Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 10. febrúar 2025 14:01 Það þarf ekki að koma nokkrum manni sem fylgist með umræðu um stjórnmál að meirahlutasamstarfi því sem komið var á árið 2022 var komið í ákveðið öngstræti þegar upp úr slitnaði sl. föstudag. Með þessum skrifum mínum vil ég minna kjörna fulltrúa í Reykjavík á þá staðreynd í fullri vinsemd að þeir eru kosnir til að þjóna hag íbúa höfuðborgarinnar en ekki til að berjast um eigið egó og hver getur unnið með hverjum. Undirritaður hefur verið viðriðin sveitarstjórnarmál í Dalabyggð frá vorinu 2014, fyrst sem varamaður og aðalmaður síðan 2018. Í okkar sveitarfélagi var síðasta starfandi formlegur meirihluti á kjörtímabilinu 2006-2010 – frá þeim tíma hefur ekki verið myndaður meirihluti heldur hefur verið unnið með hag íbúanna í fyrirrúmi. Vissulega hafa komið upp deilumál en þau eru þá rædd og leidd til lykta. Í sveitarstjórnarlögum segir: „Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.“ Með öðrum orðum það má enginn kjörinn fulltrúi taka sig svo hátíðlega að hann sé yfir aðra hafinn og hvað þá að flokkspólitískir hagsmunir eigi að stjórna öllu frá A til Ö líkt og raunin virðist vera í höfuðborginni okkar nú. Reykjavík er nefnilega líka höfuðborgin okkar og þangað þurfum við sem búum á landsbyggðinni að sækja ýmsa þjónustu. Þetta eiga kjörnir fulltrúar í Reykjavík að hafa í huga t.d. varðandi nýlegar fréttir um lokun flugbrautar og áhrif þess á sjúkraflug. Hver ber ábyrgðina ef slys verður núna og það er ekki möguleiki að veita bjargir með sjúkraflugi vegna egós einstakra kjörinna sveitarstjórnamanna í Reykjavík og flokkpólitískra „hagsmuna“ flokkanna þeirra. Eigum við sem búum á landsbyggðinni að sætta okkur við að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar vegna þess að kjörnir fulltrúar í Reykjavík setja eigin hagsmuni framar almannahagsmunum og þeim skyldum sem Reykjavík þarf að sinna sem höfuðborg landsins? Ég held að það sé þörf á því að skipta um kúrs í Reykjavík og þar mættu kjörnir fulltrúar jafnvel horfa til íbúakannanna landshlutasamtaka sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Í þeim könnunum voru Dalirnir oft að koma illa út og sumt snerist um atriði á vegum sveitarfélags og annað var á ábyrgð annarra aðila. Árið 2022 var má segja skipt um kúrs í sveitarstjórn Dalabyggðar og farið að vinna m.a. með niðurstöður þessara könnunar og í nýjustu íbúakönnum landshlutasamtakanna hefur Dalabyggð sótt mest á er varðar ánægju íbúa frá síðustu könnun. Ég minni á – hér er hvorki meirihluti eða minnihluti í sveitarstjórn heldur samheldinni hópur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sem vinnur að hagsmunum samfélagins sem ein heild. Ég vil því skora á kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja eigið egó til hliðar allavega um stund og starfa sem ein heild næstu 14 mánuði – þetta snýst ekki um hver er borgarstjóri, kannski væri ráð að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri, óháð pólitík, hver er formaður skiplagsráðs o.þ.h. Starf í sveitastjórn snýst um að sinna starfi sínum af alúð og samviskusemi með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi og í tilviki Reykjavíkur að þjóna skyldum sínum gagnavart öðrum íbúum landsins sem höfuðborg – höfuðborg Íslands alls. Höfundur á sæti í sveitarstjórn Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ingvi Bjarnason Sveitarstjórnarmál Dalabyggð Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að koma nokkrum manni sem fylgist með umræðu um stjórnmál að meirahlutasamstarfi því sem komið var á árið 2022 var komið í ákveðið öngstræti þegar upp úr slitnaði sl. föstudag. Með þessum skrifum mínum vil ég minna kjörna fulltrúa í Reykjavík á þá staðreynd í fullri vinsemd að þeir eru kosnir til að þjóna hag íbúa höfuðborgarinnar en ekki til að berjast um eigið egó og hver getur unnið með hverjum. Undirritaður hefur verið viðriðin sveitarstjórnarmál í Dalabyggð frá vorinu 2014, fyrst sem varamaður og aðalmaður síðan 2018. Í okkar sveitarfélagi var síðasta starfandi formlegur meirihluti á kjörtímabilinu 2006-2010 – frá þeim tíma hefur ekki verið myndaður meirihluti heldur hefur verið unnið með hag íbúanna í fyrirrúmi. Vissulega hafa komið upp deilumál en þau eru þá rædd og leidd til lykta. Í sveitarstjórnarlögum segir: „Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.“ Með öðrum orðum það má enginn kjörinn fulltrúi taka sig svo hátíðlega að hann sé yfir aðra hafinn og hvað þá að flokkspólitískir hagsmunir eigi að stjórna öllu frá A til Ö líkt og raunin virðist vera í höfuðborginni okkar nú. Reykjavík er nefnilega líka höfuðborgin okkar og þangað þurfum við sem búum á landsbyggðinni að sækja ýmsa þjónustu. Þetta eiga kjörnir fulltrúar í Reykjavík að hafa í huga t.d. varðandi nýlegar fréttir um lokun flugbrautar og áhrif þess á sjúkraflug. Hver ber ábyrgðina ef slys verður núna og það er ekki möguleiki að veita bjargir með sjúkraflugi vegna egós einstakra kjörinna sveitarstjórnamanna í Reykjavík og flokkpólitískra „hagsmuna“ flokkanna þeirra. Eigum við sem búum á landsbyggðinni að sætta okkur við að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar vegna þess að kjörnir fulltrúar í Reykjavík setja eigin hagsmuni framar almannahagsmunum og þeim skyldum sem Reykjavík þarf að sinna sem höfuðborg landsins? Ég held að það sé þörf á því að skipta um kúrs í Reykjavík og þar mættu kjörnir fulltrúar jafnvel horfa til íbúakannanna landshlutasamtaka sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Í þeim könnunum voru Dalirnir oft að koma illa út og sumt snerist um atriði á vegum sveitarfélags og annað var á ábyrgð annarra aðila. Árið 2022 var má segja skipt um kúrs í sveitarstjórn Dalabyggðar og farið að vinna m.a. með niðurstöður þessara könnunar og í nýjustu íbúakönnum landshlutasamtakanna hefur Dalabyggð sótt mest á er varðar ánægju íbúa frá síðustu könnun. Ég minni á – hér er hvorki meirihluti eða minnihluti í sveitarstjórn heldur samheldinni hópur kjörinna fulltrúa og starfsmanna sem vinnur að hagsmunum samfélagins sem ein heild. Ég vil því skora á kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja eigið egó til hliðar allavega um stund og starfa sem ein heild næstu 14 mánuði – þetta snýst ekki um hver er borgarstjóri, kannski væri ráð að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri, óháð pólitík, hver er formaður skiplagsráðs o.þ.h. Starf í sveitastjórn snýst um að sinna starfi sínum af alúð og samviskusemi með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi og í tilviki Reykjavíkur að þjóna skyldum sínum gagnavart öðrum íbúum landsins sem höfuðborg – höfuðborg Íslands alls. Höfundur á sæti í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar