Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 17:01 Undanfarið hefur mikil umræða skapast um öryggi sjúkraflugs á Íslandi í ljósi ákvörðunar um að loka austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði heldur mál sem snertir líf og heilsu fólks um allt land. Hvernig getur það talist ásættanlegt að mannslíf séu sett í hættu vegna trjágróðurs? Þegar fjölskylda mín þurfti á sjúkraflugi að halda, skipti hver sekúnda máli. Enginn á að þurfa að velta því fyrir sér hvort tafir valdi óbætanlegu tjóni – hvort næsti ástvinur lifi það af eða ekki. Það er óásættanlegt að líf fólks úti á landi sé látið mæta afgangi þegar hægt er að bregðast við með einföldum hætti. Við sem búum á landsbyggðinni höfum sætt okkur við margar áskoranir, en það að heilbrigðisöryggi okkar sé sett til hliðar vegna trjáa er ekki eitt af þeim atriðum sem við munum þegja yfir. Ef trén í Öskjuhlíð standa í vegi fyrir lífi okkar, þá þurfa þau að víkja. Hér er ekki um neina tilfinningalega afstöðu til gróðurs að ræða – þetta snýst um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, hvar sem fólk býr á landinu. Við getum ekki sætt okkur við að líf okkar, barna okkar, foreldra okkar og maka sé sett í hættu vegna tregðu stjórnvalda til að taka ákvörðun sem ætti að vera sjálfsögð. Líf og heilsu fólks eru ekki samningsatriði. Ábyrgðin er skýr – Reykjavíkurborg, Samgöngustofa og Isavia þurfa að bregðast við núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjúkraflug stendur frammi fyrir hindrunum vegna skorts á skýrum ákvörðunum. Sagan hefur sýnt okkur hvað tafir á slíkum málum geta haft í för með sér, og það er ekki ásættanlegt að bíða eftir hörmulegum afleiðingum til að sjá af hverju viðbrögð skipta máli. Takmarkanir eiga að taka gildi eftir tvo daga. Reykjavíkurborg var í vor gert að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Ekki hefur náðst samkomulag um hve mörg tré þurfi að fella og því hefur málið tafist. Fram kemur í erindi Samgöngustofu til Isavia að takmarkanir nái einnig til sjúkraflugs. Hvert er verðmæti mannslífa? Getur einhver horft í augun á fjölskyldu sem hefur misst ástvin og sagt að trén hafi verið mikilvægari? Getur einhver tekið þá ábyrgð? Þau sem hafa svarað fyrri póstinum mínum eru sammála – við krefjumst lausnar. Nú er svo komið að flugbrautinni verður lokað eftir tvo/einn dag. Þetta má ekki gerast. Við biðjum ekki lengur – við krefjumst tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi sjúkraflugs og rétt landsbyggðarfólks til öruggrar heilbrigðisþjónustu. Greinahöfundur er búsett á landsbyggðinni og hefur þurft á eigin skinni oftar en einu sinni að nýta sjúkraflug um þessa flugbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Sif Huld Albertsdóttir Sjúkraflutningar Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikil umræða skapast um öryggi sjúkraflugs á Íslandi í ljósi ákvörðunar um að loka austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði heldur mál sem snertir líf og heilsu fólks um allt land. Hvernig getur það talist ásættanlegt að mannslíf séu sett í hættu vegna trjágróðurs? Þegar fjölskylda mín þurfti á sjúkraflugi að halda, skipti hver sekúnda máli. Enginn á að þurfa að velta því fyrir sér hvort tafir valdi óbætanlegu tjóni – hvort næsti ástvinur lifi það af eða ekki. Það er óásættanlegt að líf fólks úti á landi sé látið mæta afgangi þegar hægt er að bregðast við með einföldum hætti. Við sem búum á landsbyggðinni höfum sætt okkur við margar áskoranir, en það að heilbrigðisöryggi okkar sé sett til hliðar vegna trjáa er ekki eitt af þeim atriðum sem við munum þegja yfir. Ef trén í Öskjuhlíð standa í vegi fyrir lífi okkar, þá þurfa þau að víkja. Hér er ekki um neina tilfinningalega afstöðu til gróðurs að ræða – þetta snýst um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, hvar sem fólk býr á landinu. Við getum ekki sætt okkur við að líf okkar, barna okkar, foreldra okkar og maka sé sett í hættu vegna tregðu stjórnvalda til að taka ákvörðun sem ætti að vera sjálfsögð. Líf og heilsu fólks eru ekki samningsatriði. Ábyrgðin er skýr – Reykjavíkurborg, Samgöngustofa og Isavia þurfa að bregðast við núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjúkraflug stendur frammi fyrir hindrunum vegna skorts á skýrum ákvörðunum. Sagan hefur sýnt okkur hvað tafir á slíkum málum geta haft í för með sér, og það er ekki ásættanlegt að bíða eftir hörmulegum afleiðingum til að sjá af hverju viðbrögð skipta máli. Takmarkanir eiga að taka gildi eftir tvo daga. Reykjavíkurborg var í vor gert að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Ekki hefur náðst samkomulag um hve mörg tré þurfi að fella og því hefur málið tafist. Fram kemur í erindi Samgöngustofu til Isavia að takmarkanir nái einnig til sjúkraflugs. Hvert er verðmæti mannslífa? Getur einhver horft í augun á fjölskyldu sem hefur misst ástvin og sagt að trén hafi verið mikilvægari? Getur einhver tekið þá ábyrgð? Þau sem hafa svarað fyrri póstinum mínum eru sammála – við krefjumst lausnar. Nú er svo komið að flugbrautinni verður lokað eftir tvo/einn dag. Þetta má ekki gerast. Við biðjum ekki lengur – við krefjumst tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi sjúkraflugs og rétt landsbyggðarfólks til öruggrar heilbrigðisþjónustu. Greinahöfundur er búsett á landsbyggðinni og hefur þurft á eigin skinni oftar en einu sinni að nýta sjúkraflug um þessa flugbraut.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun