Lífið

Dóttir fyrr­verandi Ung­frú Ís­land komin í heiminn og nefnd

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Dóttirin er fyrsta barn parsins.
Dóttirin er fyrsta barn parsins. Skjáskot/Instagram

Anna Lára Orlowska, fyrrum Ungfrú Íslands, og Svavar Sigmundsson handboltaþjálfari hjá KA, eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 5. október síðastliðinn. Í heiminn kom lítil stúlka sem hefur verið fengið nafnið Adriana Eva.

„Það dýrmætasta í heiminum, fjölskyldan mín,“ skrifaði Anna Lára og birti fallega mynd af fjölskyldunni á Instagram.

Anna Lára og Svavar kynntust þegar þau voru bæði nemendur við Háskólann í Reykjavík þar sem þau stunduðu nám í sálfræði og trúlofuðu sig þann 14. júlí 2022.

Fyrsta fegurðardrottningin af erlendum uppruna

Anna Lára var krýnd Ungfrú Ísland árið 2016 og tók í kjölfarið þátt í Miss World fyrir hönd Íslands.

Í viðtali við Vísi árið 2017 sagðist hún vera stolt af því að vera sú fyrsta af erlendum uppruna til að bera titilinn.

„Fólki finnst það gaman. Að það sé ekki bara þessari dæmigerðu alíslensku fegurð sem er haldið á lofti. Að stúlka af erlendum uppruna sé landkynning. Við erum öll falleg og við erum svo mörg hér á landi af öðrum uppruna sem erum líka Íslendingar. Ég var að minnsta kosti stolt af því að fá að vera fulltrúi Íslands og vera af erlendum uppruna. Mér þykir líka vænt um ættarnafnið mitt og vil halda því á lofti,“ sagði Anna Lára í viðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.