Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar 19. janúar 2025 16:01 Fyrir nokkrum árum komst Íslensk erfðagreining að þeirri niðurstöðu að 1,9% Íslendinga væru rangfeðraðir. Nánar tiltekið er hlutfallið 3% meðal þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 en fellur niður í 1% eftir það tímamark. Það er því töluverður fjöldi landsmanna sem hefur verið eða er rangfeðraður. Mörg komast ekki að því fyrr en á fullorðinsárum að þau séu rangfeðruð, jafnvel eftir miðjan aldur þegar foreldrar eru fallnir frá. Fæstir vita þó hvernig þeir eiga að bera sig að til að fá faðerni sitt lagfært. Að leiðrétta faðerni verður ekki gert nema með dómi og þarf þá viðkomandi að leita liðsinni lögmanns. Ef einstaklingur hefur verið rangfeðraður þarf alltaf að byrja á því að affeðra. Það verður ekki gert nema með dómi og fyrsta skrefið er að höfða svokallað vefengingarmál. Með vefengingu á faðerni eru þau lagalegu tengsl sem til staðar eru milli barnsins og þess manns sem hefur ranglega verið skráður faðir þess rofin. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess, skráður faðir eða sá maður sem telur sig vera föður þess. Sé skráður faðir eða sá sem telur sig föður barns látinn þá geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað vefengingarmál. Í vefengingarmáli úrskurðar dómari að mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á barni og skráðum föður og ræður niðurstaða rannsóknarinnar málalyktum. Þegar búið er að affeðra er hægt að huga að réttri feðrun. Séu báðir blóðforeldrar á lífi getur feðrun farið fram með einfaldri viðurkenningu, að því gefnu að báðir foreldrar vilji gangast við barninu. Sé annað blóðforeldið látið eða vilji ekki gangast við barninu þarf að höfða faðernismál fyrir dómi. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess eða sá maður sem telur sig vera réttan föður. Sé blóðfaðir látinn þarf að stefna þeim erfingjum hans sem ganga barninu jafnhliða eða næst að erfðum. Oftast eru það hálfsystkin sem stæðu þá jafnhliða að erfðum en ef þeim er ekki til að dreifa þá þarf að stefna öðrum erfingjum. Í sumum tilvikum getur það reynst vandkvæðum bundið að finna blóðföður. Það á sérstaklega við þegar barnið er orðið fullorðið og foreldrarnir fallnir frá og fáir eftir til frásagnar. Í flestum tilfellum hafa svona leyndarmál þó varðveist innan fjölskyldna með einum eða öðrum hætti. Þess er þó dæmi að einstaklingur hafi staðið uppi eftir vefengingu án nokkurra vísbendinga um hver gæti verið blóðfaðir. Til er tækni sem getur aðstoðað við að finna blóðtengsl sem geta gefið vísbendingar um þetta efni. MyHeritage er alþjóðlegt fyrirtæki sem framkvæmir rannsóknir á erfðaefni og veitir fólki aðgang að netsíðu þar sem það getur rakið uppruna sinn og fundið aðra notendur sem tengjast þeim blóðböndum. Ég þekki dæmi um einstakling sem hafði verið affeðraður með dómi en vissi ekki hver blóðfaðir sinn gæti verið. Með aðstoð MyHeritage fann viðkomandi einstakling sem var sagður tengjast honum blóðböndum og væri að öllum líkindum föðurbróðir hans. Undir rekstri faðernismáls úrskurðar dómari um að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, alveg eins og gert er í vefengingarmálum. Þegar blóðfaðir er látinn þarf alltaf að kanna hvort til séu lífsýni úr honum á lífsýnasafni meinafræðideildar Landspítalans. Nú til dags er það nær undantekningarlaust að lífsýni finnst. Hins vegar er ekki alltaf hægt að nýta lífsýnin ef þau eru orðin gömul eða hafa skemmst af einhverjum sökum. Í slíkum tilvikum er hægt að fá úrskurð um að sýni sé tekið úr erfingjum mannsins, börnum eða þeim sem næstir honum standa. Kostnaður við bæði vefengingar- og faðernismál greiðist úr ríkissjóði ef barnið sjálft höfðar málið. Það eru grundvallarréttindi að þekkja báða foreldra sína og af þeim sökum á viðkomandi ekki að þurfa að bera neinn kostnað af þessum málaferlum. Faðernis- og vefengingarmál er líka undanþegin dómsmálagjöldum eins og þingfestingargjaldi. Þá ber að hafa í huga að barnið getur verið dæmt til þess að greiða gagnaðila í dómsmáli málskostnað ef það tapar málinu, t.d. ef röngum manni hefur verið stefnt. Einnig eru dæmi þess að faðernismáli hafi verið vísað frá dómi vegna vanreifunar og var þá barnið einnig dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þótt sérreglur barnalaga gildi um réttarfar þessara mála þá gilda eftir sem áður formreglur einkamálaréttarfars og reglur laga um meðferð einkamála að öðru leyti. Því ber lögmönnum, sem taka þessi mál að sér, að vanda til verka eftir sem áður. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Fjölskyldumál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum komst Íslensk erfðagreining að þeirri niðurstöðu að 1,9% Íslendinga væru rangfeðraðir. Nánar tiltekið er hlutfallið 3% meðal þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 en fellur niður í 1% eftir það tímamark. Það er því töluverður fjöldi landsmanna sem hefur verið eða er rangfeðraður. Mörg komast ekki að því fyrr en á fullorðinsárum að þau séu rangfeðruð, jafnvel eftir miðjan aldur þegar foreldrar eru fallnir frá. Fæstir vita þó hvernig þeir eiga að bera sig að til að fá faðerni sitt lagfært. Að leiðrétta faðerni verður ekki gert nema með dómi og þarf þá viðkomandi að leita liðsinni lögmanns. Ef einstaklingur hefur verið rangfeðraður þarf alltaf að byrja á því að affeðra. Það verður ekki gert nema með dómi og fyrsta skrefið er að höfða svokallað vefengingarmál. Með vefengingu á faðerni eru þau lagalegu tengsl sem til staðar eru milli barnsins og þess manns sem hefur ranglega verið skráður faðir þess rofin. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess, skráður faðir eða sá maður sem telur sig vera föður þess. Sé skráður faðir eða sá sem telur sig föður barns látinn þá geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað vefengingarmál. Í vefengingarmáli úrskurðar dómari að mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á barni og skráðum föður og ræður niðurstaða rannsóknarinnar málalyktum. Þegar búið er að affeðra er hægt að huga að réttri feðrun. Séu báðir blóðforeldrar á lífi getur feðrun farið fram með einfaldri viðurkenningu, að því gefnu að báðir foreldrar vilji gangast við barninu. Sé annað blóðforeldið látið eða vilji ekki gangast við barninu þarf að höfða faðernismál fyrir dómi. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess eða sá maður sem telur sig vera réttan föður. Sé blóðfaðir látinn þarf að stefna þeim erfingjum hans sem ganga barninu jafnhliða eða næst að erfðum. Oftast eru það hálfsystkin sem stæðu þá jafnhliða að erfðum en ef þeim er ekki til að dreifa þá þarf að stefna öðrum erfingjum. Í sumum tilvikum getur það reynst vandkvæðum bundið að finna blóðföður. Það á sérstaklega við þegar barnið er orðið fullorðið og foreldrarnir fallnir frá og fáir eftir til frásagnar. Í flestum tilfellum hafa svona leyndarmál þó varðveist innan fjölskyldna með einum eða öðrum hætti. Þess er þó dæmi að einstaklingur hafi staðið uppi eftir vefengingu án nokkurra vísbendinga um hver gæti verið blóðfaðir. Til er tækni sem getur aðstoðað við að finna blóðtengsl sem geta gefið vísbendingar um þetta efni. MyHeritage er alþjóðlegt fyrirtæki sem framkvæmir rannsóknir á erfðaefni og veitir fólki aðgang að netsíðu þar sem það getur rakið uppruna sinn og fundið aðra notendur sem tengjast þeim blóðböndum. Ég þekki dæmi um einstakling sem hafði verið affeðraður með dómi en vissi ekki hver blóðfaðir sinn gæti verið. Með aðstoð MyHeritage fann viðkomandi einstakling sem var sagður tengjast honum blóðböndum og væri að öllum líkindum föðurbróðir hans. Undir rekstri faðernismáls úrskurðar dómari um að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, alveg eins og gert er í vefengingarmálum. Þegar blóðfaðir er látinn þarf alltaf að kanna hvort til séu lífsýni úr honum á lífsýnasafni meinafræðideildar Landspítalans. Nú til dags er það nær undantekningarlaust að lífsýni finnst. Hins vegar er ekki alltaf hægt að nýta lífsýnin ef þau eru orðin gömul eða hafa skemmst af einhverjum sökum. Í slíkum tilvikum er hægt að fá úrskurð um að sýni sé tekið úr erfingjum mannsins, börnum eða þeim sem næstir honum standa. Kostnaður við bæði vefengingar- og faðernismál greiðist úr ríkissjóði ef barnið sjálft höfðar málið. Það eru grundvallarréttindi að þekkja báða foreldra sína og af þeim sökum á viðkomandi ekki að þurfa að bera neinn kostnað af þessum málaferlum. Faðernis- og vefengingarmál er líka undanþegin dómsmálagjöldum eins og þingfestingargjaldi. Þá ber að hafa í huga að barnið getur verið dæmt til þess að greiða gagnaðila í dómsmáli málskostnað ef það tapar málinu, t.d. ef röngum manni hefur verið stefnt. Einnig eru dæmi þess að faðernismáli hafi verið vísað frá dómi vegna vanreifunar og var þá barnið einnig dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þótt sérreglur barnalaga gildi um réttarfar þessara mála þá gilda eftir sem áður formreglur einkamálaréttarfars og reglur laga um meðferð einkamála að öðru leyti. Því ber lögmönnum, sem taka þessi mál að sér, að vanda til verka eftir sem áður. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun