Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar 1. febrúar 2025 19:00 Það var mjög svo fróðlegt að lesa grein formanns blaðamannafélagsins á Vísi nú síðdegis þann 31 janúar. Það fór ekki á milli mála að hún er nýbúin að glerja að nýju glerhúsið. Það hvarflar ekki að henni að blaðamenn séu nokkuð annað en tandurhreinir guðsenglar. En er það svo? Fyrir ekki svo löngu síðan boðaði blaðamannafélagið sem hún stýrir til pressukvölds til þess að ræða um mál þar sem sex blaðamenn voru með stöðu sakbornings í. Ekki eina sekúndu hvarflaði að formanninum að þiggja boð brotaþola um að mæta og segja sína hlið. Hvernig sá hún eiginlega fyrir sér umræðu um sakamál með eingöngu sakborninga við borðið? Sá hún fyrir sér að þar yrðu “sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt” lagðar á pallborð almennings? Hver var að veita blaðamönnum aðhald? En hvað ef við tökum dæmi úr grein formanns Blaðamannafélagsins og skoðum út frá vinnubrögðum sumra blaðamanna? „Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra.” Nei, óvönduð vinnubrögð blaðamanna sem kollegar þeirra láta óátalin erog verður stærsta ógn við trúverðugleika stéttarinnar. Formaðurinn hefur greinilega gleymt því að ekki fyrir svo löngu síðan sagði hún sjálf að blaðamenn yrðu að þola gagnrýni. Miðað við þessi skrif hennar virðist svo ekki vera lengur. Í dag er hósti í átt að blaðamanni túlkað sem árásir á þessi viðkvæmu blóm. „Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu.” En hver afhjúpar mistök, bresti og spillingu meðal blaðamanna? „Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings.” Og á hvern getur almenningur treyst þegar blaðamenn og fjölmiðlar eru ekki traustsins verðugir? Þessi grein er um margt góð því það má snúa henni 100% upp á blaðamenn og þeirra vinnubrögð. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun fjölmiðlanefndar var traust á fjölmiðlum komið niður fyrir 30%. Kannski ættu fjölmiðlar að líta í eigin barm og spyrja hvernig standi á því að æ fleiri kjósa að sækja fréttir og upplýsingar á og koma sjálfir skoðunum sínum á framfæri beint og milliliðalaust á samfélagsmiðlum. Ekki ósvipað reyndar eins og formaður blaðamannafélagsins gerði sjálfur á sínum tíma þegar hún svaraði ásökunum um skattamál sín. Af hverju svaraði hún ekki spurningum blaðamanna þá eins og hún ætlar öllum öðrum að gera? Og það er ekki vænleg leið til þess að efla traust til fjölmiðla þegar að fjölmiðlamenn eru farnir að stofna til málferla til þess að reyna að kæla og þagga niður í aðilum sem þó þora að segja frá sakamáli sem blaðamenn eiga aðild að. Kannski er grein formannsins merki þess að traust til fjölmiðla og neysla fjölmiðla er ekki sjálfgefin. Heldur áunnin. Sé vilji til þess hjá blaðamönnum að breyta þessari þróun þurfa þeir að fara í naflaskoðun og hætta að kenna öllum öðrum um stöðuna. Skref í rétta átt væri til dæmis að hleypa öðrum að í umræðunni í stað þess að halda áfram að kalla inn í eigin bergmálshelli. Höfundur er skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Páll Steingrímsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það var mjög svo fróðlegt að lesa grein formanns blaðamannafélagsins á Vísi nú síðdegis þann 31 janúar. Það fór ekki á milli mála að hún er nýbúin að glerja að nýju glerhúsið. Það hvarflar ekki að henni að blaðamenn séu nokkuð annað en tandurhreinir guðsenglar. En er það svo? Fyrir ekki svo löngu síðan boðaði blaðamannafélagið sem hún stýrir til pressukvölds til þess að ræða um mál þar sem sex blaðamenn voru með stöðu sakbornings í. Ekki eina sekúndu hvarflaði að formanninum að þiggja boð brotaþola um að mæta og segja sína hlið. Hvernig sá hún eiginlega fyrir sér umræðu um sakamál með eingöngu sakborninga við borðið? Sá hún fyrir sér að þar yrðu “sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt” lagðar á pallborð almennings? Hver var að veita blaðamönnum aðhald? En hvað ef við tökum dæmi úr grein formanns Blaðamannafélagsins og skoðum út frá vinnubrögðum sumra blaðamanna? „Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra.” Nei, óvönduð vinnubrögð blaðamanna sem kollegar þeirra láta óátalin erog verður stærsta ógn við trúverðugleika stéttarinnar. Formaðurinn hefur greinilega gleymt því að ekki fyrir svo löngu síðan sagði hún sjálf að blaðamenn yrðu að þola gagnrýni. Miðað við þessi skrif hennar virðist svo ekki vera lengur. Í dag er hósti í átt að blaðamanni túlkað sem árásir á þessi viðkvæmu blóm. „Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu.” En hver afhjúpar mistök, bresti og spillingu meðal blaðamanna? „Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings.” Og á hvern getur almenningur treyst þegar blaðamenn og fjölmiðlar eru ekki traustsins verðugir? Þessi grein er um margt góð því það má snúa henni 100% upp á blaðamenn og þeirra vinnubrögð. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun fjölmiðlanefndar var traust á fjölmiðlum komið niður fyrir 30%. Kannski ættu fjölmiðlar að líta í eigin barm og spyrja hvernig standi á því að æ fleiri kjósa að sækja fréttir og upplýsingar á og koma sjálfir skoðunum sínum á framfæri beint og milliliðalaust á samfélagsmiðlum. Ekki ósvipað reyndar eins og formaður blaðamannafélagsins gerði sjálfur á sínum tíma þegar hún svaraði ásökunum um skattamál sín. Af hverju svaraði hún ekki spurningum blaðamanna þá eins og hún ætlar öllum öðrum að gera? Og það er ekki vænleg leið til þess að efla traust til fjölmiðla þegar að fjölmiðlamenn eru farnir að stofna til málferla til þess að reyna að kæla og þagga niður í aðilum sem þó þora að segja frá sakamáli sem blaðamenn eiga aðild að. Kannski er grein formannsins merki þess að traust til fjölmiðla og neysla fjölmiðla er ekki sjálfgefin. Heldur áunnin. Sé vilji til þess hjá blaðamönnum að breyta þessari þróun þurfa þeir að fara í naflaskoðun og hætta að kenna öllum öðrum um stöðuna. Skref í rétta átt væri til dæmis að hleypa öðrum að í umræðunni í stað þess að halda áfram að kalla inn í eigin bergmálshelli. Höfundur er skipstjóri.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun