Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2024 15:07 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætti hagsmuna Eljumanna en Gísli Tryggvason stóð vaktina fyrir Hjálmar í dómssal. Vísir Hjálmar Friðriksson blaðamaður á Samstöðinni hefur verið sýknaður af stefnu þriggja fjárfesta og félags þeirra vegna ummæla í fréttum í tengslum við andlát sextugs Pólverja í bruna á Funahöfða í október 2023. Það var þann 16. október 2023 sem eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða í Reykjavík. Þrír voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans en fjöldi fólks bjó í húsinu, að megninu til erlent verkafólk. Einn slasaðist alvarlega og lést af sárum sínum. Fram kom í fréttum í kringum eldsvoðann að húsnæðið væri að mestu í eigu tveggja félaga í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóra HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmanns hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Þremenningarnir stefndu Hjálmari fyrir ummæli sem birtust í tveimur fréttum á vef Samstöðvarinnar. Fréttirnar voru undir fyrirsögnunum: „Arnar, Pétur Árni og Jón Einar eru nútíma þrælahaldarar“ Og: „Lést í húsi Péturs, Jóns Einars og Arnars“. Ummælin sem þremenningarnir kröfðust að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: 1. Sannleikurinn er þó að Elja stundar nútíma þrælahald, sem hefur nú dregið mann til dauða á Íslandi 2. Nú hafa þessir vafasömu starfshættir dregið mann til dauða. 3. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það má hafa góðar tekjur af þrælahaldi. Svo er raunin með Elju. Pétur, Jón Einar og Arnar kröfðust hver um sig þriggja milljóna króna í bætur en auk þess var krafist sex milljóna króna í skaðabætur fyrir hönd Elju starfsmannaþjónustu. Áralöng umræða Í málinu tókust á tjáningarfrelsi blaðamanns samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu og friðhelgi einkalífs eigenda starfsmannaþjónustunnar og húsnæðisins við Funahöfða og þeirra réttinda með vísan til mannréttindasáttmálans. Héraðsdómur Reykjavíkur minnti á að umræða um þjóðfélagsmál og tjáning í formi framlags til umræðu er varðar almenning njóti aukinnar verndar tjáningarfrelsisins. Þá væri ekki hægt að horfa einangrað til þeirra orða sem þremenningarnir stefndu Hjálmari fyrir heldur þurfi að horfa til breiðara samhengis og tjáningunni í heild. Umræða um starfsmannaþjónustu hafi verið virk í samfélaginu í langan tíma. Þar hafi nafn Elju áður komið fram. Því yrði að skoða ummælin í ljósi opinberrar umræðu um þau brýnu málefni erlends verkafólks hér á landi en reglulega hafa verið sagðar fréttir af aðbúnaði, búsetu og launum þeirra sem búi oft margir saman í litlum vistarverum og deili jafnvel herbergi með örðum. Þar hafi ítrekað komið upp eldsvoðar og jafnvel valdið andlátum. Næg stoð í staðreyndum Fyrstu ummælin þar sem þremenningarnir voru kallaðir „nútíma þrælahaldarar“ gátu að mati dómsins ekki ein og sér vísað til tiltekins refsiverðs verknaðar, þótt þrælahald sé bannað með lögum. Um sé að ræða orð sem notuð séu með almennum hætti um háttsemi sem sá sem orðin notar telur ámælisverða. Enn frekar eigi það við þegar forskeytinu „nútíma“ sé bætt framan við. Þó svo að ummælin séu harkaleg og truflandi verði að meta þau heildstætt í samhengi við báðar umræddar fréttir sem Hjálmar ritaði og í samhengi við heildarumræðu um aðbúnað erlends verkafólks. Fréttirnar og ummælin í þeim hafi verið framlag til umræðu um bága stöðu erlendra verkamanna hérlendis. Þó þau hafi verið óvægin verði ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að ummælin og fréttirnar sem þau birtust í hafi haft þann tilgang einan að móðga eða niðurlægja þremenninganna af hreinum illvilja. Ummælin í heild sinni sem gildisdómur teljist samkvæmt öllu hafa næga stoð í staðreyndum. Ekki verði annað séð en að Hjálmar hafi verið í góðri trú um réttmæli ummælanna þegar þau féllu. Þó Hjálmar sé blaðamaður og starfi á fjölmiðli sé ekki útilokað að hann geti tjáð skoðanir sínar, draga ályktanir eða setja fram gildisdóma. Þótt ummælin hafi verið óvægin verði ekki séð að Hjálmar hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns. Ekki lykilatriði að hinn látni hafi ekki verið starfsmaður Elju Héraðsdómur Reykjavíkur komust að sömu niðurstöðu varðandi hin tvö ummælin og var Hjálmar sýknaður af kröfu þremenninganna. Þá gerðu þremenningarnir athugasemdir við mynd- og nafnbirtingar af þeim í viðkomandi fréttum. Í niðurstöðu dómsins kom fram að þremenningarnir hafi átt og rekið starfsmannaleiguna Elju og enginn ágreiningur um að þeir hafi einnig í gegnum önnur félög í þeirra eigu átt stóran eignarhlut í húsnæðinu að Funahöfða 7. Hafi þeir þannig í gegnum fyrirtæki sín beinlínis tvíþætta aðkomu að aðbúnaði verkafólks, bæði sem launagreiðendur og sem leigusalar erlends verkafólks. „Í þessu sambandi getur ekki haft úrslitavægi hvort sá einstaklingur sem lést í brunanum að Funahöfða 7 hafi á þeim tíma verið atvinnulaus og því ekki starfsmaður Elju,“ segir í dómnum. „Við þessar aðstæður getur skerðing á frelsi fjölmiðla til að fjalla um þessi málefni ekki talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Verður þannig lagt til grundvallar að nægar ástæður hafi verið fyrir hendi sem réttlættu umfjöllunina í heild, einnig myndbirtingu og nafngreiningu stefnenda, enda skipti grundvallarmáli hvort hið birta efni, bæði myndir og texti, teljist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu og eigi þannig erindi til almennings.“ Með hliðsjón af dómafordæmum var ekki fallist á að gengið hefði verið of nærri einkalífi þremenninganna með myndbirtingu af þeim en óhjákvæmilegt var. Tjáningarfrelsi Hjálmar til birtingar mynda vegi þyngri en friðhelgi einkalífs þremenninganna og réttur þeirra til eigin myndar. Dómsmál Fjölmiðlar Bruni á Funahöfða Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Krefja blaðamann Samstöðvarinnar um fimmtán milljónir Fjárfestarnir Arnar Hauksson, Jón Einar Eyjólfsson og Pétur Árni Jónsson hafa sett fram kröfu á hendur Hjálmari Friðrikssyni blaðamanni Samstöðvarinnar. Þeir vilja að hann greiði þeim þrjár milljónir hverjum í miskabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ótilhlýðilegra skrifa. Gísli Tryggvason lögmaður Hjálmars krefst sýknu. 24. september 2024 08:02 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Það var þann 16. október 2023 sem eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða í Reykjavík. Þrír voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans en fjöldi fólks bjó í húsinu, að megninu til erlent verkafólk. Einn slasaðist alvarlega og lést af sárum sínum. Fram kom í fréttum í kringum eldsvoðann að húsnæðið væri að mestu í eigu tveggja félaga í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóra HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmanns hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Þremenningarnir stefndu Hjálmari fyrir ummæli sem birtust í tveimur fréttum á vef Samstöðvarinnar. Fréttirnar voru undir fyrirsögnunum: „Arnar, Pétur Árni og Jón Einar eru nútíma þrælahaldarar“ Og: „Lést í húsi Péturs, Jóns Einars og Arnars“. Ummælin sem þremenningarnir kröfðust að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: 1. Sannleikurinn er þó að Elja stundar nútíma þrælahald, sem hefur nú dregið mann til dauða á Íslandi 2. Nú hafa þessir vafasömu starfshættir dregið mann til dauða. 3. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það má hafa góðar tekjur af þrælahaldi. Svo er raunin með Elju. Pétur, Jón Einar og Arnar kröfðust hver um sig þriggja milljóna króna í bætur en auk þess var krafist sex milljóna króna í skaðabætur fyrir hönd Elju starfsmannaþjónustu. Áralöng umræða Í málinu tókust á tjáningarfrelsi blaðamanns samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu og friðhelgi einkalífs eigenda starfsmannaþjónustunnar og húsnæðisins við Funahöfða og þeirra réttinda með vísan til mannréttindasáttmálans. Héraðsdómur Reykjavíkur minnti á að umræða um þjóðfélagsmál og tjáning í formi framlags til umræðu er varðar almenning njóti aukinnar verndar tjáningarfrelsisins. Þá væri ekki hægt að horfa einangrað til þeirra orða sem þremenningarnir stefndu Hjálmari fyrir heldur þurfi að horfa til breiðara samhengis og tjáningunni í heild. Umræða um starfsmannaþjónustu hafi verið virk í samfélaginu í langan tíma. Þar hafi nafn Elju áður komið fram. Því yrði að skoða ummælin í ljósi opinberrar umræðu um þau brýnu málefni erlends verkafólks hér á landi en reglulega hafa verið sagðar fréttir af aðbúnaði, búsetu og launum þeirra sem búi oft margir saman í litlum vistarverum og deili jafnvel herbergi með örðum. Þar hafi ítrekað komið upp eldsvoðar og jafnvel valdið andlátum. Næg stoð í staðreyndum Fyrstu ummælin þar sem þremenningarnir voru kallaðir „nútíma þrælahaldarar“ gátu að mati dómsins ekki ein og sér vísað til tiltekins refsiverðs verknaðar, þótt þrælahald sé bannað með lögum. Um sé að ræða orð sem notuð séu með almennum hætti um háttsemi sem sá sem orðin notar telur ámælisverða. Enn frekar eigi það við þegar forskeytinu „nútíma“ sé bætt framan við. Þó svo að ummælin séu harkaleg og truflandi verði að meta þau heildstætt í samhengi við báðar umræddar fréttir sem Hjálmar ritaði og í samhengi við heildarumræðu um aðbúnað erlends verkafólks. Fréttirnar og ummælin í þeim hafi verið framlag til umræðu um bága stöðu erlendra verkamanna hérlendis. Þó þau hafi verið óvægin verði ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að ummælin og fréttirnar sem þau birtust í hafi haft þann tilgang einan að móðga eða niðurlægja þremenninganna af hreinum illvilja. Ummælin í heild sinni sem gildisdómur teljist samkvæmt öllu hafa næga stoð í staðreyndum. Ekki verði annað séð en að Hjálmar hafi verið í góðri trú um réttmæli ummælanna þegar þau féllu. Þó Hjálmar sé blaðamaður og starfi á fjölmiðli sé ekki útilokað að hann geti tjáð skoðanir sínar, draga ályktanir eða setja fram gildisdóma. Þótt ummælin hafi verið óvægin verði ekki séð að Hjálmar hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns. Ekki lykilatriði að hinn látni hafi ekki verið starfsmaður Elju Héraðsdómur Reykjavíkur komust að sömu niðurstöðu varðandi hin tvö ummælin og var Hjálmar sýknaður af kröfu þremenninganna. Þá gerðu þremenningarnir athugasemdir við mynd- og nafnbirtingar af þeim í viðkomandi fréttum. Í niðurstöðu dómsins kom fram að þremenningarnir hafi átt og rekið starfsmannaleiguna Elju og enginn ágreiningur um að þeir hafi einnig í gegnum önnur félög í þeirra eigu átt stóran eignarhlut í húsnæðinu að Funahöfða 7. Hafi þeir þannig í gegnum fyrirtæki sín beinlínis tvíþætta aðkomu að aðbúnaði verkafólks, bæði sem launagreiðendur og sem leigusalar erlends verkafólks. „Í þessu sambandi getur ekki haft úrslitavægi hvort sá einstaklingur sem lést í brunanum að Funahöfða 7 hafi á þeim tíma verið atvinnulaus og því ekki starfsmaður Elju,“ segir í dómnum. „Við þessar aðstæður getur skerðing á frelsi fjölmiðla til að fjalla um þessi málefni ekki talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Verður þannig lagt til grundvallar að nægar ástæður hafi verið fyrir hendi sem réttlættu umfjöllunina í heild, einnig myndbirtingu og nafngreiningu stefnenda, enda skipti grundvallarmáli hvort hið birta efni, bæði myndir og texti, teljist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu og eigi þannig erindi til almennings.“ Með hliðsjón af dómafordæmum var ekki fallist á að gengið hefði verið of nærri einkalífi þremenninganna með myndbirtingu af þeim en óhjákvæmilegt var. Tjáningarfrelsi Hjálmar til birtingar mynda vegi þyngri en friðhelgi einkalífs þremenninganna og réttur þeirra til eigin myndar.
Dómsmál Fjölmiðlar Bruni á Funahöfða Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Krefja blaðamann Samstöðvarinnar um fimmtán milljónir Fjárfestarnir Arnar Hauksson, Jón Einar Eyjólfsson og Pétur Árni Jónsson hafa sett fram kröfu á hendur Hjálmari Friðrikssyni blaðamanni Samstöðvarinnar. Þeir vilja að hann greiði þeim þrjár milljónir hverjum í miskabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ótilhlýðilegra skrifa. Gísli Tryggvason lögmaður Hjálmars krefst sýknu. 24. september 2024 08:02 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Krefja blaðamann Samstöðvarinnar um fimmtán milljónir Fjárfestarnir Arnar Hauksson, Jón Einar Eyjólfsson og Pétur Árni Jónsson hafa sett fram kröfu á hendur Hjálmari Friðrikssyni blaðamanni Samstöðvarinnar. Þeir vilja að hann greiði þeim þrjár milljónir hverjum í miskabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ótilhlýðilegra skrifa. Gísli Tryggvason lögmaður Hjálmars krefst sýknu. 24. september 2024 08:02