Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 08:01 Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu. Samstarfsmönnum mínum í nýrri ríkisstjórn ætti að vísu að vera kunnugt um þau flest eða öll, enda höfum við tekist á um efni margra þeirra. Nú, þegar ég hugsa um það vissi ég reyndar ekki að við deildum þessum áhuga. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þingmál undirritaðrar sem stuðla eiga að hagræðingu og ábyrgum ríkisrekstri: Endurskoðun úreltrar löggjafar um ríkisstarfsmenn til að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins. Með því væri hægt að auka hagkvæmni í ríkisrekstri og stuðla að bættri þjónustu hins opinbera. Ríkisstarfsmönnum fækki við sameiningu ríkisstofnana. Eftirlit sé haft með yfirvinnustundum ríkisstarfsmanna og yfirlit yfir þær aðgengilegt eftir ríkisstofnunum, m.a. hvort um sé að ræða tímamælda eða ótímabundna yfirvinnu. Allar stofnanir ríkisins birti fjárhagsupplýsingar á vefnum opnirreikningar.is Lækkun ríkisframlaga til stjórnmálaflokka sem hafa margfaldast þannig að stjórnmálaflokkar hafa í raun verið ríkisvæddir. Hækkun á lágmarksatkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til úthlutunar fjár úr ríkissjóði. Afnám jafnlaunavottunar Viðreisnar, sem er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum, en skilar engum marktækum árangri. Eftirlitið er sömuleiðis á hendi ríkisins. Þar mætti hagræða um leið, þótt starfsmenn Jafnréttisstofu hafi lýst yfir mikill ánægju með fyrirkomulagið. Fara eftir lögum og reglum um þinglega meðferð EES-mála þannig að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur til að fullnægja þjóðréttarlegum skuldbindingum sem leiðir af EES-samningnum, nema alveg sérstakar ástæður séu til þess. Kvöð á stjórnvöld um að útvista verkefnum í auknum mæli og kaupa oftar þjónustu einkaaðila fremur en fjölga ríkisstarfsmönnum. Auka eftirlit með að farið sé að lögum um opinber innkaup í heilbrigðiskerfinu, enda markmið laganna að stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri. Er enda með ólíkindum að hökt hafi verið á þeim, m.a. af hálfu embættis landlæknis. Einföldun heilbrigðiseftirlits. Hömlur verði settar á umsvif og útþenslu ÁTVR, m.a. stækkun dreifingarmiðstöðva og nýrra útsölustaða. Dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins. Þótt samstarf við nýja stjórnarliða á nýafstöðnu þingi og málflutningur þeirra þar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni, vill undirrituð þó leggja sitt af mörkum enda markmiðið göfugt. Þetta sama fólk hefur ekki beinlínis drekkt Alþingi í hagræðingartillögum á liðnum árum, hvað þá tekið undir þær. Engu að síður óska ég þeim velfarnaðar, hafi forgangsröðunin breyst í þeim efnum. Batnandi fólki er best að lifa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu. Samstarfsmönnum mínum í nýrri ríkisstjórn ætti að vísu að vera kunnugt um þau flest eða öll, enda höfum við tekist á um efni margra þeirra. Nú, þegar ég hugsa um það vissi ég reyndar ekki að við deildum þessum áhuga. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þingmál undirritaðrar sem stuðla eiga að hagræðingu og ábyrgum ríkisrekstri: Endurskoðun úreltrar löggjafar um ríkisstarfsmenn til að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins. Með því væri hægt að auka hagkvæmni í ríkisrekstri og stuðla að bættri þjónustu hins opinbera. Ríkisstarfsmönnum fækki við sameiningu ríkisstofnana. Eftirlit sé haft með yfirvinnustundum ríkisstarfsmanna og yfirlit yfir þær aðgengilegt eftir ríkisstofnunum, m.a. hvort um sé að ræða tímamælda eða ótímabundna yfirvinnu. Allar stofnanir ríkisins birti fjárhagsupplýsingar á vefnum opnirreikningar.is Lækkun ríkisframlaga til stjórnmálaflokka sem hafa margfaldast þannig að stjórnmálaflokkar hafa í raun verið ríkisvæddir. Hækkun á lágmarksatkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til úthlutunar fjár úr ríkissjóði. Afnám jafnlaunavottunar Viðreisnar, sem er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum, en skilar engum marktækum árangri. Eftirlitið er sömuleiðis á hendi ríkisins. Þar mætti hagræða um leið, þótt starfsmenn Jafnréttisstofu hafi lýst yfir mikill ánægju með fyrirkomulagið. Fara eftir lögum og reglum um þinglega meðferð EES-mála þannig að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur til að fullnægja þjóðréttarlegum skuldbindingum sem leiðir af EES-samningnum, nema alveg sérstakar ástæður séu til þess. Kvöð á stjórnvöld um að útvista verkefnum í auknum mæli og kaupa oftar þjónustu einkaaðila fremur en fjölga ríkisstarfsmönnum. Auka eftirlit með að farið sé að lögum um opinber innkaup í heilbrigðiskerfinu, enda markmið laganna að stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri. Er enda með ólíkindum að hökt hafi verið á þeim, m.a. af hálfu embættis landlæknis. Einföldun heilbrigðiseftirlits. Hömlur verði settar á umsvif og útþenslu ÁTVR, m.a. stækkun dreifingarmiðstöðva og nýrra útsölustaða. Dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins. Þótt samstarf við nýja stjórnarliða á nýafstöðnu þingi og málflutningur þeirra þar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni, vill undirrituð þó leggja sitt af mörkum enda markmiðið göfugt. Þetta sama fólk hefur ekki beinlínis drekkt Alþingi í hagræðingartillögum á liðnum árum, hvað þá tekið undir þær. Engu að síður óska ég þeim velfarnaðar, hafi forgangsröðunin breyst í þeim efnum. Batnandi fólki er best að lifa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun