Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 07:01 Tímamótafundur um Reykjavíkurflugvöll var haldinn þann 6. febrúar s.l. á vegum Flugmálafélags Íslands. Í seinni tíð hafa ekki komið jafn skýr skilaboð ráðamanna, bæði borgarstjóra Reykjavíkur og ráðherra flugmála í landinu um að nú skúli snúa vörn í sókn og hverfa frá ríkjandi stefnu Reykjavíkurborgar síðustu ár og jafnvel áratugi í þá veru að þrengja að allri starfsemi á flugvellinum. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga eins og bæði ráðherra og borgarstjóri tóku undir á fundinum. Völlurinn gegnir stóru hlutverki í heilbrigðiskerfi allra landsmanna í að tryggja aðgengi að eina hátæknisjúkrahúsi landsins í miðborg Reykjavíkur. Völlurinn er miðstöð innanlandsflugs, hann er mikilvægur varaflugvöllur og hlekkur í almannavarnakerfi landsins. Það er algjört hneyksli hvernig höfuðborg landsins hefur hundsað og beinlínis ekki svarað erindum sem varða nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og tækjabúnaði á vellinum svo árum skiptir. Flugrekstur er gríðarlega stór atvinnugrein á Íslandi og við erum flugþjóð. Það er ekki sjálfgefið og til að svo verði áfram þarf viðhorfsbreytingu til þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Við eigum að sameinast um að hlúa enn betur að fluginu og ekki síst grasrót þess sem meðal annars þrífst á Reykjavíkurflugvelli. Stórhuga forystumenn á fyrri hluta síðustu aldar unnu þrekvirki í að efla flugið og starfsemi þess landsmönnum öllum til heilla. Nú þarf pólitíkin og flugsamfélagið allt að nýta þann meðbyr sem fundurinn 6. febrúar markaði. Það þarf að laga og uppfæra tækjabúnað og umhverfi vallarins þannig að flugvöllurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu með sóma. Grisja þarf og endurskipuleggja skóginn í Öskjhlíðinni til framtíðar, setja upp ný aðflugshallaljós sem bæta öryggi, koma upp fjarturni á vallarsvæðinu með viðeigandi tækjabúnaði fyrir flugumferðarstjórn og byggja nýja flugstöð sem þjónað getur farþegaumferð um völlinn með sóma, svo nokkuð sé nefnt. Fluggarðar og framtíðin Stefna eða stefnuleysi borgarinnar að flestu sem viðkemur flugvellinum á liðnum árum hefur um margt ýtt undir neikvætt viðhorf til starfseminnar sem þar er. Fluggarðar eru dæmi um slíkt en þar er stórt svæði með fjölda flugskýla, flugskóla, viðhaldsverkstæði og margt fleira. Þetta svæði hefur mátt muna fífil sinn fegurri og ástæðan er fyrst og fremst óvissa og yfirvofandi stefna um að allt þetta svæði skuli víkja fyrir einhverju öðru mikilvægara. Við þekkjum hvaða litum borgaryfirvöld hafa viljað mála þær skipulagslegu glansmyndir sem á borð eru bornar á tillidögum. Brosandi fólk á reiðhjólum á sólríkum degi með glæsilegar byggingar í bakgrunni í stað gamalla flugskýla. Breytum þessu og höfum flugið og allt sem því tengist með á nýju myndinni. Reynum að vinna þetta í sátt við þá starfsemi sem fyrir er og skiptir miklu máli. Framtíðarsýnin með þekkingarþorp í Vatnsmýrinni á að geta innifalið flugið sem er ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Reykjavíkurborg, stjórnvöld og við öll ættum að sjá hag okkar í því að byggja upp öfluga atvinnu- og fræðastarfsemi tengda fluginu á þessum stað, í samstarfi við menntastofnanir. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrir alla. Snúum vörn í sókn á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er flugstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tímamótafundur um Reykjavíkurflugvöll var haldinn þann 6. febrúar s.l. á vegum Flugmálafélags Íslands. Í seinni tíð hafa ekki komið jafn skýr skilaboð ráðamanna, bæði borgarstjóra Reykjavíkur og ráðherra flugmála í landinu um að nú skúli snúa vörn í sókn og hverfa frá ríkjandi stefnu Reykjavíkurborgar síðustu ár og jafnvel áratugi í þá veru að þrengja að allri starfsemi á flugvellinum. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga eins og bæði ráðherra og borgarstjóri tóku undir á fundinum. Völlurinn gegnir stóru hlutverki í heilbrigðiskerfi allra landsmanna í að tryggja aðgengi að eina hátæknisjúkrahúsi landsins í miðborg Reykjavíkur. Völlurinn er miðstöð innanlandsflugs, hann er mikilvægur varaflugvöllur og hlekkur í almannavarnakerfi landsins. Það er algjört hneyksli hvernig höfuðborg landsins hefur hundsað og beinlínis ekki svarað erindum sem varða nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og tækjabúnaði á vellinum svo árum skiptir. Flugrekstur er gríðarlega stór atvinnugrein á Íslandi og við erum flugþjóð. Það er ekki sjálfgefið og til að svo verði áfram þarf viðhorfsbreytingu til þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Við eigum að sameinast um að hlúa enn betur að fluginu og ekki síst grasrót þess sem meðal annars þrífst á Reykjavíkurflugvelli. Stórhuga forystumenn á fyrri hluta síðustu aldar unnu þrekvirki í að efla flugið og starfsemi þess landsmönnum öllum til heilla. Nú þarf pólitíkin og flugsamfélagið allt að nýta þann meðbyr sem fundurinn 6. febrúar markaði. Það þarf að laga og uppfæra tækjabúnað og umhverfi vallarins þannig að flugvöllurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu með sóma. Grisja þarf og endurskipuleggja skóginn í Öskjhlíðinni til framtíðar, setja upp ný aðflugshallaljós sem bæta öryggi, koma upp fjarturni á vallarsvæðinu með viðeigandi tækjabúnaði fyrir flugumferðarstjórn og byggja nýja flugstöð sem þjónað getur farþegaumferð um völlinn með sóma, svo nokkuð sé nefnt. Fluggarðar og framtíðin Stefna eða stefnuleysi borgarinnar að flestu sem viðkemur flugvellinum á liðnum árum hefur um margt ýtt undir neikvætt viðhorf til starfseminnar sem þar er. Fluggarðar eru dæmi um slíkt en þar er stórt svæði með fjölda flugskýla, flugskóla, viðhaldsverkstæði og margt fleira. Þetta svæði hefur mátt muna fífil sinn fegurri og ástæðan er fyrst og fremst óvissa og yfirvofandi stefna um að allt þetta svæði skuli víkja fyrir einhverju öðru mikilvægara. Við þekkjum hvaða litum borgaryfirvöld hafa viljað mála þær skipulagslegu glansmyndir sem á borð eru bornar á tillidögum. Brosandi fólk á reiðhjólum á sólríkum degi með glæsilegar byggingar í bakgrunni í stað gamalla flugskýla. Breytum þessu og höfum flugið og allt sem því tengist með á nýju myndinni. Reynum að vinna þetta í sátt við þá starfsemi sem fyrir er og skiptir miklu máli. Framtíðarsýnin með þekkingarþorp í Vatnsmýrinni á að geta innifalið flugið sem er ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Reykjavíkurborg, stjórnvöld og við öll ættum að sjá hag okkar í því að byggja upp öfluga atvinnu- og fræðastarfsemi tengda fluginu á þessum stað, í samstarfi við menntastofnanir. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrir alla. Snúum vörn í sókn á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er flugstjóri
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar