Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifa 23. desember 2024 11:02 Jólin geta verið dásamlegur tími þrátt fyrir skammdegið, sem við lýsum þá upp með ljósaseríum eða kertum í faðmi fjölskyldu og vina. Þessum tíma geta líka fylgt áskoranir m.t.t loftgæði innandyra. Sem dæmi geta skert loftgæð haft áhrif á þurrk í hálsi og augum, nefstíflur eða jafnvel valdið höfuðverk. Við tengjum þessi einkenni oft við skammdegið, álag eða kulda, en á sama tíma er vert að hafa loftgæði á heimilinu í huga. Hátíðarljós og kerti Kertaljós skapa hlýja stemningu, en þau losa einnig mengandi efni eins og rokgjörn lífræn efni (VOC) og sót sem hafa áhrif á loftgæði. Ef kerti eru ilmandi eða lituð getur það aukið magn óæskilegra efna í loftinu. Þau fela einnig í sér brunahættu. Það er gott ráð að lofta reglulega út, veldu ólituð kerti úr náttúrulegum efnum, hafðu þau fjarri skreytingum og slökktu á þeim þegar þú yfirgefur herbergi. Jólatré og skraut Gervijólatré og nýhöggvin tré geta bæði haft áhrif á loftgæðin. Gervitré losa rokgjörn efni (VOC) og eru úðuð með eldtefjandi efnum, en náttúruleg tré geta borið með sér frjókorn og sveppagró. Viðrið gervitré í nokkra daga fyrir notkun, og skolaðu náttúruleg tré áður en þau fara inn. Veljið vistvænt skraut til að minnka innflutning skaðlegra efna. Gjafir og loftgæði Gjafir, sérstaklega frá löndum með minna eftirlit, geta stundum losað efni eins og þalöt, BPA og PFAS. Þessi efni geta verið hormónatruflandi og valdið ertingu í slímhúð. Ef mikil og sterk lykt er af hlutnum er ráð að setja hann ekki strax í svefnrými, og gott ef hægt er að strjúka af honum með rakri tusku og reyna svo að láta lofta um hann afsíðis. Reynið að opna gjafir í loftræstu rými, opna glugga og forðist vörur úr plasti án vottana. Veljið vistvænar eða sjálfbærar gjafir og notið umhverfisvænar umbúðir. Losið plast umbúðir um leið og hægt er í lokaðar sorptunnur/ílát. Þvoið fatnað áður en hann er notaður. Sjálfbærni og umhverfi Endurnýtið: Notið gjafapappír, merkimiða og skraut aftur. Gefið upplifanir: Gjafir sem stuðla að minni sóun og ánægju. Skipuleggið innkaup: Forðist matarsóun og nýtið afganga vel. Hagnýt lausn fyrir hátíðarnar Loftræstu reglulega, fylgstu með loftraka og tryggðu góð loftskipti. Lítill raki dregur úr líkum á myglu og bætir loftgæðin. Gott jafnvægi er lykillinn að heilbrigðu heimili. Með litlum breytingum getum við gert hátíðarnar notalegri, heilbrigðari og vistvænni. Gleðileg loftgæða jól! Höfundar er Heiða Mjöll Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá LSH og Sylgja Dögg lýðheilsu- og líffræðingur hjá VERKVIST verkfræðistofu báðar í stjórn IceIAQ samtök um loftgæði og ráðstefnustjórn Healthy buildings Iceland 2025 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jólin geta verið dásamlegur tími þrátt fyrir skammdegið, sem við lýsum þá upp með ljósaseríum eða kertum í faðmi fjölskyldu og vina. Þessum tíma geta líka fylgt áskoranir m.t.t loftgæði innandyra. Sem dæmi geta skert loftgæð haft áhrif á þurrk í hálsi og augum, nefstíflur eða jafnvel valdið höfuðverk. Við tengjum þessi einkenni oft við skammdegið, álag eða kulda, en á sama tíma er vert að hafa loftgæði á heimilinu í huga. Hátíðarljós og kerti Kertaljós skapa hlýja stemningu, en þau losa einnig mengandi efni eins og rokgjörn lífræn efni (VOC) og sót sem hafa áhrif á loftgæði. Ef kerti eru ilmandi eða lituð getur það aukið magn óæskilegra efna í loftinu. Þau fela einnig í sér brunahættu. Það er gott ráð að lofta reglulega út, veldu ólituð kerti úr náttúrulegum efnum, hafðu þau fjarri skreytingum og slökktu á þeim þegar þú yfirgefur herbergi. Jólatré og skraut Gervijólatré og nýhöggvin tré geta bæði haft áhrif á loftgæðin. Gervitré losa rokgjörn efni (VOC) og eru úðuð með eldtefjandi efnum, en náttúruleg tré geta borið með sér frjókorn og sveppagró. Viðrið gervitré í nokkra daga fyrir notkun, og skolaðu náttúruleg tré áður en þau fara inn. Veljið vistvænt skraut til að minnka innflutning skaðlegra efna. Gjafir og loftgæði Gjafir, sérstaklega frá löndum með minna eftirlit, geta stundum losað efni eins og þalöt, BPA og PFAS. Þessi efni geta verið hormónatruflandi og valdið ertingu í slímhúð. Ef mikil og sterk lykt er af hlutnum er ráð að setja hann ekki strax í svefnrými, og gott ef hægt er að strjúka af honum með rakri tusku og reyna svo að láta lofta um hann afsíðis. Reynið að opna gjafir í loftræstu rými, opna glugga og forðist vörur úr plasti án vottana. Veljið vistvænar eða sjálfbærar gjafir og notið umhverfisvænar umbúðir. Losið plast umbúðir um leið og hægt er í lokaðar sorptunnur/ílát. Þvoið fatnað áður en hann er notaður. Sjálfbærni og umhverfi Endurnýtið: Notið gjafapappír, merkimiða og skraut aftur. Gefið upplifanir: Gjafir sem stuðla að minni sóun og ánægju. Skipuleggið innkaup: Forðist matarsóun og nýtið afganga vel. Hagnýt lausn fyrir hátíðarnar Loftræstu reglulega, fylgstu með loftraka og tryggðu góð loftskipti. Lítill raki dregur úr líkum á myglu og bætir loftgæðin. Gott jafnvægi er lykillinn að heilbrigðu heimili. Með litlum breytingum getum við gert hátíðarnar notalegri, heilbrigðari og vistvænni. Gleðileg loftgæða jól! Höfundar er Heiða Mjöll Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá LSH og Sylgja Dögg lýðheilsu- og líffræðingur hjá VERKVIST verkfræðistofu báðar í stjórn IceIAQ samtök um loftgæði og ráðstefnustjórn Healthy buildings Iceland 2025
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar