Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 07:45 Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu. Svo eru þau sem hafa ávinning af að því eignir og lönd fáist fyrir lítið og þau sem fá verkefni við að byggja upp það sem er lagt er í rúst. Stríð henta ráðafólki sem ræður ekki við óánægju, ólgu og vandamál innanlands. Ofbeldi gegn óvininum treystir völd þeirra, en skerðir að sama skapi réttindi almennings, þegar lýst er yfir neyðarástandi, lögum breytt og sett er á herskylda. Ef við viljum frið þarf því að skoða hverjir hafa af ávinning af stríði og hvernig. Í stríði er sjaldan talað um hvað felst í því sigra, eða tapa. Því þegar stríð verður markmið í sjálfu sér, er sigur er ekki tilgangurinn með stríði. Ég átti samtal við bandarískan hermann í Afganistan þegar ég starfaði þar á herstöð. Ég var að skoða hvaða sögur hermenn og þeirra stjórnvöld sögðu sjálfum sér og öðrum til að réttlæta það að beita ofbeldi gegn ókunnugu fólki. Hann sagði að það sem truflaði hann mest væri að hann vissi ekki hvernig sigurinn liti út. Ég var stödd í aðalstöðvum NATO í Brussel þegar Rússar tóku yfir Krímskaga árið 2014 og það var áhugaverð lífsreynsla. Ég hafði verið í aðalstöðvunum áður, vegna verkefnis sem ég var að vinna fyrir utanríkiráðuneytið. Mér fannst ég alltaf stödd í leikriti með ótal búningaklæddum körlum arkandi um langa ganga í heimi skammstafana og „pródukolla“. En þennan dag var allt öðruvísi, það var orka og það var spenna í lofti og það var eins og herforingjarnir hefðu sloppið úr tilgangsleysinu og öðlast nýtt líf. Herforingi frá landi í Evrópu útskýrði fyrir mér hvað væri í gangi. Hann sagði að kalda stríðið hefði verið orðið of kalt, sem þýddi að framlög til hermála í löndum Evrópu hefðu verið að dragast saman. Það að NATO sneri sér að friðarstarfi með hernaðarinngripum m.a. utan Evrópu, hefði ekki skilað árangri og því fengi herinn ekki nægilegan stuðning frá stjórnvöldum heima fyrir. Það að Rússar færu af stað væri því mjög jákvætt fyrir varnarmálaráðuneytin og herinn í löndum Evrópu og þar með NATO. Hann sagði að kalda stríðið þyrfti að hitna það mikið að stjórnvöld væru á tánum og myndu auka fjárframlög til varnarmála, án þess að þurfa að fara í stríð. Til þess að hernaðar maskínan sé vel smurð og stjórnvöld geti aukið útgjöld til vararmála þarf að ala á ótta almennings við óvininn. Einnig að upphefja hetjuna sem tilbúin er að fórna lífi sínu til að verja land sitt, en það er ein af undirstöðum hernaðarhyggjunnar. Grundvallarhugmynd hernaðarhyggjunnar er að skipulagt ofbeldi sé lausn á vanda og eðlilegt viðbragð. Hún byggir líka á hugmyndinni um foringjann sem ræður og undirmenn sem verða að hlýða og drepa ókunnuga. Við höfum alist upp við þessa sögu og hún er síendurtekin í skemmtanaiðnaðinum, bókmenntum, fréttum og fl.. Í umfjöllun um stríð eru margar sögur ósagðar og ein þeirra er að „hetjan“ á vígvellinum er þar ekki endilega að fúsum og frjálsum vilja og að hagsmunir ríkisins eða málstaðurinn sem verið að verja er ekki endilega þeirra. Við þurfum að skilja hvernig „sigur“ lítur út í augum fólksins sem verður fyrir ofbeldinu og missir sína nánustu og þeirra sem skikkaðir eru til að beita ofbeldi, þvert á sinn vilja. Stríð hætta þegar fólk hættir að taka þátt í ofbeldinu, en ekki vegna þess að einhver sigraði. Ég skrifa þennan pistill vegna þess að mér finnst umræða ráðafólks, sérfræðinga í öryggismálum og annarra hér á landi vera undir of miklum áhrifum hernaðarhyggjunnar sem elur á ótta okkar við hinn alvonda óvin. Það ýtir undir að ákvarðanir séu teknar án að fleiri sögur fái að heyrast og að mál séu skoðuð frá mörgum hliðum. Áður en að við Íslendingar leggjum til land fyrir herstöð og notum skattfé í hergögn sem notuð verða af ungu fólki til að drepa annað ungt fólk, þá ættum við að hlusta á þær sögur sem segja okkur að skipulagt ofbeldi, stríð, sé ekki leið eða lausn á vanda. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður NATO Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu. Svo eru þau sem hafa ávinning af að því eignir og lönd fáist fyrir lítið og þau sem fá verkefni við að byggja upp það sem er lagt er í rúst. Stríð henta ráðafólki sem ræður ekki við óánægju, ólgu og vandamál innanlands. Ofbeldi gegn óvininum treystir völd þeirra, en skerðir að sama skapi réttindi almennings, þegar lýst er yfir neyðarástandi, lögum breytt og sett er á herskylda. Ef við viljum frið þarf því að skoða hverjir hafa af ávinning af stríði og hvernig. Í stríði er sjaldan talað um hvað felst í því sigra, eða tapa. Því þegar stríð verður markmið í sjálfu sér, er sigur er ekki tilgangurinn með stríði. Ég átti samtal við bandarískan hermann í Afganistan þegar ég starfaði þar á herstöð. Ég var að skoða hvaða sögur hermenn og þeirra stjórnvöld sögðu sjálfum sér og öðrum til að réttlæta það að beita ofbeldi gegn ókunnugu fólki. Hann sagði að það sem truflaði hann mest væri að hann vissi ekki hvernig sigurinn liti út. Ég var stödd í aðalstöðvum NATO í Brussel þegar Rússar tóku yfir Krímskaga árið 2014 og það var áhugaverð lífsreynsla. Ég hafði verið í aðalstöðvunum áður, vegna verkefnis sem ég var að vinna fyrir utanríkiráðuneytið. Mér fannst ég alltaf stödd í leikriti með ótal búningaklæddum körlum arkandi um langa ganga í heimi skammstafana og „pródukolla“. En þennan dag var allt öðruvísi, það var orka og það var spenna í lofti og það var eins og herforingjarnir hefðu sloppið úr tilgangsleysinu og öðlast nýtt líf. Herforingi frá landi í Evrópu útskýrði fyrir mér hvað væri í gangi. Hann sagði að kalda stríðið hefði verið orðið of kalt, sem þýddi að framlög til hermála í löndum Evrópu hefðu verið að dragast saman. Það að NATO sneri sér að friðarstarfi með hernaðarinngripum m.a. utan Evrópu, hefði ekki skilað árangri og því fengi herinn ekki nægilegan stuðning frá stjórnvöldum heima fyrir. Það að Rússar færu af stað væri því mjög jákvætt fyrir varnarmálaráðuneytin og herinn í löndum Evrópu og þar með NATO. Hann sagði að kalda stríðið þyrfti að hitna það mikið að stjórnvöld væru á tánum og myndu auka fjárframlög til varnarmála, án þess að þurfa að fara í stríð. Til þess að hernaðar maskínan sé vel smurð og stjórnvöld geti aukið útgjöld til vararmála þarf að ala á ótta almennings við óvininn. Einnig að upphefja hetjuna sem tilbúin er að fórna lífi sínu til að verja land sitt, en það er ein af undirstöðum hernaðarhyggjunnar. Grundvallarhugmynd hernaðarhyggjunnar er að skipulagt ofbeldi sé lausn á vanda og eðlilegt viðbragð. Hún byggir líka á hugmyndinni um foringjann sem ræður og undirmenn sem verða að hlýða og drepa ókunnuga. Við höfum alist upp við þessa sögu og hún er síendurtekin í skemmtanaiðnaðinum, bókmenntum, fréttum og fl.. Í umfjöllun um stríð eru margar sögur ósagðar og ein þeirra er að „hetjan“ á vígvellinum er þar ekki endilega að fúsum og frjálsum vilja og að hagsmunir ríkisins eða málstaðurinn sem verið að verja er ekki endilega þeirra. Við þurfum að skilja hvernig „sigur“ lítur út í augum fólksins sem verður fyrir ofbeldinu og missir sína nánustu og þeirra sem skikkaðir eru til að beita ofbeldi, þvert á sinn vilja. Stríð hætta þegar fólk hættir að taka þátt í ofbeldinu, en ekki vegna þess að einhver sigraði. Ég skrifa þennan pistill vegna þess að mér finnst umræða ráðafólks, sérfræðinga í öryggismálum og annarra hér á landi vera undir of miklum áhrifum hernaðarhyggjunnar sem elur á ótta okkar við hinn alvonda óvin. Það ýtir undir að ákvarðanir séu teknar án að fleiri sögur fái að heyrast og að mál séu skoðuð frá mörgum hliðum. Áður en að við Íslendingar leggjum til land fyrir herstöð og notum skattfé í hergögn sem notuð verða af ungu fólki til að drepa annað ungt fólk, þá ættum við að hlusta á þær sögur sem segja okkur að skipulagt ofbeldi, stríð, sé ekki leið eða lausn á vanda. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar