Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við fréttastofu.
Hann segir að áreksturinn hafi ekki verið harður, en dekk hafi sprungið á þeim báðum og hvorugur þeirra ökuhæfur. Bílunum hafi ekki verið ekið á miklum hraða.
Samkvæmt honum er búið að opna fyrir umferð um veginn að nýju og sennilega búið að fjarlægja bílana.
Tilkynning um slysið barst lögreglunni klukkan 16:07.
Ók á mannlausa bifreið í Kömbunum
Klukkan 12:24 barst lögreglunni tilkynning um að ekið hefði verið á mannlausa bifreið í Kömbunum.
Samkvæmt Garðari missti ökumaður stjórn á bílnum í sterkri vindhviðu, og rann á mannlausa bifreið í vegkantinum og svo utan í vegriðið hinum megin.
Ökumaður hafi ekki verið á mikilli ferð, aðeins um 50 - 60 km/klst.
Enginn slys urðu á fólki og upplýsingar liggja ekki fyrir um það hvort bíllinn sé ökuhæfur.