„Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar 26. október 2025 08:30 Þann 10. október birtist grein í Läkartidningen, sænska læknablaðinu, eftir Leif Elinder, barnalækni á eftirlaunum. Hér á eftir fylgir samantekt á efni greinarinnar, sem er mikilvægt og áhrifamikið innlegg í umræðuna um dánaraðstoð. Elinder fangar í fáum en vel völdum orðum kjarnann í því sem málið snýst um: „Að lina þjáningar er kjarninn í læknislistinni. Að neyða fólk til að þrauka hið óbærilega er hið gagnstæða.“ Greinin var skrifuð í kjölfar umfjöllunar Läkartidningen um bókina Dödshjälp. Perspektiv och begrepp eftir Gunillu Silfverberg þar sem kallað var eftir opnari og kjarkmeiri umræðu. Elinder tekur undir þá áskorun og segir að Svíþjóð þurfi að setja skýr lög sem heimila dánaraðstoð við strangar og vel skilgreindar aðstæður. Hann bendir á að þetta sé ekki fræðileg spurning heldur áþreifanlegur raunveruleiki fyrir fólk sem þjáist á lokaskeiði lífsins. „Þar má nefna einstaklinga með MND, sem vita að líkaminn mun smám saman verða að fangelsi, eða krabbameinssjúka sem þrátt fyrir bestu líknarmeðferð búa við óbærilegar kvalir. Fyrir þetta fólk nægir ekki alltaf að draga úr sársauka – það þarf að fá réttinn til að ákveða sjálft hvenær nóg sé komið.“ Gagnrýnendur dánaraðstoðar tala gjarnan um að heimild til dánaraðstoðar gæti smám saman leitt til víðtækari notkunar eða misnotkunar. Elinder bendir á að það sé nú þegar til staðar mikill ójöfnuður þrátt fyrir að ekki sé búið að lögleiða dánaraðstoð. „Sá sem hefur efni á því getur ferðast til Sviss og fengið dánaraðstoð, en hinn, sem ekki hefur fjárráð, er skilinn eftir einn til að þola sínar eigin lífslokakvalir.“ Hann minnir á að Svíþjóð sé langt á eftir öðrum löndum. Belgía, Holland, Kanada, Sviss og sum ríki Bandaríkjanna hafa þegar lögfest rétt sjúklinga til að deyja með reisn. Það sé óskiljanlegt að sænskir sjúklingar skuli ekki njóta sömu réttinda. „Við læknar berum ábyrgð á að tala skýrt. Það er ekki í samræmi við mannlega reisn að skilja fólk eftir án valkosta. Líknarmeðferð er nauðsynleg, en hún er ekki alltaf nægileg. Að veita fólki tækifæri til að ljúka lífi sínu við vandlega stýrðar og öruggar aðstæður er ekki uppgjöf heldur viðurkenning á sjálfræði og mannlegri reisn sjúklingsins.“ Að lokum spyr Elinder einfaldrar en afgerandi spurningar: „Ætlum við að leyfa sjúklingum okkar að deyja á þann hátt sem endurspeglar vilja þeirra og reisn – eða ætlum við að halda áfram að loka augunum fyrir þjáningu þeirra? Nú er kominn tími til að sýna hugrekki og ábyrgð.“ Orð Leifs Elinder minna á að umræðan um dánaraðstoð snýst ekki fyrst og fremst um dauðann, heldur um lífið – um réttinn til að lifa og deyja með reisn, í samræmi við eigin gildi og vilja. Staðan á Íslandi er auðvitað sú sama og í Svíþjóð og við tökum undir með Leif Elinder að tími sé kominn til að ræða dánaraðstoð af hreinskilni og hugrekki. Að útiloka dánaraðstoð er ekki hlutleysi heldur ákvörðun um að láta fólk án valkosta. Ef við viljum virða sjálfræði, mannúð og reisn þurfum við að bjóða upp á þann möguleika sem önnur framsækin samfélög hafa þegar samþykkt – að leyfa fólki að deyja með reisn. Ingrid Kuhlman þýddi greinina. Hún er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 10. október birtist grein í Läkartidningen, sænska læknablaðinu, eftir Leif Elinder, barnalækni á eftirlaunum. Hér á eftir fylgir samantekt á efni greinarinnar, sem er mikilvægt og áhrifamikið innlegg í umræðuna um dánaraðstoð. Elinder fangar í fáum en vel völdum orðum kjarnann í því sem málið snýst um: „Að lina þjáningar er kjarninn í læknislistinni. Að neyða fólk til að þrauka hið óbærilega er hið gagnstæða.“ Greinin var skrifuð í kjölfar umfjöllunar Läkartidningen um bókina Dödshjälp. Perspektiv och begrepp eftir Gunillu Silfverberg þar sem kallað var eftir opnari og kjarkmeiri umræðu. Elinder tekur undir þá áskorun og segir að Svíþjóð þurfi að setja skýr lög sem heimila dánaraðstoð við strangar og vel skilgreindar aðstæður. Hann bendir á að þetta sé ekki fræðileg spurning heldur áþreifanlegur raunveruleiki fyrir fólk sem þjáist á lokaskeiði lífsins. „Þar má nefna einstaklinga með MND, sem vita að líkaminn mun smám saman verða að fangelsi, eða krabbameinssjúka sem þrátt fyrir bestu líknarmeðferð búa við óbærilegar kvalir. Fyrir þetta fólk nægir ekki alltaf að draga úr sársauka – það þarf að fá réttinn til að ákveða sjálft hvenær nóg sé komið.“ Gagnrýnendur dánaraðstoðar tala gjarnan um að heimild til dánaraðstoðar gæti smám saman leitt til víðtækari notkunar eða misnotkunar. Elinder bendir á að það sé nú þegar til staðar mikill ójöfnuður þrátt fyrir að ekki sé búið að lögleiða dánaraðstoð. „Sá sem hefur efni á því getur ferðast til Sviss og fengið dánaraðstoð, en hinn, sem ekki hefur fjárráð, er skilinn eftir einn til að þola sínar eigin lífslokakvalir.“ Hann minnir á að Svíþjóð sé langt á eftir öðrum löndum. Belgía, Holland, Kanada, Sviss og sum ríki Bandaríkjanna hafa þegar lögfest rétt sjúklinga til að deyja með reisn. Það sé óskiljanlegt að sænskir sjúklingar skuli ekki njóta sömu réttinda. „Við læknar berum ábyrgð á að tala skýrt. Það er ekki í samræmi við mannlega reisn að skilja fólk eftir án valkosta. Líknarmeðferð er nauðsynleg, en hún er ekki alltaf nægileg. Að veita fólki tækifæri til að ljúka lífi sínu við vandlega stýrðar og öruggar aðstæður er ekki uppgjöf heldur viðurkenning á sjálfræði og mannlegri reisn sjúklingsins.“ Að lokum spyr Elinder einfaldrar en afgerandi spurningar: „Ætlum við að leyfa sjúklingum okkar að deyja á þann hátt sem endurspeglar vilja þeirra og reisn – eða ætlum við að halda áfram að loka augunum fyrir þjáningu þeirra? Nú er kominn tími til að sýna hugrekki og ábyrgð.“ Orð Leifs Elinder minna á að umræðan um dánaraðstoð snýst ekki fyrst og fremst um dauðann, heldur um lífið – um réttinn til að lifa og deyja með reisn, í samræmi við eigin gildi og vilja. Staðan á Íslandi er auðvitað sú sama og í Svíþjóð og við tökum undir með Leif Elinder að tími sé kominn til að ræða dánaraðstoð af hreinskilni og hugrekki. Að útiloka dánaraðstoð er ekki hlutleysi heldur ákvörðun um að láta fólk án valkosta. Ef við viljum virða sjálfræði, mannúð og reisn þurfum við að bjóða upp á þann möguleika sem önnur framsækin samfélög hafa þegar samþykkt – að leyfa fólki að deyja með reisn. Ingrid Kuhlman þýddi greinina. Hún er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun