Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 19:00 Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari gagnrýnir viðbrögð Evu Bryndísar Helgadóttur, réttargæslumanns konunnar sem kærði Albert Guðmundsson fyrir nauðgun, við sýknudómi Landsréttar. Vilhelm/Arnar Halldórsson Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, gagnrýnir orð Evu Bryndísar Helgadóttur, réttargæslumanns konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, um að sýknudómur yfir Alberti hafi verið tæpur. Dómur í máli fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Í samtali við fréttamann sagði Eva Bryndís að dómurinn hefði komið sér á óvart og að hún hefði átt von á sakfellingu. „En það er vert að taka fram að það er sératkvæði í málinu, ekki bara eitt heldur tvö, og mismunandi röksemdir fyrir hverju. Og einn dómenda vildi sakfella. Þannig að þetta er mjög tæpt.“ Helgi Magnús, sem lét af störfum sem vararíkissaksóknari í sumar, gagnrýnir þessi orð Evu Bryndísar í opinberri athugasemd á Facebook. Undir frétt um viðbrögð Evu Bryndísar á Facebooksíðu Vísis skrifar hann eftirfarandi athugasemd. „Það er ekkert tæpt í þessum efnum. Annaðhvort er hann sekur eða saklaus, og hann var fundinn ekki sekur og þar með saklaus. Þetta er ekki fótboltaleikur.“ Helgi Magnús starfaði hjá embætti ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins og fer með yfirstjórn rannsókna sakamála hér á landi, í um fjórtán ár og því hefur athugasemdin vakið athygli, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Aðspurð hvort henni fyndist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar sagði Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ sagði hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“ Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23 Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57 „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Dómur í máli fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Í samtali við fréttamann sagði Eva Bryndís að dómurinn hefði komið sér á óvart og að hún hefði átt von á sakfellingu. „En það er vert að taka fram að það er sératkvæði í málinu, ekki bara eitt heldur tvö, og mismunandi röksemdir fyrir hverju. Og einn dómenda vildi sakfella. Þannig að þetta er mjög tæpt.“ Helgi Magnús, sem lét af störfum sem vararíkissaksóknari í sumar, gagnrýnir þessi orð Evu Bryndísar í opinberri athugasemd á Facebook. Undir frétt um viðbrögð Evu Bryndísar á Facebooksíðu Vísis skrifar hann eftirfarandi athugasemd. „Það er ekkert tæpt í þessum efnum. Annaðhvort er hann sekur eða saklaus, og hann var fundinn ekki sekur og þar með saklaus. Þetta er ekki fótboltaleikur.“ Helgi Magnús starfaði hjá embætti ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins og fer með yfirstjórn rannsókna sakamála hér á landi, í um fjórtán ár og því hefur athugasemdin vakið athygli, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Aðspurð hvort henni fyndist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar sagði Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ sagði hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“
Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23 Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57 „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23
Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57
„Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17