Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. janúar 2025 07:03 Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. Einhverjir sjá e.t.v. fyrir sér heilbrigðar samverustundir fjölskyldunnar, en í alltof mörgum tilfellum eru þetta alltof æstir ættingjar að hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum. Ekki misskilja mig, ég missi helst ekki af þessum viðburðum. En það er auðvitað hvorki mönnum né börnum bjóðandi að hefja hvers kyns leika um allt land kl. 8 um helgar. Ég hef því rætt það opinskátt að tímasetning íþróttamóta ætti að vera kosningamál! Ég er handviss um mikinn þverpólitískan stuðning við slíkt mál. Það var athyglisvert fyrir fólk með jarðtengingu og heilbrigða skynsemi að fylgjast með kosningabaráttu Flokks fólksins, flokksins hennar Ingu Sæland. Helsta kosningaloforð flokksins var að skattleysismörk yrðu hækkuð í 450.000 kr. á mánuði. Þá yrði öryrkjum og eldri borgurum tryggðar 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust. Þessi loforð hafa dunið á kjósendum og forsvarsmenn flokksins hafa lagt mesta áherslu á þessi mál. Á heimasíðu flokksins eru þetta efstu tvö málin yfir svokölluð forgangsmál Flokks fólksins. Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt. Mögulega mun þess gæta strax í næstu sveitarstjórnarkosningum. Ég skynja ríkan vilja fjölmargra foreldra til þess að koma í veg fyrir kappleiki og sýningar barna á ókristilegum tímum um helgar. Bann við slíku með lögum er þó langsótt. Loforð um slíkt myndi þó eflaust vekja mikla athygli og trekkja að. Ég er ekki viss um að frambjóðendur Flokks fólksins séu mjög bundnir við þessa iðju um helgar. Annars hefði þeim e.t.v. komið þetta til hugar því ekki vefst það fyrir þeim að þurfa ekki að efna gefin loforð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Íþróttir barna Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Skoðun Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps Viðar Elíasson skrifar Skoðun Þjórsá - hvað er að gerast? Oddur Guðni Bjarnason skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er Þjóðminjasafn Íslands? Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Viljum við deyja út? Friðrik Snær Björnsson skrifar Skoðun Sterk stjórn – klofin andstaða Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn eitt dæmið um viðurstyggilega meðferð okkar Íslendinga á dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. Einhverjir sjá e.t.v. fyrir sér heilbrigðar samverustundir fjölskyldunnar, en í alltof mörgum tilfellum eru þetta alltof æstir ættingjar að hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum. Ekki misskilja mig, ég missi helst ekki af þessum viðburðum. En það er auðvitað hvorki mönnum né börnum bjóðandi að hefja hvers kyns leika um allt land kl. 8 um helgar. Ég hef því rætt það opinskátt að tímasetning íþróttamóta ætti að vera kosningamál! Ég er handviss um mikinn þverpólitískan stuðning við slíkt mál. Það var athyglisvert fyrir fólk með jarðtengingu og heilbrigða skynsemi að fylgjast með kosningabaráttu Flokks fólksins, flokksins hennar Ingu Sæland. Helsta kosningaloforð flokksins var að skattleysismörk yrðu hækkuð í 450.000 kr. á mánuði. Þá yrði öryrkjum og eldri borgurum tryggðar 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust. Þessi loforð hafa dunið á kjósendum og forsvarsmenn flokksins hafa lagt mesta áherslu á þessi mál. Á heimasíðu flokksins eru þetta efstu tvö málin yfir svokölluð forgangsmál Flokks fólksins. Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt. Mögulega mun þess gæta strax í næstu sveitarstjórnarkosningum. Ég skynja ríkan vilja fjölmargra foreldra til þess að koma í veg fyrir kappleiki og sýningar barna á ókristilegum tímum um helgar. Bann við slíku með lögum er þó langsótt. Loforð um slíkt myndi þó eflaust vekja mikla athygli og trekkja að. Ég er ekki viss um að frambjóðendur Flokks fólksins séu mjög bundnir við þessa iðju um helgar. Annars hefði þeim e.t.v. komið þetta til hugar því ekki vefst það fyrir þeim að þurfa ekki að efna gefin loforð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar
Skoðun Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps Viðar Elíasson skrifar
Skoðun Enn eitt dæmið um viðurstyggilega meðferð okkar Íslendinga á dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun