Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2025 19:07 Skjáskot úr einu myndbandanna sem ganga á milli manna. Nútíminn Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024 segir að tilkynnt hafi verið um 126 kynferðisbrot gegn börnum. Tilkynningar um barnaníð voru fjörutíu, sem er 22 prósent fjölgun samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Tilkynningar voru í kringum tuttugu á hverju ári frá 2011 til 2018, en síðan þá hefur þeim farið ört fjölgandi. Fjöldi tilkynninga um barnaníð til lögreglu á árunum 2011 til 2024.Vísir/Hjalti Nútíminn fjallaði í vikunni um hóp ungmenna sem notar tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga og ganga í skrokk á þeim. Rætt var við ungmenni í hópnum sem sagðist hafa stundað þetta í eitt ár og að markmiðið væri að meintir níðingar reyni ekki aftur að brjóta af sér. Myndböndin eru afar sláandi og ungmennin beita meinta níðinga grófu ofbeldi. Þeir sparka ítrekað í þá og stappa á höfðinu á þeim. Svona tálbeituaðgerðir geta þó endað illa og mælir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn gegn þeim. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Erlendis frá eru dæmi um að saklausir einstaklingar verði fyrir ofbeldinu og að fólk slasist alvarlega. „Fólk getur misst algjörlega stjórn á aðstæðum og hlutir farið úr böndunum. Þó það kunni að hljóma göfugt í eyrum einhverra að fara og tuska einhvern til sem er grunaður um barnaníð, þá geta aðstæður breyst mjög skyndilega. Það eru dæmi um það erlendis frá að fólk er hreinlega drepið, annað hvort þeir sem eru að leiða í gildruna eða sá sem er leiddur í gildruna. Það viljum við ekki sjá,“ segir Ævar Pálmi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024 segir að tilkynnt hafi verið um 126 kynferðisbrot gegn börnum. Tilkynningar um barnaníð voru fjörutíu, sem er 22 prósent fjölgun samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Tilkynningar voru í kringum tuttugu á hverju ári frá 2011 til 2018, en síðan þá hefur þeim farið ört fjölgandi. Fjöldi tilkynninga um barnaníð til lögreglu á árunum 2011 til 2024.Vísir/Hjalti Nútíminn fjallaði í vikunni um hóp ungmenna sem notar tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga og ganga í skrokk á þeim. Rætt var við ungmenni í hópnum sem sagðist hafa stundað þetta í eitt ár og að markmiðið væri að meintir níðingar reyni ekki aftur að brjóta af sér. Myndböndin eru afar sláandi og ungmennin beita meinta níðinga grófu ofbeldi. Þeir sparka ítrekað í þá og stappa á höfðinu á þeim. Svona tálbeituaðgerðir geta þó endað illa og mælir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn gegn þeim. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Erlendis frá eru dæmi um að saklausir einstaklingar verði fyrir ofbeldinu og að fólk slasist alvarlega. „Fólk getur misst algjörlega stjórn á aðstæðum og hlutir farið úr böndunum. Þó það kunni að hljóma göfugt í eyrum einhverra að fara og tuska einhvern til sem er grunaður um barnaníð, þá geta aðstæður breyst mjög skyndilega. Það eru dæmi um það erlendis frá að fólk er hreinlega drepið, annað hvort þeir sem eru að leiða í gildruna eða sá sem er leiddur í gildruna. Það viljum við ekki sjá,“ segir Ævar Pálmi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira