Vaknaðu menningarþjóð! Ása Baldursdóttir skrifar 29. janúar 2025 08:33 Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamaður og skáld, er horfinn úr þessum heimi. Hann var einn maður, en jafnframt heill her – vopnaður orðum og innsæi – í baráttu fyrir menningarumfjöllun á Íslandi, þar sem lítið rými er fyrir slíka hugsjón. Hann lét ekki smæð landsins binda sig, heldur leitaði víðar fanga, ferðaðist um heiminn, sótti sér menntun og ný sjónarhorn. Hugur hans dvaldi við sögur fólks, fortíð þeirra og nútíð og hann miðlaði þeim af fágun, hispursleysi og léttleika. Hann skrifaði með hjartslætti mennskunnar, þar sem ástríða hans fyrir menningu og listum var ávallt miðpunktur. Ásgeir helgaði sig íslenskum listamönnum, verkum þeirra og draumum – hvort sem þau birtust í bókum, kvikmyndum eða myndlist – og varð málsvari þeirra með skýru og næmu skáldlegu auga. Í menningarborginni Prag byggði hann heimili sitt og rak fjölmiðilinn Menningarsmyglið, þar sem greinar hans urðu brýr milli landa, fólks og hugmynda. Í krafti fjöldans fékk hann vini, fjölskyldu og listamenn til að kaupa sér áskrift. Í glettnu augnaráði Ásgeirs bjó heill heimur. Með næmni sinni og fagmennsku skóp hann djúp og áhrifarík skrif. Hvort sem það var á kvikmyndahátíðum á borð við Skjaldborg, Karlovy Vary, Berlinale eða Cannes, mætti hann alltaf til leiks – sjálfur sinn eigin umboðsmaður í hörðu, en heiðarlegu starfi. Nú hafa vinir Ásgeirs séð ævistarfið í því ljósi að það sé brýnt að stofna minningarsjóð í hans nafni. Menntastofnanir landsins; Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst – takið þátt í að stofna sjóðinn með okkur, menningarýnissjóð í nafni Ásgeirs H. Ingólfssonar. Þetta er ákall til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra: leyfum menningarrýni að blómstra í minningu hans. Fjölmiðlanefnd og allar listamiðstöðvar Íslands við erum hér! Vaknaðu, menningarþjóð, og heiðraðu þann sem bjó til rúm fyrir þig í menningu heimsins. Höfundur er dagskrárstjóri Bíó Paradís, MA menningarmiðlun, MA blaða-og fréttamennsku, BA list-og sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Fjölmiðlar Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamaður og skáld, er horfinn úr þessum heimi. Hann var einn maður, en jafnframt heill her – vopnaður orðum og innsæi – í baráttu fyrir menningarumfjöllun á Íslandi, þar sem lítið rými er fyrir slíka hugsjón. Hann lét ekki smæð landsins binda sig, heldur leitaði víðar fanga, ferðaðist um heiminn, sótti sér menntun og ný sjónarhorn. Hugur hans dvaldi við sögur fólks, fortíð þeirra og nútíð og hann miðlaði þeim af fágun, hispursleysi og léttleika. Hann skrifaði með hjartslætti mennskunnar, þar sem ástríða hans fyrir menningu og listum var ávallt miðpunktur. Ásgeir helgaði sig íslenskum listamönnum, verkum þeirra og draumum – hvort sem þau birtust í bókum, kvikmyndum eða myndlist – og varð málsvari þeirra með skýru og næmu skáldlegu auga. Í menningarborginni Prag byggði hann heimili sitt og rak fjölmiðilinn Menningarsmyglið, þar sem greinar hans urðu brýr milli landa, fólks og hugmynda. Í krafti fjöldans fékk hann vini, fjölskyldu og listamenn til að kaupa sér áskrift. Í glettnu augnaráði Ásgeirs bjó heill heimur. Með næmni sinni og fagmennsku skóp hann djúp og áhrifarík skrif. Hvort sem það var á kvikmyndahátíðum á borð við Skjaldborg, Karlovy Vary, Berlinale eða Cannes, mætti hann alltaf til leiks – sjálfur sinn eigin umboðsmaður í hörðu, en heiðarlegu starfi. Nú hafa vinir Ásgeirs séð ævistarfið í því ljósi að það sé brýnt að stofna minningarsjóð í hans nafni. Menntastofnanir landsins; Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst – takið þátt í að stofna sjóðinn með okkur, menningarýnissjóð í nafni Ásgeirs H. Ingólfssonar. Þetta er ákall til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra: leyfum menningarrýni að blómstra í minningu hans. Fjölmiðlanefnd og allar listamiðstöðvar Íslands við erum hér! Vaknaðu, menningarþjóð, og heiðraðu þann sem bjó til rúm fyrir þig í menningu heimsins. Höfundur er dagskrárstjóri Bíó Paradís, MA menningarmiðlun, MA blaða-og fréttamennsku, BA list-og sagnfræði.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun