Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. desember 2024 16:09 Það má með sanni segja að verðandi hjón séu í skýjunum. Hin nýtrúlofaða listakona Vigdís Howser svífur um á bleiku skýi eftir snemmbúna jólagjöf í formi bónorðs frá kærastanum á stórtónleikum Sir Paul McCartney í London í gær. Vigdís og unnusti hennar Kristján Ernir Björvinssson, framleiðandi og dagskrárgerðarmaður, voru stödd á tónleikum Bítilsins í 02 höllinni í London í gærkvöldi þegar Kristján skellti sér öllum að óvörum á skeljarnar og bað um hönd Vigdísar. Vigdís segist hafa verið gapandi hissa. „Ég hélt að við værum bara að taka mynd á meðan Paul McCartney var að syngja uppáhalds lagið mitt. Ég fór eiginlega alveg í black-out. Það voru alveg tuttugu þúsund manns í kringum okkur og ótrúlega margir Íslendingar. Svo kom Matti Matt tónlistarmaður til okkar og óskaði okkur til hamingju,“ segir Vigdís hlæjandi. Parið var á veitingastaðnum Sketch í London að skála fyrir tímamótunum og að njóta lífsins þegar blaðamaður náði tali af þeim. „Við erum núna á Sketch að fagna þessu og það er búið að hella í okkur kampavíni, ótrúlega gaman,“ segir Vigdís sem nýtur lífsins. Vigdís segir að þau ætli að gifta sig 2026 eða 2027. Hún er eðli málsins samkvæmt enn að ná sér niður á jörðina eftir augnablikið sem mun aldrei gleymast. Þau Kristján hafa verið saman í eitt og hálft ár og alla tíð verið á bleiku skýi. „Hann var búinn að ákveða að biðja mín í fyrsta skipti sem við hittumst. Þetta var bara ást við fyrstu sýn.“ Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @kalladumighowser Romance still lives on - he was so covered in lipstick 🤣 i love this man #fyp #paulmccartney #london #o2 #proposal #íslenskt ♬ original sound - Kallaðu mig Howser Ástin og lífið Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Sjá meira
Vigdís og unnusti hennar Kristján Ernir Björvinssson, framleiðandi og dagskrárgerðarmaður, voru stödd á tónleikum Bítilsins í 02 höllinni í London í gærkvöldi þegar Kristján skellti sér öllum að óvörum á skeljarnar og bað um hönd Vigdísar. Vigdís segist hafa verið gapandi hissa. „Ég hélt að við værum bara að taka mynd á meðan Paul McCartney var að syngja uppáhalds lagið mitt. Ég fór eiginlega alveg í black-out. Það voru alveg tuttugu þúsund manns í kringum okkur og ótrúlega margir Íslendingar. Svo kom Matti Matt tónlistarmaður til okkar og óskaði okkur til hamingju,“ segir Vigdís hlæjandi. Parið var á veitingastaðnum Sketch í London að skála fyrir tímamótunum og að njóta lífsins þegar blaðamaður náði tali af þeim. „Við erum núna á Sketch að fagna þessu og það er búið að hella í okkur kampavíni, ótrúlega gaman,“ segir Vigdís sem nýtur lífsins. Vigdís segir að þau ætli að gifta sig 2026 eða 2027. Hún er eðli málsins samkvæmt enn að ná sér niður á jörðina eftir augnablikið sem mun aldrei gleymast. Þau Kristján hafa verið saman í eitt og hálft ár og alla tíð verið á bleiku skýi. „Hann var búinn að ákveða að biðja mín í fyrsta skipti sem við hittumst. Þetta var bara ást við fyrstu sýn.“ Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @kalladumighowser Romance still lives on - he was so covered in lipstick 🤣 i love this man #fyp #paulmccartney #london #o2 #proposal #íslenskt ♬ original sound - Kallaðu mig Howser
Ástin og lífið Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Sjá meira