Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 07:01 Mikilvægi opinberrar umræðu er óumdeilt – hún veitir valdhöfum aðhald og er ein af grunnstoðum lýðræðisins. En þegar staðreyndum er hagrætt og rangfærslur nýttar í pólitískum tilgangi, veikjast þessar stoðir. Undanfarið hafa ýmis hagsmunasamtök sett fram villandi upplýsingar tengdar starfskjörum opinberra starfsmanna og fjölgun starfa í opinberri þjónustu. Staðreyndum er hagrætt eða þær settar fram í skökkum samanburði, að því er virðist til að ýta undir tortryggni og grafa undan trausti á opinberri þjónustu og fólkinu sem sinnir henni. Sama tilgangi þjónar ákall um að hlutverk hins opinbera verði takmarkað, stofnanir sameinaðar og verkefnum útvistað. Ráðningarvernd þeirra sem sinna opinberri þjónustu hefur verið útmáluð sem sérlega hvimleið og kostnaðarasöm hindrun og lagt til að hún verði aflögð. Góð og gild rök fyrir ráðningarvernd Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir samfélagslega mikilvægum verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar, hlutleysis og stöðugleika. Það hefur skýrar skyldur gagnvart almenningi og ber ábyrgð á því að ákvarðanir séu teknar á grundvelli laga og almannahagsmuna. Ráðningarverndin er ekki forréttindi heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að stjórnsýslan og opinberar stofnanir starfi af fagmennsku og óhlutdrægni. Ráðningarverndin kemur í veg fyrir að ráðningar og uppsagnir byggist á geðþótta eða pólitískum hagsmunum og er því lýðræðisvörn sem ætlað er að tryggja fagmennsku og óhlutdrægni. Afleiðing þess að leggja hana niður væri skert traust almennings á opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í Bandaríkjunum virðist nú stefnt að fjöldauppsögnum milljóna opinberra starfsmanna til að ryðja brautina fyrir þóknanlegt fólk. Varla viljum við sjá sambærilega þróun hér. Ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna veita vörn gegn pólitískum afskiptum, sem tryggja að fólk í opinberri þjónustu starfi óháð duttlungum valdhafa. Opinber þjónusta snýst um almannaheill, hún er fyrir okkur öll – ekki fyrir stjórnmálaflokka eða sérhagsmuni. Fólkinu sem sinnir henni er ætlað að að tryggja velferð, öryggi og virkni hins opinbera kerfis með fagmennsku og óhlutdrægni að leiðarljósi. Málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar uppsögn Það segir sína sögu að gagnrýnendur ráðningarverndar skuli kalla hana uppsagnarvernd. Vissulega eru ákvæði laga um uppsagnir opinbers starfsfólks þess eðlis að þau krefjast þess að málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar breytingum á starfsmannahópnum. Hafa ber í huga að þegar opinber stofnun bregst við rekstrarlegum aðstæðum, breytir skipulagi og segir upp starfsfólki, þá gildir engin ráðningarvernd önnur en að meta þarf starfsfólk, þekkingu þess og færni, og það hæfasta skal halda starfinu. Sú ráðningarvernd sem gildir þegar uppsögn varðar starfsmanninn sjálfan felur í sér að starfsmanni skuli gefinn kostur á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Verum á varðbergi gagnvart rangfærslum og sýnum opinberu starfsfólki virðingu Umræða sem byggir á rangfærslum og skekktum samanburði er ekki aðeins hvimleið – hún er hættuleg. Þegar staðreyndir víkja fyrir pólitískum útúrsnúningum veikjast stofnanir samfélagsins, traust almennings minnkar – og þar með lýðræðið sjálft. Umræða um opinbert starfsfólk er mikilvæg og á fullkomlega rétt á sér – en hún verður að byggjast á staðreyndum, ekki skekktri tölfræði og pólitískum útúrsnúningum. Gerum kröfu um heiðarlega umræðu og virðum þá sem starfa í þágu almannahagsmuna. Það er forsenda trausts á þeim mikilvægu kerfum sem velferðarsamfélag byggir á. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi opinberrar umræðu er óumdeilt – hún veitir valdhöfum aðhald og er ein af grunnstoðum lýðræðisins. En þegar staðreyndum er hagrætt og rangfærslur nýttar í pólitískum tilgangi, veikjast þessar stoðir. Undanfarið hafa ýmis hagsmunasamtök sett fram villandi upplýsingar tengdar starfskjörum opinberra starfsmanna og fjölgun starfa í opinberri þjónustu. Staðreyndum er hagrætt eða þær settar fram í skökkum samanburði, að því er virðist til að ýta undir tortryggni og grafa undan trausti á opinberri þjónustu og fólkinu sem sinnir henni. Sama tilgangi þjónar ákall um að hlutverk hins opinbera verði takmarkað, stofnanir sameinaðar og verkefnum útvistað. Ráðningarvernd þeirra sem sinna opinberri þjónustu hefur verið útmáluð sem sérlega hvimleið og kostnaðarasöm hindrun og lagt til að hún verði aflögð. Góð og gild rök fyrir ráðningarvernd Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir samfélagslega mikilvægum verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar, hlutleysis og stöðugleika. Það hefur skýrar skyldur gagnvart almenningi og ber ábyrgð á því að ákvarðanir séu teknar á grundvelli laga og almannahagsmuna. Ráðningarverndin er ekki forréttindi heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að stjórnsýslan og opinberar stofnanir starfi af fagmennsku og óhlutdrægni. Ráðningarverndin kemur í veg fyrir að ráðningar og uppsagnir byggist á geðþótta eða pólitískum hagsmunum og er því lýðræðisvörn sem ætlað er að tryggja fagmennsku og óhlutdrægni. Afleiðing þess að leggja hana niður væri skert traust almennings á opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í Bandaríkjunum virðist nú stefnt að fjöldauppsögnum milljóna opinberra starfsmanna til að ryðja brautina fyrir þóknanlegt fólk. Varla viljum við sjá sambærilega þróun hér. Ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna veita vörn gegn pólitískum afskiptum, sem tryggja að fólk í opinberri þjónustu starfi óháð duttlungum valdhafa. Opinber þjónusta snýst um almannaheill, hún er fyrir okkur öll – ekki fyrir stjórnmálaflokka eða sérhagsmuni. Fólkinu sem sinnir henni er ætlað að að tryggja velferð, öryggi og virkni hins opinbera kerfis með fagmennsku og óhlutdrægni að leiðarljósi. Málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar uppsögn Það segir sína sögu að gagnrýnendur ráðningarverndar skuli kalla hana uppsagnarvernd. Vissulega eru ákvæði laga um uppsagnir opinbers starfsfólks þess eðlis að þau krefjast þess að málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar breytingum á starfsmannahópnum. Hafa ber í huga að þegar opinber stofnun bregst við rekstrarlegum aðstæðum, breytir skipulagi og segir upp starfsfólki, þá gildir engin ráðningarvernd önnur en að meta þarf starfsfólk, þekkingu þess og færni, og það hæfasta skal halda starfinu. Sú ráðningarvernd sem gildir þegar uppsögn varðar starfsmanninn sjálfan felur í sér að starfsmanni skuli gefinn kostur á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Verum á varðbergi gagnvart rangfærslum og sýnum opinberu starfsfólki virðingu Umræða sem byggir á rangfærslum og skekktum samanburði er ekki aðeins hvimleið – hún er hættuleg. Þegar staðreyndir víkja fyrir pólitískum útúrsnúningum veikjast stofnanir samfélagsins, traust almennings minnkar – og þar með lýðræðið sjálft. Umræða um opinbert starfsfólk er mikilvæg og á fullkomlega rétt á sér – en hún verður að byggjast á staðreyndum, ekki skekktri tölfræði og pólitískum útúrsnúningum. Gerum kröfu um heiðarlega umræðu og virðum þá sem starfa í þágu almannahagsmuna. Það er forsenda trausts á þeim mikilvægu kerfum sem velferðarsamfélag byggir á. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar