Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar 27. febrúar 2025 07:03 Á síðustu mánuðum hafa fjölmargar spurningar vaknað meðal Hafnfirðinga vegna fyrirhugaðs verkefnis Coda Terminal, Carbfix, í Straumsvík. Upphaflega var þetta gæluverkefni Orkuveitu Reykjavíkur sem nú virðist vera að snúast í andstöðu sína og þá helst vegna mótmæla íbúa. Skipulagsstofnun hefur nú skilað af sér umhverfismati sem Hafnfirðingar hafa beðið lengi eftir. Markmið þess var að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og svara helstu spurningum sem tengjast henni. Fulltrúar Carbfix telja skýrsluna mikilvægan áfanga og verkefnið framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Ég dreg ekki í efa hæfni vísindamanna, en efast um að hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur fari saman við hagsmuni Hafnarfjarðar og íbúa þess. Frá upphafi hafa efasemdir ríkt um verkefnið. Upphaflegar áætlanir hafa tekið breytingum, sem hefur grafið undan trúverðugleika þess. Íbúar hafa verið uggandi og neitað að trúa því að af þessu gæti orðið. Umhverfismatsskýrslan hefur ekki dregið úr þeirri óvissu, heldur vakið enn fleiri spurningar. Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni, sem undirstrikar hversu margt er óljóst varðandi framkvæmdina. Vegna þessarar óvissu og skorts á upplýsingum um ýmsa lykilþætti er ljóst að hér er um tilraunaverkefni að ræða – sem á ekki heima í næsta nágrenni við íbúðabyggð. Óvissan snýr m.a. að umhverfisáhrifum, langtímaáhrifum á grunnvatn og jarðlög, öryggi við niðurdælingu CO₂ og rekstur mannvirkja. Þótt framkvæmdaraðilar lofi vöktun, meðal annars með jarðskjálftamælingum og neyðaráætlunum, er lítið fjallað um áhrif á íbúa og samfélagið í heild. Enn er óljóst hvernig eftirliti verður háttað og hvernig brugðist verður við óvæntum frávikum, frávikum sem gætu haft óafturkræfar afleiðingar. Hafnfirðingar eru því skildir eftir í óvissu á eigin kostnað, á meðan Carbfix fær að njóta vafans. Vísindamenn fullyrða að verkefnið muni að öllum líkindum takast vel, en ef horft er til viðskiptamódelsins, er óljóst hversu langlíft það verður. Nýjar tæknilausnir geta fljótlega gert mengandi fyrirtækjum kleift að farga CO₂ á eigin vegum, sem gæti gert verkefnið úrelt. Þetta er atriði sem fjárfestar og sveitarfélagið verða að huga að. Það býr fólk á Völlunum Skipulagsstofnun leggur áherslu á vöktun á ýmsum þáttum, m.a. lífríki, en það vekur athygli að engin vöktun er fyrirhuguð á samfélaginu sjálfu og áhrifum á íbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að ráðast í slíka framkvæmd án þess að taka fullt tillit til þeirra sem búa á svæðinu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að vísa framkvæmdinni í íbúakosningu ef bæjarstjórn getur sjálf ekki tekið ákvörðun í málinu. Ég óska engri byggð slíks klofnings meðal íbúa. Ef til kosninga kæmi gæti það leitt til þess að tiltekið hverfi bæjarins yrði skilið eitt eftir með mengun frá Evrópu – eins og sumir hafa orðað það. Ég efast ekki um að tæknin sem Carbfix þróar gæti virkað, en ég tel að þessi tilraun eigi ekki heima í grennd við íbúabyggð. Það er ekki aðeins spurning um óvissu og náttúruvernd, heldur einnig um siðferðileg álitamál og skýra andstöðu íbúa. Svara þarf siðferðislegum spurningum eins og hvort geyma megi co2 sem ekki hefur orðið til á staðnum og kölluð er mengun af sumum, undir lóðum annarra, íbúa eða fyrirtækja. Mín afstaða er skýr, ég þarf ekki fleiri skýrslur, Hafnarfjörður er einfaldlega ekki til sölu fyrir verkefni sem þetta. Ég vona því innilega að okkur beri gæfa til að kveðja þessa hugmynd sem fyrst, þakka Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sýndan áhuga og vona að orka þeirra fari í að skoða aðrar staðsetningar. Höfundur er b æjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal Skipulag Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa fjölmargar spurningar vaknað meðal Hafnfirðinga vegna fyrirhugaðs verkefnis Coda Terminal, Carbfix, í Straumsvík. Upphaflega var þetta gæluverkefni Orkuveitu Reykjavíkur sem nú virðist vera að snúast í andstöðu sína og þá helst vegna mótmæla íbúa. Skipulagsstofnun hefur nú skilað af sér umhverfismati sem Hafnfirðingar hafa beðið lengi eftir. Markmið þess var að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og svara helstu spurningum sem tengjast henni. Fulltrúar Carbfix telja skýrsluna mikilvægan áfanga og verkefnið framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Ég dreg ekki í efa hæfni vísindamanna, en efast um að hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur fari saman við hagsmuni Hafnarfjarðar og íbúa þess. Frá upphafi hafa efasemdir ríkt um verkefnið. Upphaflegar áætlanir hafa tekið breytingum, sem hefur grafið undan trúverðugleika þess. Íbúar hafa verið uggandi og neitað að trúa því að af þessu gæti orðið. Umhverfismatsskýrslan hefur ekki dregið úr þeirri óvissu, heldur vakið enn fleiri spurningar. Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni, sem undirstrikar hversu margt er óljóst varðandi framkvæmdina. Vegna þessarar óvissu og skorts á upplýsingum um ýmsa lykilþætti er ljóst að hér er um tilraunaverkefni að ræða – sem á ekki heima í næsta nágrenni við íbúðabyggð. Óvissan snýr m.a. að umhverfisáhrifum, langtímaáhrifum á grunnvatn og jarðlög, öryggi við niðurdælingu CO₂ og rekstur mannvirkja. Þótt framkvæmdaraðilar lofi vöktun, meðal annars með jarðskjálftamælingum og neyðaráætlunum, er lítið fjallað um áhrif á íbúa og samfélagið í heild. Enn er óljóst hvernig eftirliti verður háttað og hvernig brugðist verður við óvæntum frávikum, frávikum sem gætu haft óafturkræfar afleiðingar. Hafnfirðingar eru því skildir eftir í óvissu á eigin kostnað, á meðan Carbfix fær að njóta vafans. Vísindamenn fullyrða að verkefnið muni að öllum líkindum takast vel, en ef horft er til viðskiptamódelsins, er óljóst hversu langlíft það verður. Nýjar tæknilausnir geta fljótlega gert mengandi fyrirtækjum kleift að farga CO₂ á eigin vegum, sem gæti gert verkefnið úrelt. Þetta er atriði sem fjárfestar og sveitarfélagið verða að huga að. Það býr fólk á Völlunum Skipulagsstofnun leggur áherslu á vöktun á ýmsum þáttum, m.a. lífríki, en það vekur athygli að engin vöktun er fyrirhuguð á samfélaginu sjálfu og áhrifum á íbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að ráðast í slíka framkvæmd án þess að taka fullt tillit til þeirra sem búa á svæðinu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að vísa framkvæmdinni í íbúakosningu ef bæjarstjórn getur sjálf ekki tekið ákvörðun í málinu. Ég óska engri byggð slíks klofnings meðal íbúa. Ef til kosninga kæmi gæti það leitt til þess að tiltekið hverfi bæjarins yrði skilið eitt eftir með mengun frá Evrópu – eins og sumir hafa orðað það. Ég efast ekki um að tæknin sem Carbfix þróar gæti virkað, en ég tel að þessi tilraun eigi ekki heima í grennd við íbúabyggð. Það er ekki aðeins spurning um óvissu og náttúruvernd, heldur einnig um siðferðileg álitamál og skýra andstöðu íbúa. Svara þarf siðferðislegum spurningum eins og hvort geyma megi co2 sem ekki hefur orðið til á staðnum og kölluð er mengun af sumum, undir lóðum annarra, íbúa eða fyrirtækja. Mín afstaða er skýr, ég þarf ekki fleiri skýrslur, Hafnarfjörður er einfaldlega ekki til sölu fyrir verkefni sem þetta. Ég vona því innilega að okkur beri gæfa til að kveðja þessa hugmynd sem fyrst, þakka Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sýndan áhuga og vona að orka þeirra fari í að skoða aðrar staðsetningar. Höfundur er b æjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun