Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar 23. janúar 2025 11:29 Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð. Það sem er hvað merkilegast við þetta mál er fórnarlambsleikur Landsvirkjunar, en það er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, svo orðalag þeirra sé notað, allavega að svo stöddu. Það eru margir virkjanakostir á Íslandi og það er ekkert að því að virkja, sé skynsamlega að því staðið og á staðsetningu sem á við. Það er líka frábært að fá tekjur í ríkissjóð, það eru flestir sammála um. Það vekur hins vegar furðu að Landsvirkjun velur stað þar sem stærsti laxastofn landsins á sér heimkynni, en sú dýrategund fór á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN fyrir tegundir í útrýmingarhættu. Landsvirkjun hefur frá upphafi haft vitneskju um þessa annmarka staðsetningar Hvammsvirkjunar. Það er á ábyrgð Landsvirkjunar að staðsetja virkjun á þessum viðkvæma stað og hefði Landsvirkjun verið í lófa lagið að virkja annars staðar eða jafnvel sækja um fleiri virkjunarkosti frekar en að stóla á einn reiðhest og láta svo öllum illum látum þegar áformin ganga ekki eftir af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Forstjóri ber ábyrgð á tjóni af völdum eigin ákvarðana Þá er það á ábyrgð forstjóra Landsvirkjunar, að axla ábyrgð af ákvörðun sem veldur fyrirtækinu fjártjóni vegna þess að hún er ekki í samræmi við lög. Þegar virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi á dögunum af Héraðsdómi, heyrðust slík harmakvein frá Landsvirkjun, eins og úr stungnum grís, að stjórnvöld þurftu að grípa í taumana svo Hvammsvirkjun gæti fengið leyfi til að fara framhjá núgildandi lögum. Til hvers eru lög í landinu nýt ef það verður handhægt fyrirtækjum eins og Landsvirkjun að setja neyðarlög fyrir einn og annan eftir hentisemi. Og fyrirtæki, sem er í eigu þjóðarinnar eins og þau orða það, væri nær að virða lagalegan rétt t.a.m. bænda og annarra er stóðu að málaferlum til að verja stjórnarskrárvarðar eignir sínar og náttúruna. Til hvers eru annars dómsmál ef það á bara að setja neyðarlög og „redda“ illa aðstöðnum málum? Það er einungis til þess fallið að grafa undan lögum, stjórnsýslunni og dómskerfinu. Heimsendir stofnsins í Þjórsá Viðbrögð Landsvirkjunar markast af skammtímahugsun og eru illa ígrunduð. Heimili í landinu eru ekki að verða fyrir orkuskorti vegna þess að farið sé að lögum. Það er frábært að fá aukna orku og tekjur, en þá þarf að gera það rétt til framtíðar. Forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki talað um að virkja Gullfoss, enda dytti engum það í hug lengur, þótt þær hugmyndir hafi einu sinni verið í umræðunni. En hið sama á við um Þjórsá vegna villts íslensks laxastofns í útrýmingarhættu. Forstjórinn virðist bara ekki vera búinn að ná því ennþá, þó eftir allmörg málaferli. Það er ódýr redding og til marks um skammtímahugsunina að ætlast til þess að hent sé í neyðarlög handa þeim sem máttu vita út í hvað stefndi frá upphafi. Viðkomandi fyrirtæki hefði átt að setja eggin í fleiri körfur en eina. Stjórnendur Landsvirkjunar geta sjálfum sér um kennt hvernig í pottinn er búið og ef um tjón er að ræða þá bera þeir ábyrgðina á því. Ekki íslenska þjóðin, bændur og landeigendur, sem verja sinn rétt í krafti laganna. Ef þjóðinni er orðið jafn lítið gefið um náttúruna okkar og dýrastofna og Landsvirkjun þá er illa komið fyrir okkur. Við erum ekki á vonarvöl þó virkjað sé á öðrum stað, við þurfum ekki að láta sem svo sé. Þetta er engin heimsendir fyrir okkur. Hvammsvirkjun væri hins vegar heimsendir fyrir villta laxastofninn í Þjórsá. Heimi villta laxins yrði umturnað með fyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og fjölmörg dæmi eru um þegar heimkynni villtra dýrastofna eru virkjuð. Er það siðmenntað samfélag sem setur á neyðarlög eftir að dómstólar hafa fellt leyfi úr gildi, bara vegna þess að Landsvirkjun setti öll eggin í sömu körfuna? Er það vegferð sem við viljum vera á, að það sé hægt að græja málin með neyðarlögum eftirá með því að væla nógu mikið? Eða er kannski betra að staldra við og hugsa að oft þegar hlutir ganga svona svakalega ósmurt, þá erum við einfaldlega að gelta upp í vitlaust tré og þeim er ekki ætlað að ganga eftir. Við erum ótrúleg þjóð og með mikið að kláru og efnilegu fólki, við eigum óaðfinnanlega og fallega náttúru. Við höfum allt til brunns að bera að vera fyrirmynd í nýtingu auðlinda samhliða náttúrunni en ekki á kostnað hennar. Á þjóðin ekki þá sjálfsögðu kröfu á Landsvirkjun að auðlindir séu nýttar án óþarfa kostnaðar fyrir náttúruna? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð. Það sem er hvað merkilegast við þetta mál er fórnarlambsleikur Landsvirkjunar, en það er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, svo orðalag þeirra sé notað, allavega að svo stöddu. Það eru margir virkjanakostir á Íslandi og það er ekkert að því að virkja, sé skynsamlega að því staðið og á staðsetningu sem á við. Það er líka frábært að fá tekjur í ríkissjóð, það eru flestir sammála um. Það vekur hins vegar furðu að Landsvirkjun velur stað þar sem stærsti laxastofn landsins á sér heimkynni, en sú dýrategund fór á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN fyrir tegundir í útrýmingarhættu. Landsvirkjun hefur frá upphafi haft vitneskju um þessa annmarka staðsetningar Hvammsvirkjunar. Það er á ábyrgð Landsvirkjunar að staðsetja virkjun á þessum viðkvæma stað og hefði Landsvirkjun verið í lófa lagið að virkja annars staðar eða jafnvel sækja um fleiri virkjunarkosti frekar en að stóla á einn reiðhest og láta svo öllum illum látum þegar áformin ganga ekki eftir af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Forstjóri ber ábyrgð á tjóni af völdum eigin ákvarðana Þá er það á ábyrgð forstjóra Landsvirkjunar, að axla ábyrgð af ákvörðun sem veldur fyrirtækinu fjártjóni vegna þess að hún er ekki í samræmi við lög. Þegar virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi á dögunum af Héraðsdómi, heyrðust slík harmakvein frá Landsvirkjun, eins og úr stungnum grís, að stjórnvöld þurftu að grípa í taumana svo Hvammsvirkjun gæti fengið leyfi til að fara framhjá núgildandi lögum. Til hvers eru lög í landinu nýt ef það verður handhægt fyrirtækjum eins og Landsvirkjun að setja neyðarlög fyrir einn og annan eftir hentisemi. Og fyrirtæki, sem er í eigu þjóðarinnar eins og þau orða það, væri nær að virða lagalegan rétt t.a.m. bænda og annarra er stóðu að málaferlum til að verja stjórnarskrárvarðar eignir sínar og náttúruna. Til hvers eru annars dómsmál ef það á bara að setja neyðarlög og „redda“ illa aðstöðnum málum? Það er einungis til þess fallið að grafa undan lögum, stjórnsýslunni og dómskerfinu. Heimsendir stofnsins í Þjórsá Viðbrögð Landsvirkjunar markast af skammtímahugsun og eru illa ígrunduð. Heimili í landinu eru ekki að verða fyrir orkuskorti vegna þess að farið sé að lögum. Það er frábært að fá aukna orku og tekjur, en þá þarf að gera það rétt til framtíðar. Forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki talað um að virkja Gullfoss, enda dytti engum það í hug lengur, þótt þær hugmyndir hafi einu sinni verið í umræðunni. En hið sama á við um Þjórsá vegna villts íslensks laxastofns í útrýmingarhættu. Forstjórinn virðist bara ekki vera búinn að ná því ennþá, þó eftir allmörg málaferli. Það er ódýr redding og til marks um skammtímahugsunina að ætlast til þess að hent sé í neyðarlög handa þeim sem máttu vita út í hvað stefndi frá upphafi. Viðkomandi fyrirtæki hefði átt að setja eggin í fleiri körfur en eina. Stjórnendur Landsvirkjunar geta sjálfum sér um kennt hvernig í pottinn er búið og ef um tjón er að ræða þá bera þeir ábyrgðina á því. Ekki íslenska þjóðin, bændur og landeigendur, sem verja sinn rétt í krafti laganna. Ef þjóðinni er orðið jafn lítið gefið um náttúruna okkar og dýrastofna og Landsvirkjun þá er illa komið fyrir okkur. Við erum ekki á vonarvöl þó virkjað sé á öðrum stað, við þurfum ekki að láta sem svo sé. Þetta er engin heimsendir fyrir okkur. Hvammsvirkjun væri hins vegar heimsendir fyrir villta laxastofninn í Þjórsá. Heimi villta laxins yrði umturnað með fyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og fjölmörg dæmi eru um þegar heimkynni villtra dýrastofna eru virkjuð. Er það siðmenntað samfélag sem setur á neyðarlög eftir að dómstólar hafa fellt leyfi úr gildi, bara vegna þess að Landsvirkjun setti öll eggin í sömu körfuna? Er það vegferð sem við viljum vera á, að það sé hægt að græja málin með neyðarlögum eftirá með því að væla nógu mikið? Eða er kannski betra að staldra við og hugsa að oft þegar hlutir ganga svona svakalega ósmurt, þá erum við einfaldlega að gelta upp í vitlaust tré og þeim er ekki ætlað að ganga eftir. Við erum ótrúleg þjóð og með mikið að kláru og efnilegu fólki, við eigum óaðfinnanlega og fallega náttúru. Við höfum allt til brunns að bera að vera fyrirmynd í nýtingu auðlinda samhliða náttúrunni en ekki á kostnað hennar. Á þjóðin ekki þá sjálfsögðu kröfu á Landsvirkjun að auðlindir séu nýttar án óþarfa kostnaðar fyrir náttúruna? Höfundur er lögfræðingur.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun