Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 21:58 Frá blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Ríkisstjórn Danmerkur opinberaði í dag nýja áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Smíða á ný herskip, auka eftirlit með gervihnöttum og kaupa tvo langdræga dróna en áætlað er að verkefnið muni kosta um 14,6 milljarða danskra króna. Það samsvarar um 286 milljörðum króna. Byggir þetta á samkomulagi ríkisstjórnar Danmerkur og ráðamanna í Færeyjum og Grænlandi. Þrjú ný herskip verða smíðuð, samkvæmt yfirlýsingu á vef Varnarmálaráðuneytis Danmerkur, og eiga þau að leysa fjögur eldri skip af hólmi. Nýju skipin eiga að vera betur búin til að vakta norðurslóðir og eiga að geta borið þyrlur og dróna. Tveir öflugir og langdrægir eftirlitsdrónar verða keyptir og notaðir til vöktunar og á að efla eftirlit á norðurslóðum með gervihnöttum og skynjurum á jörðu niðri. Samkomulegið mun einnig fela í sér aukna herþjálfun í Grænlandi sem á að vera ætlað að styrkja stöðu Grænlendinga varðandi það ef og þegar þeir hljóta sjálfstæði. Danska ríkisútvarpið hefur eftir varnarmálaráðherra Danmerkur að þetta sé einungis fyrsta samkomulag og von sé á öðru samkomulagi fyrir sumarið. Sendu Trump skilaboð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ítrekað talað um að Bandaríkin þurfi að „eignast“ Grænlands og hefur hann meðal annars sagt að Danir geti ekki varið eyjuna. Sjá einnig: Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Danmörk og Bandaríkin hafa lengi verið bandamenn í Atlantshafsbandalaginu og gerðu á árum áður varnarsáttmála sem gerði Bandaríkjamönnum kleift að vera með hernaðarviðveru á Grænlandi. Meðal annars í herstöðinni Thule. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Haldinn var blaðamannafundur í Kaupmannahöfn um samkomulagið en þar sagði Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, að öryggisaðstæður á norðurslóðum hefðu breyst og taka þyrfti tillit til þess, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Hún sagði ný herskip mikilvæg og að þau myndu auka öryggi Grænlendinga til muna. Í frétt DR segir að með tilkynningunni og blaðamannafundinum hafi Danir og Grænlendingar viljað senda út skilaboð til heimsins og sérstaklega Trumps að samband þar á milli sé gott. Danmörk Grænland Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Það samsvarar um 286 milljörðum króna. Byggir þetta á samkomulagi ríkisstjórnar Danmerkur og ráðamanna í Færeyjum og Grænlandi. Þrjú ný herskip verða smíðuð, samkvæmt yfirlýsingu á vef Varnarmálaráðuneytis Danmerkur, og eiga þau að leysa fjögur eldri skip af hólmi. Nýju skipin eiga að vera betur búin til að vakta norðurslóðir og eiga að geta borið þyrlur og dróna. Tveir öflugir og langdrægir eftirlitsdrónar verða keyptir og notaðir til vöktunar og á að efla eftirlit á norðurslóðum með gervihnöttum og skynjurum á jörðu niðri. Samkomulegið mun einnig fela í sér aukna herþjálfun í Grænlandi sem á að vera ætlað að styrkja stöðu Grænlendinga varðandi það ef og þegar þeir hljóta sjálfstæði. Danska ríkisútvarpið hefur eftir varnarmálaráðherra Danmerkur að þetta sé einungis fyrsta samkomulag og von sé á öðru samkomulagi fyrir sumarið. Sendu Trump skilaboð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ítrekað talað um að Bandaríkin þurfi að „eignast“ Grænlands og hefur hann meðal annars sagt að Danir geti ekki varið eyjuna. Sjá einnig: Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Danmörk og Bandaríkin hafa lengi verið bandamenn í Atlantshafsbandalaginu og gerðu á árum áður varnarsáttmála sem gerði Bandaríkjamönnum kleift að vera með hernaðarviðveru á Grænlandi. Meðal annars í herstöðinni Thule. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Haldinn var blaðamannafundur í Kaupmannahöfn um samkomulagið en þar sagði Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, að öryggisaðstæður á norðurslóðum hefðu breyst og taka þyrfti tillit til þess, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Hún sagði ný herskip mikilvæg og að þau myndu auka öryggi Grænlendinga til muna. Í frétt DR segir að með tilkynningunni og blaðamannafundinum hafi Danir og Grænlendingar viljað senda út skilaboð til heimsins og sérstaklega Trumps að samband þar á milli sé gott.
Danmörk Grænland Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“