Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2025 20:03 Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni segir að taka þurfi baráttunni við sýklalyfjaónæmi alvarlega. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir brýnt að fjármagna nýlega aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi. Vísir Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu. Sýklalyfjaónæmi er einn helsti heilbrigðisvandi nútímans að mati Lancet, eins virtasta læknatímarits heims. Almennt hefur tíðni slíks ónæmis vaxið hér síðustu tíu ár og alvarlegum tilvikum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Tilvikum sýklalyfjaónæmis hefur fjölgað þó nokkuð hér á landi síðustu ár eins og kemur fram á þessari mynd frá Landlæknisembættinu.Vísir Á sama tíma er Íslands Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Samanburður á sýklalyfjaávísunum á Norðurlöndum þar sem Ísland er í efsta sæti samkvæmt Landlæknisembættinu.Vísir Alvarlegum sýkingum fjölgaði mikið Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni sem hélt erindi um efnið á Læknadögum sem standa yfir, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heiminum. Það veldur fjölda dauðsfalla og veldur vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið hér á landi og í heiminum öllum,“ segir hún. Um tvöfalt fleiri alvarleg tilvik fjölónæmra sýkinga komu fram í fyrra samanborið við fyrra ár. „Fyrir tíu árum greindist ekkert af svokölluðum Carbaoenemase sýkingum eða alvarlegum fjölónæmum sýkingum en svo fór þetta smám saman vaxandi. Slík tilvik um tíu á árunum 2022 og 2023 en á síðasta ári greindust 18 tilvik slíkra sýkinga,“ segir Anna Margrét. Hún segir mikilvægt að draga úr sýklalyfjaávísunum. „Það þarf að hindra að sýklalyfjaónæmi nái bólfestu hér á landi og viðhalda stöðunni eins og hún er,“ segir hún. Viðamikil aðgerðaráætlun samþykkt á síðasta ári Viðamikið aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi var staðfest af stjórnvöldum í fyrra. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og formaður áætlunarinnar og eftirfylgni hennar segir mikilvægt að hún verði að veruleika. „Það er mjög brýnt að hún verði að veruleika. Þetta er mjög viðamikil áætlun og svipuð og önnur lönd hafa gert,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fjármagna áætlunina Hann segir aðgerðaleysi í málaflokknum fela í sér áhættu og aukakostnað fyrir heilbrigðiskerfið. „Þá yrðum við í vandræðum með að meðhöndla ýmsar sýkingar. Við þurfum verði ekki brugðist við þurfa að eyða meiri fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Kostnaður við að framfylgja áætluninni næstu fimm ár er metinn um einn komma átta milljarða króna. Þórólfur segir mikilvægt að stjórnvöld fjármagni hana. „Verkefnið þarfnast um þrjú hundruð milljón króna frá hinu opinbera á ári. Það hefur nú þegar komið ákveðið fjármagn en það þarf meira til. Við bindum vonir við að núverandi ríkisstjórn setji meira fé í þetta,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Lyf Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Sýklalyfjaónæmi er einn helsti heilbrigðisvandi nútímans að mati Lancet, eins virtasta læknatímarits heims. Almennt hefur tíðni slíks ónæmis vaxið hér síðustu tíu ár og alvarlegum tilvikum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Tilvikum sýklalyfjaónæmis hefur fjölgað þó nokkuð hér á landi síðustu ár eins og kemur fram á þessari mynd frá Landlæknisembættinu.Vísir Á sama tíma er Íslands Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Samanburður á sýklalyfjaávísunum á Norðurlöndum þar sem Ísland er í efsta sæti samkvæmt Landlæknisembættinu.Vísir Alvarlegum sýkingum fjölgaði mikið Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni sem hélt erindi um efnið á Læknadögum sem standa yfir, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heiminum. Það veldur fjölda dauðsfalla og veldur vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið hér á landi og í heiminum öllum,“ segir hún. Um tvöfalt fleiri alvarleg tilvik fjölónæmra sýkinga komu fram í fyrra samanborið við fyrra ár. „Fyrir tíu árum greindist ekkert af svokölluðum Carbaoenemase sýkingum eða alvarlegum fjölónæmum sýkingum en svo fór þetta smám saman vaxandi. Slík tilvik um tíu á árunum 2022 og 2023 en á síðasta ári greindust 18 tilvik slíkra sýkinga,“ segir Anna Margrét. Hún segir mikilvægt að draga úr sýklalyfjaávísunum. „Það þarf að hindra að sýklalyfjaónæmi nái bólfestu hér á landi og viðhalda stöðunni eins og hún er,“ segir hún. Viðamikil aðgerðaráætlun samþykkt á síðasta ári Viðamikið aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi var staðfest af stjórnvöldum í fyrra. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og formaður áætlunarinnar og eftirfylgni hennar segir mikilvægt að hún verði að veruleika. „Það er mjög brýnt að hún verði að veruleika. Þetta er mjög viðamikil áætlun og svipuð og önnur lönd hafa gert,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fjármagna áætlunina Hann segir aðgerðaleysi í málaflokknum fela í sér áhættu og aukakostnað fyrir heilbrigðiskerfið. „Þá yrðum við í vandræðum með að meðhöndla ýmsar sýkingar. Við þurfum verði ekki brugðist við þurfa að eyða meiri fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Kostnaður við að framfylgja áætluninni næstu fimm ár er metinn um einn komma átta milljarða króna. Þórólfur segir mikilvægt að stjórnvöld fjármagni hana. „Verkefnið þarfnast um þrjú hundruð milljón króna frá hinu opinbera á ári. Það hefur nú þegar komið ákveðið fjármagn en það þarf meira til. Við bindum vonir við að núverandi ríkisstjórn setji meira fé í þetta,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Lyf Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira