Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 20. desember 2024 11:32 Einhver sagði si svona: “Það þarf bara að loka einu álveri til að eiga næga orku og klára orkuskiptin”. En það er aðeins flóknara en það… Álverin á Íslandi greiða fyrir raforkuna sem þau kaupa og gera um þau viðskipti langtíma samninga. Þessir samningar eru um leið traustur rekstrargrunnur orkufyrirtækjanna. Fyrir þá raforku sem álverin kaupa, verða til verðmæti. Útflutningsverðmæti álframleiðslu á síðasta ári voru 325 milljarðar og innlend útgjöld álveranna voru 160 milljarðar. Þar af greiddu álverin rúma 25 milljarða í laun og launatengd gjöld og þau greiddu 9,5 milljarða í opinber gjöld. Álverin þrjú á Íslandi eru öll í spriklandi fínu standi enda hafa þau lagt sig fram um að fjárfesta í innviðum sínum, bæði til viðhalds og ekki síður til að auka virði þeirrar vöru sem þau framleiða. Á þeim sjást engin ellimerki og engin ástæða til að loka þeim. Ef við lokum álveri til að rýma fyrir orkuskiptunum verða ekki til þau verðmæti sem álverin skapa þjóðinni. Þúsundir Íslendinga munu bera af slíku tjón í formi tekjumissis, en hjá álverunum starfa um 2000 manns í fjölbreyttum störfum og hátt í 5000 manns sé tekið tillit til afleiddra starfa. Frumkvöðlastarf og nýsköpun hefur dafnað nálægt áliðnaði á Íslandi og nýtur vísindasamfélagið góðs af með mörgum áhugaverðum verkefnum sem skipta einmitt máli í baráttunni við loftslagsvána. Það allra mikilvægasta er þó án efa að til viðbótar við þann hagræna ávinning sem þjóðin hefur af álframleiðslu á Íslandi er hún mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Á Íslandi framleiðum við nefnilega ál með lægst kolefnisspor í heimi. Orkuskiptin verður einfaldlega að klára með því að afla meiri orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Stóriðja Áliðnaður Orkuskipti Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Einhver sagði si svona: “Það þarf bara að loka einu álveri til að eiga næga orku og klára orkuskiptin”. En það er aðeins flóknara en það… Álverin á Íslandi greiða fyrir raforkuna sem þau kaupa og gera um þau viðskipti langtíma samninga. Þessir samningar eru um leið traustur rekstrargrunnur orkufyrirtækjanna. Fyrir þá raforku sem álverin kaupa, verða til verðmæti. Útflutningsverðmæti álframleiðslu á síðasta ári voru 325 milljarðar og innlend útgjöld álveranna voru 160 milljarðar. Þar af greiddu álverin rúma 25 milljarða í laun og launatengd gjöld og þau greiddu 9,5 milljarða í opinber gjöld. Álverin þrjú á Íslandi eru öll í spriklandi fínu standi enda hafa þau lagt sig fram um að fjárfesta í innviðum sínum, bæði til viðhalds og ekki síður til að auka virði þeirrar vöru sem þau framleiða. Á þeim sjást engin ellimerki og engin ástæða til að loka þeim. Ef við lokum álveri til að rýma fyrir orkuskiptunum verða ekki til þau verðmæti sem álverin skapa þjóðinni. Þúsundir Íslendinga munu bera af slíku tjón í formi tekjumissis, en hjá álverunum starfa um 2000 manns í fjölbreyttum störfum og hátt í 5000 manns sé tekið tillit til afleiddra starfa. Frumkvöðlastarf og nýsköpun hefur dafnað nálægt áliðnaði á Íslandi og nýtur vísindasamfélagið góðs af með mörgum áhugaverðum verkefnum sem skipta einmitt máli í baráttunni við loftslagsvána. Það allra mikilvægasta er þó án efa að til viðbótar við þann hagræna ávinning sem þjóðin hefur af álframleiðslu á Íslandi er hún mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Á Íslandi framleiðum við nefnilega ál með lægst kolefnisspor í heimi. Orkuskiptin verður einfaldlega að klára með því að afla meiri orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar