„Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar 27. janúar 2025 19:01 „Hvar sem þú ferð, þar ertu“ er staðhæfing sem kann að hljóma næstum spaugilega í einfaldleika sínum, en geymir þó dýpri sannleika. Sama hversu mikið við reynum að breyta ytri aðstæðum okkar, þá endurspegla þær alltaf innri heim okkar—hugsanir, tilfinningar, ótta og óöryggi. Við verðum fyrst að breyta innri, andlegum veruleika okkar sem mótar síðan ytri aðstæður okkar. Sönn breyting byrjar innan frá. Með því að endurmóta hugarfar okkar, vonir og væntingar með ræktun uppbyggilegs lífsviðhorfs, umbreytum við ekki aðeins okkur sjálfum heldur bætum einnig raunverulegar aðstæður í umhverfi okkar sem er tvöfaldur sigur: Líf okkar batnar bæði að innan og utan. Kjarninn í persónuþróun og sjálfsþroska Þessi hugsun leiðir okkur að kjarnanum í persónuþróun og sjálfsþroska. Oft leitum við hamingjunnar í ytri aðstæðum; nýjum störfum, öðrum samböndum eða auknum efnislegum gæðum. En ef innri heimur okkar breytist ekki, fellur allt aftur í sama farið fyrr eða seinna. Innri þroski felur í sér að horfast í augu við eigin hugsanir og tilfinningar, taka ábyrgð á þeim og leitast við að skilja uppruna þeirra. Að verða fullorðinn felur í sér að taka fulla ábyrgð á því hver við erum, hvernig okkur líður og hvar við erum stödd á lífsgöngunni. Það er kjarni málsins. Þetta getur verið krefjandi ferli sem krefst sjálfsskoðunar og oft stuðnings frá öðrum en hefst með þeirri áhrifaríku ákvörðun að axla fulla ábyrgð á eigin lífi. Áhrif jákvæðs hugarfars Ákvörðun um að axla sjálfsábyrgð er forsendan fyrir aukinni útsjónarsemi, seiglu og sigurgleði. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á hvernig við lítum á okkur sjálf, heldur einnig hvernig við bregðumst við umheiminum. Þegar við erum í jafnvægi innra með okkur getum við tekist á við áskoranir og tækifæri daglegs lífs af meiri ró og yfirvegun. Rannsóknir í sálfræði styðja þessa nálgun. Jákvætt hugarfar hefur verið tengt bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Með því að rækta jákvæðar tilfinningar eins og þakklæti, samkennd og fyrirgefningu getum við bætt lífsgæði okkar verulega. Stundum er sagt að hatur sé eins og að drekka eitur í þeirri von að óvinur manns geispi golunni. Fyrirgefning er líknin við því. Hún hefur allt að segja fyrir þann sem fyrirgefur og hefur í sjálfu sér ekkert að gera með það sem fyrirgefið er. Þeim sem fyrirgefið er þarf ekki einu sinni að vera kunnugt um það. Fyrirgefningin er í eðli sínu fullkomlega eigingjörn athöfn, því hún sker á tengslin við fortíðina, sem getur verið þungur baggi fyrir marga, og veitir lækningu með því að færa athyglina yfir á möguleika framtíðar. Vonin endurfæðist. Betri tengsl við aðra Auk þess hefur innri breyting á borð við þessa jákvæð áhrif á sambönd okkar við aðra. Þegar við erum sátt við okkur sjálf getum við verið betri vinnufélagar, vinir, foreldrar og fjölskyldumeðlimir. Við getum hlustað af einlægni, sýnt meiri skilning og veitt styrk og stuðning, sem leiðir til dýpri tengsla. Það er mikilvægt að muna að þessi vegferð er einstaklingsbundin og tekur tíma. Aðstæður hvers og eins eru mismunandi. Þar er engin algild mælistika til að fara eftir né nokkrar skyndilausnir eða kraftaverkalyf. Vegferðin er stöðug vinna sem felur í sér að vera meðvitaður um eigið sjálf og taka meðvitaðar ákvarðanir um að vaxa og þroskast. Flestum okkar reynist þetta ærið verkefni út lífið, sem gerir það svo áhugavert, því það hefur svo augljós jákvæð og bein áhrif á velferð okkar. Að takast á við áskoranir lífsins Lífið mun alltaf færa okkur óvæntar áskoranir, en með því að standa traustum fótum á sterkum innri andlegum grunni getum við tekist á við þær með jákvæðu, skapandi og uppbyggilegu hugarfari. Þannig höfum við áhrif á okkar eigið líf og hvetjum aðra til að gera hið sama með því að vera þeim raunsönn fyrirmynd. Með því að búast við því besta frá öðrum sköpum við uppbyggilegar væntingar fyrir þá til að standa undir. Til að byrja þessa vegferð er skynsamlegt að setja sér persónuleg markmið, stunda íhugun og jafnvel skrifa niður hugsanir sínar. Eitt fyrsta verkefnið gæti verið að skrifa niður lista yfir það sem maður er þakklátur fyrir, stórt sem smátt. Smá skref geta haft mikil áhrif til lengri tíma litið. Gott skref er að skilgreina grunngildi sín eða kjörgildi og byggja markmið og stefnu á þeirri lífssýn. Það er ekki bara verkefni fyrir atvinnulífið heldur líka okkur sjálf. Þetta undirstrikar orð Kjarvals: „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja.“ Eina vissan er óvissan Í heimi sem er síbreytilegur og oft óútreiknanlegur er það innri styrkur okkar og mótuð sjálfsvitund sem veitir okkur stöðugleika. Með því að einblína á innri þróun getum við haft jákvæð áhrif á ytri heim okkar og þannig skapað betra líf fyrir okkur sjálf og aðra. Fyrst hið innra, svo hið ytra—þessi nálgun er lykillinn að langvarandi vellíðan og velgengni. Þegar við ræktum innra líf okkar af alúð og einlægni speglast það í öllu sem við gerum og þeim tengslum sem við myndum. Það er ferðalag sem er þess virði að hefja, fyrir tvöfaldan sigur í lífinu - bæði að innan og utan. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Geðheilbrigði Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
„Hvar sem þú ferð, þar ertu“ er staðhæfing sem kann að hljóma næstum spaugilega í einfaldleika sínum, en geymir þó dýpri sannleika. Sama hversu mikið við reynum að breyta ytri aðstæðum okkar, þá endurspegla þær alltaf innri heim okkar—hugsanir, tilfinningar, ótta og óöryggi. Við verðum fyrst að breyta innri, andlegum veruleika okkar sem mótar síðan ytri aðstæður okkar. Sönn breyting byrjar innan frá. Með því að endurmóta hugarfar okkar, vonir og væntingar með ræktun uppbyggilegs lífsviðhorfs, umbreytum við ekki aðeins okkur sjálfum heldur bætum einnig raunverulegar aðstæður í umhverfi okkar sem er tvöfaldur sigur: Líf okkar batnar bæði að innan og utan. Kjarninn í persónuþróun og sjálfsþroska Þessi hugsun leiðir okkur að kjarnanum í persónuþróun og sjálfsþroska. Oft leitum við hamingjunnar í ytri aðstæðum; nýjum störfum, öðrum samböndum eða auknum efnislegum gæðum. En ef innri heimur okkar breytist ekki, fellur allt aftur í sama farið fyrr eða seinna. Innri þroski felur í sér að horfast í augu við eigin hugsanir og tilfinningar, taka ábyrgð á þeim og leitast við að skilja uppruna þeirra. Að verða fullorðinn felur í sér að taka fulla ábyrgð á því hver við erum, hvernig okkur líður og hvar við erum stödd á lífsgöngunni. Það er kjarni málsins. Þetta getur verið krefjandi ferli sem krefst sjálfsskoðunar og oft stuðnings frá öðrum en hefst með þeirri áhrifaríku ákvörðun að axla fulla ábyrgð á eigin lífi. Áhrif jákvæðs hugarfars Ákvörðun um að axla sjálfsábyrgð er forsendan fyrir aukinni útsjónarsemi, seiglu og sigurgleði. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á hvernig við lítum á okkur sjálf, heldur einnig hvernig við bregðumst við umheiminum. Þegar við erum í jafnvægi innra með okkur getum við tekist á við áskoranir og tækifæri daglegs lífs af meiri ró og yfirvegun. Rannsóknir í sálfræði styðja þessa nálgun. Jákvætt hugarfar hefur verið tengt bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Með því að rækta jákvæðar tilfinningar eins og þakklæti, samkennd og fyrirgefningu getum við bætt lífsgæði okkar verulega. Stundum er sagt að hatur sé eins og að drekka eitur í þeirri von að óvinur manns geispi golunni. Fyrirgefning er líknin við því. Hún hefur allt að segja fyrir þann sem fyrirgefur og hefur í sjálfu sér ekkert að gera með það sem fyrirgefið er. Þeim sem fyrirgefið er þarf ekki einu sinni að vera kunnugt um það. Fyrirgefningin er í eðli sínu fullkomlega eigingjörn athöfn, því hún sker á tengslin við fortíðina, sem getur verið þungur baggi fyrir marga, og veitir lækningu með því að færa athyglina yfir á möguleika framtíðar. Vonin endurfæðist. Betri tengsl við aðra Auk þess hefur innri breyting á borð við þessa jákvæð áhrif á sambönd okkar við aðra. Þegar við erum sátt við okkur sjálf getum við verið betri vinnufélagar, vinir, foreldrar og fjölskyldumeðlimir. Við getum hlustað af einlægni, sýnt meiri skilning og veitt styrk og stuðning, sem leiðir til dýpri tengsla. Það er mikilvægt að muna að þessi vegferð er einstaklingsbundin og tekur tíma. Aðstæður hvers og eins eru mismunandi. Þar er engin algild mælistika til að fara eftir né nokkrar skyndilausnir eða kraftaverkalyf. Vegferðin er stöðug vinna sem felur í sér að vera meðvitaður um eigið sjálf og taka meðvitaðar ákvarðanir um að vaxa og þroskast. Flestum okkar reynist þetta ærið verkefni út lífið, sem gerir það svo áhugavert, því það hefur svo augljós jákvæð og bein áhrif á velferð okkar. Að takast á við áskoranir lífsins Lífið mun alltaf færa okkur óvæntar áskoranir, en með því að standa traustum fótum á sterkum innri andlegum grunni getum við tekist á við þær með jákvæðu, skapandi og uppbyggilegu hugarfari. Þannig höfum við áhrif á okkar eigið líf og hvetjum aðra til að gera hið sama með því að vera þeim raunsönn fyrirmynd. Með því að búast við því besta frá öðrum sköpum við uppbyggilegar væntingar fyrir þá til að standa undir. Til að byrja þessa vegferð er skynsamlegt að setja sér persónuleg markmið, stunda íhugun og jafnvel skrifa niður hugsanir sínar. Eitt fyrsta verkefnið gæti verið að skrifa niður lista yfir það sem maður er þakklátur fyrir, stórt sem smátt. Smá skref geta haft mikil áhrif til lengri tíma litið. Gott skref er að skilgreina grunngildi sín eða kjörgildi og byggja markmið og stefnu á þeirri lífssýn. Það er ekki bara verkefni fyrir atvinnulífið heldur líka okkur sjálf. Þetta undirstrikar orð Kjarvals: „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja.“ Eina vissan er óvissan Í heimi sem er síbreytilegur og oft óútreiknanlegur er það innri styrkur okkar og mótuð sjálfsvitund sem veitir okkur stöðugleika. Með því að einblína á innri þróun getum við haft jákvæð áhrif á ytri heim okkar og þannig skapað betra líf fyrir okkur sjálf og aðra. Fyrst hið innra, svo hið ytra—þessi nálgun er lykillinn að langvarandi vellíðan og velgengni. Þegar við ræktum innra líf okkar af alúð og einlægni speglast það í öllu sem við gerum og þeim tengslum sem við myndum. Það er ferðalag sem er þess virði að hefja, fyrir tvöfaldan sigur í lífinu - bæði að innan og utan. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun