Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 07:02 Sif Sigmarsdóttir er með vikulega pistla á Vísi. Getty/Sara Rut Árið 2015 greindi breski rithöfundurinn Matt Haig aðdáendum frá umfjöllunarefni næstu bókar sinnar á Twitter. Viðbrögðin urðu önnur en hann ætlaði. Þegar Haig, sem þekktastur var fyrir bók um baráttu sína við þunglyndi, sagðist ætla að skrifa um hætturnar sem karlmönnum stafaði af staðalhugmyndum um karlmennsku, ætlaði allt um koll að keyra. „Þetta er eins og ef hvít manneskja skrifaði bók um hvað það er erfitt að vera hvítur,“ sagði einn andmælenda, sem flestir kenndu sig við femínisma. Haig reyndi að útskýra mál sitt. Hann kvaðst sjálfur vera femínisti. „Ég er ekki að afneita kúgun kvenna, ég er að reyna að berjast gegnhenni með því að kalla eftir sveigjanlegri túlkun á karlmennskuhugtakinu.“ En Twitter lét ekki segjast. „Femínismi var ekki fundinn upp til að hjálpa karlmönnum.“ Matt Haig, rithöfundur.Getty Alþjóðadagur karlmannsins Í síðustu viku var alþjóðadegi karlmannsins fagnað. Af því tilefni skrifaði forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, syni sínum opið bréf. Hann sagði „ekki auðvelt“ fyrir unga karlmenn „að alast upp nú á tímum“ og hvatti son sinn og kynbræður hans til að tala um tilfinningar sínar. Sama dag kynnti ríkisstjórn Bretlands fyrstu heilsufarsáætlun Englands fyrir karlmenn, sem ætlað er að taka á vanda á borð við þunglyndi, sjálfsvíg, alkóhólisma og spilafíkn. Aðgerðir breskra stjórnvalda sýna þá viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað frá því að Matt Haig var „krossfestur“ – eins og dagblaðið Guardian komst að orði í fyrirsögn – fyrir áratug. En veröldin virðist aldrei geta verið án útnefnds illmennis lengi. Gellupólitík og gripdeildir Kvennaverkfallið hér á landi í síðasta mánuði vakti með mörgum hörð viðbrögð. Var jafnréttisbaráttan sögð hafa snúist upp í svonefnda „gellupólitík“: „framapot“ og „hagsmunagæslu“ „ákveðinna“ kvenna með „miðstéttarsjálfsvitund“ sem hagnýttu sér „félagslegan meðbyr með jafnréttisbaráttu fyrri tíma“ til að krefjast forréttinda sér til handa „sem sögulega tilheyrðu karlmönnum“. Svo virtist sem konur, sem fjölmenntu í miðbæinn á kvennafrídaginn, stunduðu ekki jafnréttisbaráttu heldur gripdeildir. Helsti skaðvaldur samfélagsins voru nú kvenkyns millistjórnendur sem drukku latte með möndlumjólk. Kvennafrídagurinn 2025.Vísir/Anton Brink Það er hins vegar ekkert nýtt að fjöldinn vilji brenna á báli miðaldra millistéttarkerlingar. Vorið 2021 fékk ég tölvupóst frá bókaútgefanda mínum í Bretlandi þar sem ég var beðin um að fylla út eyðublað. „Við viljum að þú leggir okkur lið í vegferð okkar að auknum fjölbreytileika forlagsins,“ skrifaði framkvæmdastjórinn. Ég vissi strax hvað klukkan sló. Útgáfubransinn hafði legið undir ámæli fyrir að vera undirlagður af hvítum, miðaldra millistéttarkonum. „Útgáfuheimurinn er hvítur og kvenkyns,“ kvað í fordæmandi fyrirsögn í Guardian. Könnun meðal 34 forlaga og átta bókmenntarita í Bandaríkjunum sýndi að 78% starfsfólks var hvítt á hörund og 79% var kvenkyns. Rithöfundurinn Marlon James, handhafi bresku Booker bókmenntaverðlaunanna, sakaði útgefendur um að „selja sig hinni stöðluðu, hvítu konu og langþjáðum, taugatrekktum prósa hennar með úthverfi að sögusviði.“ „Við getum ekki lagað það sem við mælum ekki,“ sagði í bréfi framkvæmdastjórans, sem bað höfunda forlagsins um að skilgreina sig út frá aldri, kyni og bakgrunni. Ég hugðist ekki undirrita eigin aftökuskipun, sama hversu vel meinandi hún virtist öðrum. Ég fyllti aldrei út eyðublaðið. Æstur múgur lítið fyrir staðreyndir Krísa karlmannsins, sem Keir Starmer leitast nú við að laga, blasti við árið 2015. En æstur múgur er sjaldan mikið fyrir staðreyndir. Matt Haig hætti við að skrifa bók sína. Fólk sem varar nú við bakslagi í jafnréttisbaráttunni er sakað um „tilefnislausan bölmóð”. En þeir sem héldu því fram að kvennafrídagurinn gengi bara út á „stuð og stemningu“ virtu að vettugi staðreyndir: Fimm árum eftir að fyrsta barn fæðist foreldrum hér á landi eru rauntekjur mæðra að jafnaði 36,5% lægri en tekjur feðra. Meirihluti öryrkja á Íslandi er konur og 28% kvenna á aldrinum 60-66 ára eru öryrkjar. Konur innan Evrópusambandsins vinna „launalaust“ frá 17. nóvember og út árið vegna launamunar kynjanna. Heiðraðar með súluriti Hvítir karlmenn eiga alla mína samúð. Ég veit hvernig þeim líður. Því ég er hinn nýi hvíti karlmaður. Ekki er þó ástæða til að örvænta. Við miðaldra kerlingar getum yljað okkur við loga bálsins sem tendrað hefur verið okkur til höfuðs og þá tilhugsun að þegar múgurinn missir áhugann og snýr sér að næsta illmenni fáum við kannski, alveg eins og karlarnir sem voru krossfestir á undan okkur, heilan dag okkur til heiðurs þar sem launamunur kynjanna verður settur upp í súluriti og okkur færðar þakkir fyrir þriðju vaktina. Hverjum verður kastað á bálið á eftir okkur látum við okkur engu varða – ekki frekar en hvíti miðaldra karlmaðurinn sem var framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar sem lét brennimerkja allar miðaldra konurnar innan fyrirtækisins til að enda ekki sjálfur fyrir rannsóknarrétti múgsins – því það er einfaldlega svo góð tilfinning að vera komin aftur í náðina. Engin leið er að segja til um hver endar næst á bálinu. Verður það kannski þú? Samhengið Hinn 24. október 1975 fóru íslenskar konur í verkfall. Þær mættu ekki til vinnu og neituðu að sinna heimilisstörfum á borð við að þrífa, sjá um börn og elda mat. 25.000 konur sóttu baráttufund í miðbæ Reykjavíkur. Með framtakinu vildu konur sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í ljós kom að þegar krafta kvenna naut ekki við lagðist samfélagið á hliðina. Skólar og dagheimili voru lokuð. Bankar, verksmiðjur og margar verslanir neyddust til að loka dyrum sínum. Feður urðu að taka börn sín með sér í vinnuna og birgðu þeir sig margir upp af nammi, litum og litabókum til að múta börnunum með og tryggja að þau höguðu sér vel. Í fréttatímum útvarpsins mátti heyra óm í börnum að leik á meðan þulurinn las fréttirnar. Að vinnu lokinni þurftu karlmenn landsins, sem litla reynslu höfðu af matseld, að gefa börnunum að borða. Eini skyndibiti landsins, pylsur, seldist upp. Í tilefni þess að í ár er hálf öld liðin frá fyrsta kvennafrídeginum tóku hagfræðingar BSRB og ASÍ saman tölfræði um stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Í þeim kemur meðal annars fram að: -Karlar á íslenskum vinnumarkaði fengu að meðaltali 21,9% hærri tekjur en konur fyrir vinnu sína árið 2023. -Launamunurinn eykst með aldri, er hverfandi í yngsta aldurhópnum 16-19 ára en verður áberandi frá og með aldurshópnum 20-24 ára og er mestur í eldri aldurshópunum. -Rauntekjur karla og kvenna þróast með svipuðum hætti fram að fæðingu fyrsta barns en þá eiga sér stað skörp skil og rauntekjur kvenna dragast saman um rúm 30%. -Konur vinna færri stundir í launavinnu en fleiri stundir í ólaunaðri vinnu en karlar. -Konur á eftirlaunaaldri eru að meðaltali með 80% af launum karla. Fréttirnar eru þó ekki bara af hinu slæma: -Síðustu ár hefur óleiðréttur launamunur kynjanna farið minnkandi. Er ástæðan meðal annars kjarasamningar sem stuðluðu að hlutfallslega meiri hækkunum hjá tekjulægri hópum, þar sem konur eru í meirihluta. Þótt jafnrétti kynjanna sé ekki náð þokast hlutirnir í rétta átt. Árlega heldur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins upp á „jafnlaunadaginn“, táknrænan dag sem sýnir hvenær árs konur hætta að fá greitt fyrir vinnu sína vegna launamunar kynjanna. Eins og fyrr segir féll hann í ár á 17. nóvember. Árið 2015 var hann haldinn 2. nóvember. Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Sjá meira
Þegar Haig, sem þekktastur var fyrir bók um baráttu sína við þunglyndi, sagðist ætla að skrifa um hætturnar sem karlmönnum stafaði af staðalhugmyndum um karlmennsku, ætlaði allt um koll að keyra. „Þetta er eins og ef hvít manneskja skrifaði bók um hvað það er erfitt að vera hvítur,“ sagði einn andmælenda, sem flestir kenndu sig við femínisma. Haig reyndi að útskýra mál sitt. Hann kvaðst sjálfur vera femínisti. „Ég er ekki að afneita kúgun kvenna, ég er að reyna að berjast gegnhenni með því að kalla eftir sveigjanlegri túlkun á karlmennskuhugtakinu.“ En Twitter lét ekki segjast. „Femínismi var ekki fundinn upp til að hjálpa karlmönnum.“ Matt Haig, rithöfundur.Getty Alþjóðadagur karlmannsins Í síðustu viku var alþjóðadegi karlmannsins fagnað. Af því tilefni skrifaði forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, syni sínum opið bréf. Hann sagði „ekki auðvelt“ fyrir unga karlmenn „að alast upp nú á tímum“ og hvatti son sinn og kynbræður hans til að tala um tilfinningar sínar. Sama dag kynnti ríkisstjórn Bretlands fyrstu heilsufarsáætlun Englands fyrir karlmenn, sem ætlað er að taka á vanda á borð við þunglyndi, sjálfsvíg, alkóhólisma og spilafíkn. Aðgerðir breskra stjórnvalda sýna þá viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað frá því að Matt Haig var „krossfestur“ – eins og dagblaðið Guardian komst að orði í fyrirsögn – fyrir áratug. En veröldin virðist aldrei geta verið án útnefnds illmennis lengi. Gellupólitík og gripdeildir Kvennaverkfallið hér á landi í síðasta mánuði vakti með mörgum hörð viðbrögð. Var jafnréttisbaráttan sögð hafa snúist upp í svonefnda „gellupólitík“: „framapot“ og „hagsmunagæslu“ „ákveðinna“ kvenna með „miðstéttarsjálfsvitund“ sem hagnýttu sér „félagslegan meðbyr með jafnréttisbaráttu fyrri tíma“ til að krefjast forréttinda sér til handa „sem sögulega tilheyrðu karlmönnum“. Svo virtist sem konur, sem fjölmenntu í miðbæinn á kvennafrídaginn, stunduðu ekki jafnréttisbaráttu heldur gripdeildir. Helsti skaðvaldur samfélagsins voru nú kvenkyns millistjórnendur sem drukku latte með möndlumjólk. Kvennafrídagurinn 2025.Vísir/Anton Brink Það er hins vegar ekkert nýtt að fjöldinn vilji brenna á báli miðaldra millistéttarkerlingar. Vorið 2021 fékk ég tölvupóst frá bókaútgefanda mínum í Bretlandi þar sem ég var beðin um að fylla út eyðublað. „Við viljum að þú leggir okkur lið í vegferð okkar að auknum fjölbreytileika forlagsins,“ skrifaði framkvæmdastjórinn. Ég vissi strax hvað klukkan sló. Útgáfubransinn hafði legið undir ámæli fyrir að vera undirlagður af hvítum, miðaldra millistéttarkonum. „Útgáfuheimurinn er hvítur og kvenkyns,“ kvað í fordæmandi fyrirsögn í Guardian. Könnun meðal 34 forlaga og átta bókmenntarita í Bandaríkjunum sýndi að 78% starfsfólks var hvítt á hörund og 79% var kvenkyns. Rithöfundurinn Marlon James, handhafi bresku Booker bókmenntaverðlaunanna, sakaði útgefendur um að „selja sig hinni stöðluðu, hvítu konu og langþjáðum, taugatrekktum prósa hennar með úthverfi að sögusviði.“ „Við getum ekki lagað það sem við mælum ekki,“ sagði í bréfi framkvæmdastjórans, sem bað höfunda forlagsins um að skilgreina sig út frá aldri, kyni og bakgrunni. Ég hugðist ekki undirrita eigin aftökuskipun, sama hversu vel meinandi hún virtist öðrum. Ég fyllti aldrei út eyðublaðið. Æstur múgur lítið fyrir staðreyndir Krísa karlmannsins, sem Keir Starmer leitast nú við að laga, blasti við árið 2015. En æstur múgur er sjaldan mikið fyrir staðreyndir. Matt Haig hætti við að skrifa bók sína. Fólk sem varar nú við bakslagi í jafnréttisbaráttunni er sakað um „tilefnislausan bölmóð”. En þeir sem héldu því fram að kvennafrídagurinn gengi bara út á „stuð og stemningu“ virtu að vettugi staðreyndir: Fimm árum eftir að fyrsta barn fæðist foreldrum hér á landi eru rauntekjur mæðra að jafnaði 36,5% lægri en tekjur feðra. Meirihluti öryrkja á Íslandi er konur og 28% kvenna á aldrinum 60-66 ára eru öryrkjar. Konur innan Evrópusambandsins vinna „launalaust“ frá 17. nóvember og út árið vegna launamunar kynjanna. Heiðraðar með súluriti Hvítir karlmenn eiga alla mína samúð. Ég veit hvernig þeim líður. Því ég er hinn nýi hvíti karlmaður. Ekki er þó ástæða til að örvænta. Við miðaldra kerlingar getum yljað okkur við loga bálsins sem tendrað hefur verið okkur til höfuðs og þá tilhugsun að þegar múgurinn missir áhugann og snýr sér að næsta illmenni fáum við kannski, alveg eins og karlarnir sem voru krossfestir á undan okkur, heilan dag okkur til heiðurs þar sem launamunur kynjanna verður settur upp í súluriti og okkur færðar þakkir fyrir þriðju vaktina. Hverjum verður kastað á bálið á eftir okkur látum við okkur engu varða – ekki frekar en hvíti miðaldra karlmaðurinn sem var framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar sem lét brennimerkja allar miðaldra konurnar innan fyrirtækisins til að enda ekki sjálfur fyrir rannsóknarrétti múgsins – því það er einfaldlega svo góð tilfinning að vera komin aftur í náðina. Engin leið er að segja til um hver endar næst á bálinu. Verður það kannski þú? Samhengið Hinn 24. október 1975 fóru íslenskar konur í verkfall. Þær mættu ekki til vinnu og neituðu að sinna heimilisstörfum á borð við að þrífa, sjá um börn og elda mat. 25.000 konur sóttu baráttufund í miðbæ Reykjavíkur. Með framtakinu vildu konur sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í ljós kom að þegar krafta kvenna naut ekki við lagðist samfélagið á hliðina. Skólar og dagheimili voru lokuð. Bankar, verksmiðjur og margar verslanir neyddust til að loka dyrum sínum. Feður urðu að taka börn sín með sér í vinnuna og birgðu þeir sig margir upp af nammi, litum og litabókum til að múta börnunum með og tryggja að þau höguðu sér vel. Í fréttatímum útvarpsins mátti heyra óm í börnum að leik á meðan þulurinn las fréttirnar. Að vinnu lokinni þurftu karlmenn landsins, sem litla reynslu höfðu af matseld, að gefa börnunum að borða. Eini skyndibiti landsins, pylsur, seldist upp. Í tilefni þess að í ár er hálf öld liðin frá fyrsta kvennafrídeginum tóku hagfræðingar BSRB og ASÍ saman tölfræði um stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Í þeim kemur meðal annars fram að: -Karlar á íslenskum vinnumarkaði fengu að meðaltali 21,9% hærri tekjur en konur fyrir vinnu sína árið 2023. -Launamunurinn eykst með aldri, er hverfandi í yngsta aldurhópnum 16-19 ára en verður áberandi frá og með aldurshópnum 20-24 ára og er mestur í eldri aldurshópunum. -Rauntekjur karla og kvenna þróast með svipuðum hætti fram að fæðingu fyrsta barns en þá eiga sér stað skörp skil og rauntekjur kvenna dragast saman um rúm 30%. -Konur vinna færri stundir í launavinnu en fleiri stundir í ólaunaðri vinnu en karlar. -Konur á eftirlaunaaldri eru að meðaltali með 80% af launum karla. Fréttirnar eru þó ekki bara af hinu slæma: -Síðustu ár hefur óleiðréttur launamunur kynjanna farið minnkandi. Er ástæðan meðal annars kjarasamningar sem stuðluðu að hlutfallslega meiri hækkunum hjá tekjulægri hópum, þar sem konur eru í meirihluta. Þótt jafnrétti kynjanna sé ekki náð þokast hlutirnir í rétta átt. Árlega heldur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins upp á „jafnlaunadaginn“, táknrænan dag sem sýnir hvenær árs konur hætta að fá greitt fyrir vinnu sína vegna launamunar kynjanna. Eins og fyrr segir féll hann í ár á 17. nóvember. Árið 2015 var hann haldinn 2. nóvember.
Samhengið Hinn 24. október 1975 fóru íslenskar konur í verkfall. Þær mættu ekki til vinnu og neituðu að sinna heimilisstörfum á borð við að þrífa, sjá um börn og elda mat. 25.000 konur sóttu baráttufund í miðbæ Reykjavíkur. Með framtakinu vildu konur sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í ljós kom að þegar krafta kvenna naut ekki við lagðist samfélagið á hliðina. Skólar og dagheimili voru lokuð. Bankar, verksmiðjur og margar verslanir neyddust til að loka dyrum sínum. Feður urðu að taka börn sín með sér í vinnuna og birgðu þeir sig margir upp af nammi, litum og litabókum til að múta börnunum með og tryggja að þau höguðu sér vel. Í fréttatímum útvarpsins mátti heyra óm í börnum að leik á meðan þulurinn las fréttirnar. Að vinnu lokinni þurftu karlmenn landsins, sem litla reynslu höfðu af matseld, að gefa börnunum að borða. Eini skyndibiti landsins, pylsur, seldist upp. Í tilefni þess að í ár er hálf öld liðin frá fyrsta kvennafrídeginum tóku hagfræðingar BSRB og ASÍ saman tölfræði um stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Í þeim kemur meðal annars fram að: -Karlar á íslenskum vinnumarkaði fengu að meðaltali 21,9% hærri tekjur en konur fyrir vinnu sína árið 2023. -Launamunurinn eykst með aldri, er hverfandi í yngsta aldurhópnum 16-19 ára en verður áberandi frá og með aldurshópnum 20-24 ára og er mestur í eldri aldurshópunum. -Rauntekjur karla og kvenna þróast með svipuðum hætti fram að fæðingu fyrsta barns en þá eiga sér stað skörp skil og rauntekjur kvenna dragast saman um rúm 30%. -Konur vinna færri stundir í launavinnu en fleiri stundir í ólaunaðri vinnu en karlar. -Konur á eftirlaunaaldri eru að meðaltali með 80% af launum karla. Fréttirnar eru þó ekki bara af hinu slæma: -Síðustu ár hefur óleiðréttur launamunur kynjanna farið minnkandi. Er ástæðan meðal annars kjarasamningar sem stuðluðu að hlutfallslega meiri hækkunum hjá tekjulægri hópum, þar sem konur eru í meirihluta. Þótt jafnrétti kynjanna sé ekki náð þokast hlutirnir í rétta átt. Árlega heldur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins upp á „jafnlaunadaginn“, táknrænan dag sem sýnir hvenær árs konur hætta að fá greitt fyrir vinnu sína vegna launamunar kynjanna. Eins og fyrr segir féll hann í ár á 17. nóvember. Árið 2015 var hann haldinn 2. nóvember.
Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Sjá meira