Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 10:01 Börn að leik í snjónum sem lagðist yfir á suðvesturhorninu í lok október. Vísir/Anton Brink Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir „allar líkur vera á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi“ með tilheyrandi snjókomu næsta sólarhringinn. Veðurstofan segir útlit fyrir él á Norður- og Austurlandi í dag og snjókomu með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi á morgun. Í færslu á Facebook nú í morgun segir Einar fyrrnefndan snjókomubakka myndast yfir tiltölulega hlýjum sjónum, en undir áhrifum kuldans frá landinu. Kunnuglegir „djöflar“ í kortunum „Röð spá-tunglmynda á 3 klst. fresti frá kl. 15 í dag til miðnættis annað kvöld, sýna ágætlega hvað þarna er á ferðinni. Um er að ræða myndun skammlífrar smálægðar, þar sem skýin ná ekki svo hátt til lofts. Við þekkjum ágætlega ólíkindi svona "djöfla", og alls ekki á vísan að róa með spálíkönin,“ skrifar Einar. Séu gögnin frá í morgun túlkuð bókstaflega sé útlit fyrir logndrífa um allt Suðurland síðdegis á morgun og vestur yfir Hellisheiði. Bakinn nær síðan til Faxaflóa annað kvöld,“ skrifar Einar sem segir að þetta gæti þýtt að það falli talsverður snjór, allt að 30 sentímetra djúpum í lágsveitum Suðurlands og í Þrengslum í grennd við Selfoss og í Grímsnesi. Minni snjór gæti verið suður með sjó en á höfuðborgarsvæðinu gæti verið um að ræða tíu sentímetra annað kvöld og aðfararnótt sunnudags. Einar gerir þó þann fyrirvara að spágildin gætu öll tekið breytingum síðar í dag. Spá Veðurstofu Íslands er af svipuðu meiði en samkvæmt veðurhorfum ríkir orðan 8 til 15 metrar á sekúndu en allt að 20 metrar á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða og frost 3 til 8 stig. Dregur svo úr vindi síðdegis og styttir upp í kvöld en herðir á frosti. Þurrt en kalt á morgun „Nú með morgninum er útlit fyrir norðanátt hjá okkur, víða á bilinu 8-15 m/s, en 13-20 (allhvass eða hvass vindur) á austanverðu landinu. Það gengur á með éljum á Norður- og Austurlandi. Léttskýjað og fallegt veður sunnan heiða. Kuldinn bítur í kinnar, frost yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig í dag. Síðdegis dregur úr vindi og í kvöld styttir upp. Norðanáttin hefur fært kalt heimskautaloft yfir landið. Við aðstæður eins og í kvöld og nótt, í hægum vindi og léttskýjuðu veðri, getur neðsta lag lofthjúpsins kólnað enn frekar vegna útgeislunar. Við gerum sem sagt ráð fyrir að það herði enn á frostinu í kvöld og nótt og líklegt að það nái 20 stigum á nokkrum völdum mælistöðvum, einkum þar sem lægðir eru í landslagi og kalda loftið getur legið kyrrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Morgundagurinn heilsar væntanlega þurr og mjög kaldur. Spár gera síðan ráð fyrir að snjókomubakki komin inn á Suðausturland og Suðurland og með fylgi austlæg átt c.a. á bilinu 8-13 m/s. Dregur úr frostinu á þessum slóðum þegar bakkinn kemur á land.“ Veður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Í færslu á Facebook nú í morgun segir Einar fyrrnefndan snjókomubakka myndast yfir tiltölulega hlýjum sjónum, en undir áhrifum kuldans frá landinu. Kunnuglegir „djöflar“ í kortunum „Röð spá-tunglmynda á 3 klst. fresti frá kl. 15 í dag til miðnættis annað kvöld, sýna ágætlega hvað þarna er á ferðinni. Um er að ræða myndun skammlífrar smálægðar, þar sem skýin ná ekki svo hátt til lofts. Við þekkjum ágætlega ólíkindi svona "djöfla", og alls ekki á vísan að róa með spálíkönin,“ skrifar Einar. Séu gögnin frá í morgun túlkuð bókstaflega sé útlit fyrir logndrífa um allt Suðurland síðdegis á morgun og vestur yfir Hellisheiði. Bakinn nær síðan til Faxaflóa annað kvöld,“ skrifar Einar sem segir að þetta gæti þýtt að það falli talsverður snjór, allt að 30 sentímetra djúpum í lágsveitum Suðurlands og í Þrengslum í grennd við Selfoss og í Grímsnesi. Minni snjór gæti verið suður með sjó en á höfuðborgarsvæðinu gæti verið um að ræða tíu sentímetra annað kvöld og aðfararnótt sunnudags. Einar gerir þó þann fyrirvara að spágildin gætu öll tekið breytingum síðar í dag. Spá Veðurstofu Íslands er af svipuðu meiði en samkvæmt veðurhorfum ríkir orðan 8 til 15 metrar á sekúndu en allt að 20 metrar á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða og frost 3 til 8 stig. Dregur svo úr vindi síðdegis og styttir upp í kvöld en herðir á frosti. Þurrt en kalt á morgun „Nú með morgninum er útlit fyrir norðanátt hjá okkur, víða á bilinu 8-15 m/s, en 13-20 (allhvass eða hvass vindur) á austanverðu landinu. Það gengur á með éljum á Norður- og Austurlandi. Léttskýjað og fallegt veður sunnan heiða. Kuldinn bítur í kinnar, frost yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig í dag. Síðdegis dregur úr vindi og í kvöld styttir upp. Norðanáttin hefur fært kalt heimskautaloft yfir landið. Við aðstæður eins og í kvöld og nótt, í hægum vindi og léttskýjuðu veðri, getur neðsta lag lofthjúpsins kólnað enn frekar vegna útgeislunar. Við gerum sem sagt ráð fyrir að það herði enn á frostinu í kvöld og nótt og líklegt að það nái 20 stigum á nokkrum völdum mælistöðvum, einkum þar sem lægðir eru í landslagi og kalda loftið getur legið kyrrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Morgundagurinn heilsar væntanlega þurr og mjög kaldur. Spár gera síðan ráð fyrir að snjókomubakki komin inn á Suðausturland og Suðurland og með fylgi austlæg átt c.a. á bilinu 8-13 m/s. Dregur úr frostinu á þessum slóðum þegar bakkinn kemur á land.“
Veður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira