Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar 1. janúar 2025 07:00 Hugleiðingar í upphafi nýs árs Þetta er sennilega sá tími ársins þar sem við erum flest með göfug áform um breytta og bætta lífshætti. Í þeim efnum er hugur fólks sennilega tengdur líkamsrækt og heilbrigðara mataræði. Margvísleg áhrif Nú hafa rannsóknir leitt í ljós að þátttaka í trúarlegu starfi sé ekki bara gefandi fyrir sálina, hún mun líka hafa góð áhrif á heilsufarið. Samkvæmt þeim býr trúað fólk við betri heilsu en efasemdarmennirnir og lifir þar að auki lengur. Dr. Robert Sapolsky er einn kunnasti þróunarlíffræðingur okkar daga og hefur sérhæft sig í því að rekja hegðun okkar og hugmyndir til fortíðar okkar og bakgrunns. Hvers vegna hafa sumir eiginleikar orðið ofan á og aðrir ekki? Hann helgar einn fyrirlestur fyrir nemendur sína í Stanford háskóla, trúariðkun. Þótt sjálfur sé hann ekki að eigin sögn trúrækinn, lýsir hann því yfir að „trúin sé náttúrulegt meðal við þunglyndi“. Trúað fólk bæti árum við lífið og lífi við árin. Ónæmiskerfið sé öflugra, blóðþrýstingurinn betri og það nái sér að jafnaði fyrr eftir veikindi og önnur áföll. Hvað er það sem sem hefur þau áhrif? Jú trú hvetur fólk til að sýna hvert öðru kærleika og til að fyrirgefa. Trúaðir finna fyrir snertingu við æðri mátt. Slíkt gefur lífi þeirra tilgang og merkingu. Þá er takturinn í tilverunni jafn ef fólk stundar reglulegt helgihald. Allt hefur þetta markverð og mælanleg áhrif á gæði lífs og lengd. Fræðimenn hafa reyndar lengi áttað sig á þörf manneskjunnar fyrir andlegt líf. Í skilgreiningu á hugtakinu „heilbrigði“ ræðir Alþjóða heilbrigðisstofnun (WHO) um trúarafstöðu, gildi og siðferði. Trúin hjálpar fólki að takast á við áskoranir tilverunnar og ná tilsettum árangri („The spiritual dimension plays a great role in motivating people's achievement in all aspects of life“). Hvers konar trú? Í rannsóknum fræðimanna á borð við Sapolsky má þó greina skarpan greinarmun á því hvers eðlis trúin er, í ljósi hinnar boðuðu hollustu. Sá sem horfir á systkini sín ásakandi augum sér að endingu hið sama þegar eigin spegilmynd blasir við. Þá er hætt við að tilveran verði þjökuð af áhyggjum og angist. Slíkt háttarlag leiðir auk þess til þess að fólk einangrist félagslega. Það gefur auga leið að sú afstaða er hvorki líkleg til gæða lífs né fjölda ævidaga. Þegar við lesum frásagnir af Jesú, kynnumst við einmitt þessum greinarmun. Í einni af sinni þekktustu dæmisögu, Miskunnsama Samverjanum eru það hvorki meira né minna en prestur og levíti sem bregðast manni sem var í sárri neyð. Ástæðuna þekktu samtímamenn Jesú: Þeir máttu ekki óhreinka sig áður en þeir fóru að sinna helgihaldinu. En breytni Samverjans, þess sem trúaðir gyðingar fordæmdu, reyndist hin rétta. Víða í guðspjöllunum kynnumst við því hversu gagnrýninn Jesús var í garð þeirra sem dæmdu fólk hart og sáu ofsjónum yfir veikleikum þeirra og brestum. Heilbrigð trú ræktar auk þess þá kennd sem sennilega skiptir mestu máli þegar kemur að farsæld og góðu lífi. Það er þakklætið. Fátt bætir líf okkar meira en að kunna og brúka listina að færa þakkir. Stór hluti bæna eru þakkarbænir. Þá reynum við að draga fram það jákvæða úr tilverunni, orða það og minna okkur svo á hversu fjarri því fer að lífsgæðin okkar séu sjálfsögð. Þetta er ólíkt þeirri afstöðu sem nútíminn otar að okkur, nefnilega að okkur sé áskapað að leita í sífellu einhvers sem er betra og eftirsóknarverðara en það sem við höfum hér og nú. Því fylgir ertandi kennd, eirðarleysi að því ógleymdu hversu óskapleg sóun fylgir því að geta aldrei unað við það sem við eigum. Hvað virkar? Gott trúarlíf er laust við öfga og bókstafshyggju. Sönn trú afneitar ekki þekkingu og vísindum. Hún lætur ekki þröngva sér inn á ranghala frumstæðrar hugsunar þar sem fólki er stillt upp við vegg og það er krafið um skýra og afdráttarlausa afstöðu. Trú snýst um það hvernig við lifum lífi okkar. Trúin fær okkur til að leita og fyllast lotningu og undrun. Hún hvetur okkur til að skynja markmið mitt í ólgusjó daganna. Spurningarnar sem trúin ávarpar rista djúpt, þær tengjst tilveru okkar og tilgangi. Hér fléttast saman reynsla okkar af lífinu og leit okkar að réttlæti, frelsi og kærleika. Í þeim anda krefur trúin okkur um sjálfstæða hugsun, ekki múlbundna og þvingaða. Hún á ekki að vekja með okkur ótta heldur traust. Og sennilega er gullna reglan eitt öflugasta mótvægið við þann glórulausa dauðadans sem samtíminn stígur og kallar lífsgæðakapphlaup. Henni fylgir heilbrigð afstaða til Guðs, til sköpunarinnar og náungans. Já, víst er ég hlutdrægur í þessum efnum, en oft hef ég litið á trúsystkini mín í eldri kantinum og samglaðst þeim hversu vel þau eru á sig komin! Líffræðingar, sem eru sjálfir vitanlega á ýmsum stöðum í litrófi hins trúarlega, hafa rannsakað áhrif þess að rækta með sér jákvæða trúarkennd sem skilar sér í þakklæti og gefur manneskjunni ríkulegan tilgang. Niðurstöður þeirra eru á þá leið að slík afstaða leiði af sér langt og gott líf. Hún er þó aðeins ein víddin af mörgum. Hitt skiptir sennilega enn meira máli að trúarþörfin er sterk í hverri manneskju og mestu varðar að henni sé mætt með réttum hætti. Höfum þetta í huga þegar við hugleiðum umbætur á líkama og sálu á nýju ári. Það er lítið mál að taka þátt í trúarlegu starfi. Messað er á hverjum sunnudegi og allar hátíðar. Svo er líflegt starf í sóknum landsins sem stendur öllum til boða endurgjaldslaust auk samtals við starfsfólk kirkjunnar og sjálfboðaliða. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Trúmál Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Hugleiðingar í upphafi nýs árs Þetta er sennilega sá tími ársins þar sem við erum flest með göfug áform um breytta og bætta lífshætti. Í þeim efnum er hugur fólks sennilega tengdur líkamsrækt og heilbrigðara mataræði. Margvísleg áhrif Nú hafa rannsóknir leitt í ljós að þátttaka í trúarlegu starfi sé ekki bara gefandi fyrir sálina, hún mun líka hafa góð áhrif á heilsufarið. Samkvæmt þeim býr trúað fólk við betri heilsu en efasemdarmennirnir og lifir þar að auki lengur. Dr. Robert Sapolsky er einn kunnasti þróunarlíffræðingur okkar daga og hefur sérhæft sig í því að rekja hegðun okkar og hugmyndir til fortíðar okkar og bakgrunns. Hvers vegna hafa sumir eiginleikar orðið ofan á og aðrir ekki? Hann helgar einn fyrirlestur fyrir nemendur sína í Stanford háskóla, trúariðkun. Þótt sjálfur sé hann ekki að eigin sögn trúrækinn, lýsir hann því yfir að „trúin sé náttúrulegt meðal við þunglyndi“. Trúað fólk bæti árum við lífið og lífi við árin. Ónæmiskerfið sé öflugra, blóðþrýstingurinn betri og það nái sér að jafnaði fyrr eftir veikindi og önnur áföll. Hvað er það sem sem hefur þau áhrif? Jú trú hvetur fólk til að sýna hvert öðru kærleika og til að fyrirgefa. Trúaðir finna fyrir snertingu við æðri mátt. Slíkt gefur lífi þeirra tilgang og merkingu. Þá er takturinn í tilverunni jafn ef fólk stundar reglulegt helgihald. Allt hefur þetta markverð og mælanleg áhrif á gæði lífs og lengd. Fræðimenn hafa reyndar lengi áttað sig á þörf manneskjunnar fyrir andlegt líf. Í skilgreiningu á hugtakinu „heilbrigði“ ræðir Alþjóða heilbrigðisstofnun (WHO) um trúarafstöðu, gildi og siðferði. Trúin hjálpar fólki að takast á við áskoranir tilverunnar og ná tilsettum árangri („The spiritual dimension plays a great role in motivating people's achievement in all aspects of life“). Hvers konar trú? Í rannsóknum fræðimanna á borð við Sapolsky má þó greina skarpan greinarmun á því hvers eðlis trúin er, í ljósi hinnar boðuðu hollustu. Sá sem horfir á systkini sín ásakandi augum sér að endingu hið sama þegar eigin spegilmynd blasir við. Þá er hætt við að tilveran verði þjökuð af áhyggjum og angist. Slíkt háttarlag leiðir auk þess til þess að fólk einangrist félagslega. Það gefur auga leið að sú afstaða er hvorki líkleg til gæða lífs né fjölda ævidaga. Þegar við lesum frásagnir af Jesú, kynnumst við einmitt þessum greinarmun. Í einni af sinni þekktustu dæmisögu, Miskunnsama Samverjanum eru það hvorki meira né minna en prestur og levíti sem bregðast manni sem var í sárri neyð. Ástæðuna þekktu samtímamenn Jesú: Þeir máttu ekki óhreinka sig áður en þeir fóru að sinna helgihaldinu. En breytni Samverjans, þess sem trúaðir gyðingar fordæmdu, reyndist hin rétta. Víða í guðspjöllunum kynnumst við því hversu gagnrýninn Jesús var í garð þeirra sem dæmdu fólk hart og sáu ofsjónum yfir veikleikum þeirra og brestum. Heilbrigð trú ræktar auk þess þá kennd sem sennilega skiptir mestu máli þegar kemur að farsæld og góðu lífi. Það er þakklætið. Fátt bætir líf okkar meira en að kunna og brúka listina að færa þakkir. Stór hluti bæna eru þakkarbænir. Þá reynum við að draga fram það jákvæða úr tilverunni, orða það og minna okkur svo á hversu fjarri því fer að lífsgæðin okkar séu sjálfsögð. Þetta er ólíkt þeirri afstöðu sem nútíminn otar að okkur, nefnilega að okkur sé áskapað að leita í sífellu einhvers sem er betra og eftirsóknarverðara en það sem við höfum hér og nú. Því fylgir ertandi kennd, eirðarleysi að því ógleymdu hversu óskapleg sóun fylgir því að geta aldrei unað við það sem við eigum. Hvað virkar? Gott trúarlíf er laust við öfga og bókstafshyggju. Sönn trú afneitar ekki þekkingu og vísindum. Hún lætur ekki þröngva sér inn á ranghala frumstæðrar hugsunar þar sem fólki er stillt upp við vegg og það er krafið um skýra og afdráttarlausa afstöðu. Trú snýst um það hvernig við lifum lífi okkar. Trúin fær okkur til að leita og fyllast lotningu og undrun. Hún hvetur okkur til að skynja markmið mitt í ólgusjó daganna. Spurningarnar sem trúin ávarpar rista djúpt, þær tengjst tilveru okkar og tilgangi. Hér fléttast saman reynsla okkar af lífinu og leit okkar að réttlæti, frelsi og kærleika. Í þeim anda krefur trúin okkur um sjálfstæða hugsun, ekki múlbundna og þvingaða. Hún á ekki að vekja með okkur ótta heldur traust. Og sennilega er gullna reglan eitt öflugasta mótvægið við þann glórulausa dauðadans sem samtíminn stígur og kallar lífsgæðakapphlaup. Henni fylgir heilbrigð afstaða til Guðs, til sköpunarinnar og náungans. Já, víst er ég hlutdrægur í þessum efnum, en oft hef ég litið á trúsystkini mín í eldri kantinum og samglaðst þeim hversu vel þau eru á sig komin! Líffræðingar, sem eru sjálfir vitanlega á ýmsum stöðum í litrófi hins trúarlega, hafa rannsakað áhrif þess að rækta með sér jákvæða trúarkennd sem skilar sér í þakklæti og gefur manneskjunni ríkulegan tilgang. Niðurstöður þeirra eru á þá leið að slík afstaða leiði af sér langt og gott líf. Hún er þó aðeins ein víddin af mörgum. Hitt skiptir sennilega enn meira máli að trúarþörfin er sterk í hverri manneskju og mestu varðar að henni sé mætt með réttum hætti. Höfum þetta í huga þegar við hugleiðum umbætur á líkama og sálu á nýju ári. Það er lítið mál að taka þátt í trúarlegu starfi. Messað er á hverjum sunnudegi og allar hátíðar. Svo er líflegt starf í sóknum landsins sem stendur öllum til boða endurgjaldslaust auk samtals við starfsfólk kirkjunnar og sjálfboðaliða. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun