Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 18. janúar 2025 16:01 Það er sannarlega ástæða til að fagna löngu tímabæru samkomulagi um vopnahlé á Gaza sem nú hefur náðst og það gerum við vonandi öll. Fórnarkostnaðurinn við stríðsátökin á Gaza, sem hafa nú staðið yfir í 19 langa mánuði, er gríðarlegur. Saklausir borgarar eru fórnarlömbin og þá sérstaklega börn, konur og fólk í viðkvæmri stöðu. Gíslum verður nú sleppt og þau geta loks sameinast fjölskyldum sínum sem hafa beðið milli vonar og ótta eftir því hvort þau snúi heim lífs eða liðin. Íbúar Gaza fá nú vonandi langþráð ráðrúm og næði án þess að óttast stöðugt sprengjuregn til að grafa ættingja og vini. Nauðsynleg læknisaðstoð og mannúðaraðstoð mun líka vonandi berast án tafar inn á svæðið en það hefur verið hindrað af Ísraelsher þrátt fyrir að það hafi sárlega vantað og valdið fólki óbærilegum þjáningum. Biðin eftir vopnahléi hefur verið löng, enda hefur stríðið á Gaza verið með því allra skelfilegasta sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að eins og dómsmál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og fyrir Alþjóðlega Sakamáladómstólnum sýna okkur. Það er mikilvægt fyrir alþjóðalög og alþjóðlega sáttmála að þau dómsmál verði leitt til lykta og viðeigandi aðilar axli ábyrgð á glæpum sínum. Stríðið á Gaza er ein umfangsmesta mannúðarkrísa samtímans að mati Sameinuðu þjóðanna sem telja að 1,9 milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín og talið er að um 47 þúsund manns, þar af rúmlega 17 þúsund börn hafi verið drepin í stríðinu. Að ótöldum þeim tugþúsundum sem hafa særst, örkumlast eða týnst. Vopnahléið núna verður að vera fyrsta skref að raunverulegum og varanlegum friði. Uppbyggingin verður að hefjast strax og ríki heims verða að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að veita íbúum á Gaza allan þann stuðning sem þarf til að byggja upp gjöreyðilagt samfélag. Heimili, skólar, heilbrigðisstofnanir, vegir og aðrir innviðir verði byggðir upp eftir algjöra eyðileggingu. Þessi uppbygging mun taka langan tíma sem alþjóðasamfélagið verður að axla ábyrgð á. Íslensk yfirvöld þurfa að leggja myndarlega af mörkum í þátttöku sinni í aðstoð og uppbyggingu. Nú sem fyrr. En mest um vert er að Ísland eins og önnur ríki heims leggi sig fram um að svona stríð endurtaki sig ekki og vinni einarðlega að því að varanlegum friði verði komið á milli Ísraels og Palestínu. Það er mikilvægara en nokkru sinni að tveggja ríkja lausnin verði fastákveðin. Að aðskilnaðarstefnunni gagnvart Palestínubúum verði hætt. Að ólöglegri yfirtöku á hernumdu svæðunum verði stöðvuð og ofbeldi gagnvart íbúum Vesturbakkans linni án tafar. Allt til að tryggja sjálfstæði Palestínu og varanlegan frið á svæðinu. Stríðshrjáðum íbúum og framtíðarkynslóðum Palestínu til heilla en líka fyrir öryggi íbúa Ísraelsríkis og á svæðinu öllu. Friður er grundvöllur farsællar framtíðar fyrir íbúa þessara svæða eins og okkur öll sem byggjum þessa jörð. Höfundar eru formaður og varaformaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er sannarlega ástæða til að fagna löngu tímabæru samkomulagi um vopnahlé á Gaza sem nú hefur náðst og það gerum við vonandi öll. Fórnarkostnaðurinn við stríðsátökin á Gaza, sem hafa nú staðið yfir í 19 langa mánuði, er gríðarlegur. Saklausir borgarar eru fórnarlömbin og þá sérstaklega börn, konur og fólk í viðkvæmri stöðu. Gíslum verður nú sleppt og þau geta loks sameinast fjölskyldum sínum sem hafa beðið milli vonar og ótta eftir því hvort þau snúi heim lífs eða liðin. Íbúar Gaza fá nú vonandi langþráð ráðrúm og næði án þess að óttast stöðugt sprengjuregn til að grafa ættingja og vini. Nauðsynleg læknisaðstoð og mannúðaraðstoð mun líka vonandi berast án tafar inn á svæðið en það hefur verið hindrað af Ísraelsher þrátt fyrir að það hafi sárlega vantað og valdið fólki óbærilegum þjáningum. Biðin eftir vopnahléi hefur verið löng, enda hefur stríðið á Gaza verið með því allra skelfilegasta sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að eins og dómsmál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og fyrir Alþjóðlega Sakamáladómstólnum sýna okkur. Það er mikilvægt fyrir alþjóðalög og alþjóðlega sáttmála að þau dómsmál verði leitt til lykta og viðeigandi aðilar axli ábyrgð á glæpum sínum. Stríðið á Gaza er ein umfangsmesta mannúðarkrísa samtímans að mati Sameinuðu þjóðanna sem telja að 1,9 milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín og talið er að um 47 þúsund manns, þar af rúmlega 17 þúsund börn hafi verið drepin í stríðinu. Að ótöldum þeim tugþúsundum sem hafa særst, örkumlast eða týnst. Vopnahléið núna verður að vera fyrsta skref að raunverulegum og varanlegum friði. Uppbyggingin verður að hefjast strax og ríki heims verða að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að veita íbúum á Gaza allan þann stuðning sem þarf til að byggja upp gjöreyðilagt samfélag. Heimili, skólar, heilbrigðisstofnanir, vegir og aðrir innviðir verði byggðir upp eftir algjöra eyðileggingu. Þessi uppbygging mun taka langan tíma sem alþjóðasamfélagið verður að axla ábyrgð á. Íslensk yfirvöld þurfa að leggja myndarlega af mörkum í þátttöku sinni í aðstoð og uppbyggingu. Nú sem fyrr. En mest um vert er að Ísland eins og önnur ríki heims leggi sig fram um að svona stríð endurtaki sig ekki og vinni einarðlega að því að varanlegum friði verði komið á milli Ísraels og Palestínu. Það er mikilvægara en nokkru sinni að tveggja ríkja lausnin verði fastákveðin. Að aðskilnaðarstefnunni gagnvart Palestínubúum verði hætt. Að ólöglegri yfirtöku á hernumdu svæðunum verði stöðvuð og ofbeldi gagnvart íbúum Vesturbakkans linni án tafar. Allt til að tryggja sjálfstæði Palestínu og varanlegan frið á svæðinu. Stríðshrjáðum íbúum og framtíðarkynslóðum Palestínu til heilla en líka fyrir öryggi íbúa Ísraelsríkis og á svæðinu öllu. Friður er grundvöllur farsællar framtíðar fyrir íbúa þessara svæða eins og okkur öll sem byggjum þessa jörð. Höfundar eru formaður og varaformaður VG.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun