þá má satt oft kyrrt liggja. Allir eiga að fá tækifæri, og mislíki þér það sem viðkomandi gerir - gefur það þér ekkert skotleyfi á viðkomandi. Hugsaðu bara fallega og mundu að þetta er líka manneskja. Henni finnst kannski ekkert heldur það sem þú gerir fallegt. Mig hefur lengi langað í pólitík. Að fá tækifæri til þess að breyta hlutum, og vinna í þágu fólksins sem hefur gefið mér helling í gegnum tíðina. En margir hafa haldið því fram að sá bransi sé í raun mannskemmandi. Af hverju? Það er bara beint skotleyfi á þig. Allir geta sagt niðrandi hluti um þig eins og þeim sýnist - og meira að segja ógnað þér fyrir utan heimili þitt. Horfum bara til Svíþjóðar. Við þurfum ekkert að horfa lengra til þess að sjá hvernig þetta hefur áhrif. En ég er samt mjög heppinn. Fjölmargir aðrir eru því miður í miklu verri stöðu, einfaldlega vegna þess hver þau séu. Ég get nefnt þau sem eru trans, samkynhneigð, konur, alkahólistar, með fötlun, af erlendum uppruna, o.s.frv. Ég skil ekki af hverju við, manneskjurnar, sem eigum að vera vitrustu dýrin á þessari jörð, getum ekki staldrað við, hugsað um náungann og rætt málin án þess að fara í einhverja blótkeppni. Við íslendingar getum nefnilega verið fyrirmyndir í þessu - að bæta samskipti á alþjóðavísu. Ég trúi nefnilega á frasann fræga: Öll dýrin í skóginum EIGA að vera vinir. Látum sýn Egner, Kirk, og allra hinna verða að veruleika! Verum vinir! [Stafsetningarvillur í athugasemdunum að ofan hafa verið leiðréttar með hornklofa] Höfundur er nemi
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun