David Lynch er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. janúar 2025 18:30 David Lynch er látinn. Getty David Lynch, einn áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna, er látinn 78 ára að aldri. Hann hafði glímt við alvarlega lungnaþembu undanfarin fimm ár. Fjölskylda Lynch greindi frá fréttunum á Facebook-síðu leikstjórans. Ekki kemur fram hvernig eða hvenær hann lést í færslunni. Fjölskyldan biður fjölmiðla um að virða einkalíf þeirra og segir stórt tómarúm hafa myndast í heiminum nú þegar hann er farinn. Þau vísa síðan í orð hans: „Haltu augunum á kleinuhringnum en ekki gatinu.“ Lynch er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt sjónvarpsþáttunum Twin Peaks á tíunda áratugnum og kvikmyndunum Blue Velvet, Mulholland Drive, Eraserhead og Wild at Heart. Flakkað milli ríkja og skóla Lynch fæddist 20. janúar 1946 í Missoula í Minnesota, sonur vísindamannsins Donald Walton Lynch sem starfaði fyrir Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og Edwinu „Sunny“ Lynch sem var enskukennari. Fjölskyldan var af finnsk-sænskum ættum og var Lynch alinn upp í kalvinísku öldungakirkjunni. David Lynch stundaði innhverfa íhugun alla tíð og hafði það mikil áhrif á listsköpun hans. Lynch var ekki sérstakur námsmaður en átti auðvelt með að eignast vini. Eftir menntaskóla ákvað hann að læra myndlist og fór hann í Corcoran-listaháskólann í Washington D.C. áður en hann skipti yfir í School of the Museum of Fine Arts í Boston árið 1964. Honum leiddist hins vegar og eftir ársnám hætti hann til að ferðast um Evrópu með vini sínum. Eftir tveggja vikna ferðalag sneru þeir þó aftur og flutti Lynch þá til Fíladelfíu og hóf nám við Pennsylvania Academy of the Fine Arts. Það var þar sem Lynch gerði sína fyrstu stuttmynd, Six Men Getting Sick (Six Times) árið 1967. Fyrstu skrefin Lynch entist þó ekki lengi í Pennsylvaníu og flutti með konu sinni, Peggy Lentz, og tveggja ára dóttur, Jennifer, til Los Angeles árið 1970 til að læra við American Film Institute. Líkt og fyrri skiptin náði Lynch ekki að klára námið og hætti eftir tvö ár. Í náminu fæddist hins vegar humgyndin að fyrstu mynd Lynch, Eraserhead. Eraserhead vakti mikla furðu meðal bíógesta.Getty Framleiðslan gekk brösuglega og kom Eraserhead ekki út fyrr en 1976. Myndin vakti frekar léleg viðbrögð bæði áhorfenda og gagnrýnenda og sagði Lynch síðar að enginn gagnrýnendanna hefði skilið hana. Myndin varð hins vegar að smávægilegum smell sem miðnætursýning í sjónvarpi. Vegna þessara vinsælda í sjónvarpi fékk Lynch næst tækifæri til að leikstýra Elephant Man sem byggði á sannri sögu Joseph Merrick sem fæddist með óvenjulegt heilkenni. Með aðalhlutverk í myndinni fóru John Hurts og Anthony Hopkins og fékk hún gríðarlega góðar viðtökur, þar á meðal átta tilnefningar til Óskarsverðlauna. Stóra floppið og upphaf velgengninnar Viðtökurnar voru svo góðar að næst bauðst Lynch að leikstýra aðlögun á vísindaskáldsögunni Dune fyrir stúdíó Dino de Laurentiis. Framleiðslan einkenndist af miklum deilum milli Lynch og stúdíósins og varð myndin á endanum allt öðruvísi en hann hafði ætlað sér. Dune kom út 1984 með Kyle McLachlan í aðalhlutverki og varð algjört flopp. Eftir Dune var Lynch enn skuldbundinn til að leikstýra tveimur myndum fyrir de Laurentiis. Önnur átti að vera framhald Dune en ekkert varð úr en hin var Blue Velvet sem Lynch hafði unnið að frá 1973. Hin draumkennda og dularfulla Blue Velvet kom út 1986 með Kyle McLachlan, Lauru Dern, Dennis Hopper og Isabellu Rosselini. Myndin var einnig fyrsta myndin þar sem Lynch vann með tónlistarmanninum Angelo Badalamenti en samstarf þeirra varð mjög farsælt. Eftir þetta kynntist Lynch sjónvarpsframleiðandanum Mark Frost. Þeir unnu saman að tveimur verkefnum, ævisögumynd um Marilyn Monroe sem ekkert varð úr og grínmyndinni On Saliva Bubble sem varð heldur ekkert úr. Á kaffihúsahittingi þeirra félaga fengu þeir hugmynd að því að gera sjónvarpsþætti sem fjölluðu um ráðgátu sem snerist í kringum lík sem rekur á land. Þar með fæddist hugmyndin að sjónvarpsþáttunum Twin Peaks sem komu út 1990 og voru einir áhrifamestu sjónvarpsþættir allra tíma. Fréttin verður uppfærð. Andlát Bandaríkin Hollywood Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Sjá meira
Fjölskylda Lynch greindi frá fréttunum á Facebook-síðu leikstjórans. Ekki kemur fram hvernig eða hvenær hann lést í færslunni. Fjölskyldan biður fjölmiðla um að virða einkalíf þeirra og segir stórt tómarúm hafa myndast í heiminum nú þegar hann er farinn. Þau vísa síðan í orð hans: „Haltu augunum á kleinuhringnum en ekki gatinu.“ Lynch er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt sjónvarpsþáttunum Twin Peaks á tíunda áratugnum og kvikmyndunum Blue Velvet, Mulholland Drive, Eraserhead og Wild at Heart. Flakkað milli ríkja og skóla Lynch fæddist 20. janúar 1946 í Missoula í Minnesota, sonur vísindamannsins Donald Walton Lynch sem starfaði fyrir Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og Edwinu „Sunny“ Lynch sem var enskukennari. Fjölskyldan var af finnsk-sænskum ættum og var Lynch alinn upp í kalvinísku öldungakirkjunni. David Lynch stundaði innhverfa íhugun alla tíð og hafði það mikil áhrif á listsköpun hans. Lynch var ekki sérstakur námsmaður en átti auðvelt með að eignast vini. Eftir menntaskóla ákvað hann að læra myndlist og fór hann í Corcoran-listaháskólann í Washington D.C. áður en hann skipti yfir í School of the Museum of Fine Arts í Boston árið 1964. Honum leiddist hins vegar og eftir ársnám hætti hann til að ferðast um Evrópu með vini sínum. Eftir tveggja vikna ferðalag sneru þeir þó aftur og flutti Lynch þá til Fíladelfíu og hóf nám við Pennsylvania Academy of the Fine Arts. Það var þar sem Lynch gerði sína fyrstu stuttmynd, Six Men Getting Sick (Six Times) árið 1967. Fyrstu skrefin Lynch entist þó ekki lengi í Pennsylvaníu og flutti með konu sinni, Peggy Lentz, og tveggja ára dóttur, Jennifer, til Los Angeles árið 1970 til að læra við American Film Institute. Líkt og fyrri skiptin náði Lynch ekki að klára námið og hætti eftir tvö ár. Í náminu fæddist hins vegar humgyndin að fyrstu mynd Lynch, Eraserhead. Eraserhead vakti mikla furðu meðal bíógesta.Getty Framleiðslan gekk brösuglega og kom Eraserhead ekki út fyrr en 1976. Myndin vakti frekar léleg viðbrögð bæði áhorfenda og gagnrýnenda og sagði Lynch síðar að enginn gagnrýnendanna hefði skilið hana. Myndin varð hins vegar að smávægilegum smell sem miðnætursýning í sjónvarpi. Vegna þessara vinsælda í sjónvarpi fékk Lynch næst tækifæri til að leikstýra Elephant Man sem byggði á sannri sögu Joseph Merrick sem fæddist með óvenjulegt heilkenni. Með aðalhlutverk í myndinni fóru John Hurts og Anthony Hopkins og fékk hún gríðarlega góðar viðtökur, þar á meðal átta tilnefningar til Óskarsverðlauna. Stóra floppið og upphaf velgengninnar Viðtökurnar voru svo góðar að næst bauðst Lynch að leikstýra aðlögun á vísindaskáldsögunni Dune fyrir stúdíó Dino de Laurentiis. Framleiðslan einkenndist af miklum deilum milli Lynch og stúdíósins og varð myndin á endanum allt öðruvísi en hann hafði ætlað sér. Dune kom út 1984 með Kyle McLachlan í aðalhlutverki og varð algjört flopp. Eftir Dune var Lynch enn skuldbundinn til að leikstýra tveimur myndum fyrir de Laurentiis. Önnur átti að vera framhald Dune en ekkert varð úr en hin var Blue Velvet sem Lynch hafði unnið að frá 1973. Hin draumkennda og dularfulla Blue Velvet kom út 1986 með Kyle McLachlan, Lauru Dern, Dennis Hopper og Isabellu Rosselini. Myndin var einnig fyrsta myndin þar sem Lynch vann með tónlistarmanninum Angelo Badalamenti en samstarf þeirra varð mjög farsælt. Eftir þetta kynntist Lynch sjónvarpsframleiðandanum Mark Frost. Þeir unnu saman að tveimur verkefnum, ævisögumynd um Marilyn Monroe sem ekkert varð úr og grínmyndinni On Saliva Bubble sem varð heldur ekkert úr. Á kaffihúsahittingi þeirra félaga fengu þeir hugmynd að því að gera sjónvarpsþætti sem fjölluðu um ráðgátu sem snerist í kringum lík sem rekur á land. Þar með fæddist hugmyndin að sjónvarpsþáttunum Twin Peaks sem komu út 1990 og voru einir áhrifamestu sjónvarpsþættir allra tíma. Fréttin verður uppfærð.
Andlát Bandaríkin Hollywood Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent