Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson skrifa 17. desember 2024 10:30 Í sumarbyrjun tókst að koma öllum ætluðum þolendum Quang Lé í (tímabundið) var. Með dugnaði þeirra sjálfra, ásamt samstilltu átaki verkalýðshreyfingarinnar, Vinnumálastofnunar, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Bjarkarhlíðar, tókst að grípa hópinn, finna störf fyrir þau og tryggja þannig grundvöll fyrir dvöl þeirra í landinu til eins árs. Ýmsir þröskuldar og skortur á heildarsýn í málaflokknum þvældist þó fyrir líkt og undirrituð fjölluðu um í fyrri grein. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og yfirlýsingar í upphafi um að ætlaðir þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið eða um stöðu sína hafa takmörkuð svör fengist um framhaldið, nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfanna. Einnig berast fréttir af því að það eigi að afturkalla einhver þeirra dvalarleyfa sem byggja á hjúskap, enda sé ekki um að ræða raunveruleg hjónabönd. Þá má ætla að prófskírteini verði endurskoðuð í samræmi við almennt verklag, sem leitt getur til slæmrar niðurstöðu fyrir ætlaða þolendur mansals. Ef ákvarðanir eru teknar án tillit til sérstakrar og viðkvæmrar stöðu fólksins, sem hugsanlegra þolenda mansals á íslenskum vinnumarkaði, er næsta víst að við köstumst langt aftur í baráttunni gegn vinnumansali á Íslandi. Undirrituð krefjast þess að stofnanir sýni ítrustu hófsemi í öllum ákvörðunum um framtíð einstaklinganna í ljósi þess hvar málið er statt. Undirrituð skora jafnframt á verðandi ráðherra vinnumarkaðsmála annars vegar og dómsmálaráðherra hins vegar að gera það að einu af sínum fyrstu verkum að veita hugrakka pólitíska forystu í þessum efnum og standa með þolendum mansals. Hvað gerist ef við stöndum ekki með þolendum mansals og misneytingar? Rannsókn lögreglu á viðskiptaveldi Quang Lé og tengdra aðila stendur enn þá yfir og ætla má að rannsóknarhagsmunir séu fólgnir í því að eyða óvissu um framtíð ætlaðra þolenda á Íslandi. Fréttir hafa borist af því að Quang Lé og tengdir aðilar hafi reynt að nálgast fyrrum starfsfólk sitt. Eðli misneytingar og mansals í vinnu er þannig að gerandi hefur ofurvald yfir þolendum sínum. Atvinnurekandinn hefur ekki aðeins á hendi sér afkomu fólks heldur einnig húsnæði og dvalarleyfi. Lögregla hefur sjálf tjáð sig um mikilvægi þess að þolendur mansals fái viðeigandi aðstoð og vernd, svo að þau lendi ekki aftur undir hæl gerandans. Það er líka réttlætismál að tryggja vernd fyrir fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi; fólk sem kom um langan veg til Íslands eftir að hafa selt eigur sínar í heimalandinu og jafnvel steypt sér í miklar skuldir, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Síðast en ekki síst er augljóst að þetta mál mun skapa fordæmi, sem mun svo skipta sköpum til lengri tíma um það hvort þolendur misneytingar og mansals verði yfirhöfuð tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Einungis með því að bjóða fólki upp á fyrirsjáanleika og öryggi getum við ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals stígi fram. Sterkari leyfi fyrir þolendur mansals og misneytingar Það má draga mikinn lærdóm af þeim misneytingar- og mansalsmálum sem komið hafa upp undanfarin misseri. Að mati undirritaðra er einna brýnast að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum mansals til boða. Það er einföld breyting. Tryggja þarf að dvalarleyfin telji upp í þann árafjölda sem fólk þarf til að eygja möguleikann á ótímabundnu dvalarleyfi hér á landi og að leyfin geti verið grundvöllur fjölskyldusameiningar. Í því samhengi má meðal annars horfa til Finnlands þar sem stjórnvöld hafa borið gæfu til þess að endurskoða dvalarleyfakerfið sitt með það að leiðarljósi að þolendur mansals njóti vafans. Að lokum Verkefnið framundan er að eyða allri óvissu fyrir ætlaða þolendur Quang Lé og samhliða því að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum til boða. Þannig sendum við skýr skilaboð til þolenda um að þeim sé óhætt að stíga fram og skýr skilaboð til gerenda um að misneyting launafólks verði ekki liðin. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Saga Kjartansdóttir er sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum á skrifstofu ASÍ. Halldór Oddsson er sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs á skrifstofu ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Mansal Vinnumarkaður Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumarbyrjun tókst að koma öllum ætluðum þolendum Quang Lé í (tímabundið) var. Með dugnaði þeirra sjálfra, ásamt samstilltu átaki verkalýðshreyfingarinnar, Vinnumálastofnunar, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Bjarkarhlíðar, tókst að grípa hópinn, finna störf fyrir þau og tryggja þannig grundvöll fyrir dvöl þeirra í landinu til eins árs. Ýmsir þröskuldar og skortur á heildarsýn í málaflokknum þvældist þó fyrir líkt og undirrituð fjölluðu um í fyrri grein. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og yfirlýsingar í upphafi um að ætlaðir þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið eða um stöðu sína hafa takmörkuð svör fengist um framhaldið, nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfanna. Einnig berast fréttir af því að það eigi að afturkalla einhver þeirra dvalarleyfa sem byggja á hjúskap, enda sé ekki um að ræða raunveruleg hjónabönd. Þá má ætla að prófskírteini verði endurskoðuð í samræmi við almennt verklag, sem leitt getur til slæmrar niðurstöðu fyrir ætlaða þolendur mansals. Ef ákvarðanir eru teknar án tillit til sérstakrar og viðkvæmrar stöðu fólksins, sem hugsanlegra þolenda mansals á íslenskum vinnumarkaði, er næsta víst að við köstumst langt aftur í baráttunni gegn vinnumansali á Íslandi. Undirrituð krefjast þess að stofnanir sýni ítrustu hófsemi í öllum ákvörðunum um framtíð einstaklinganna í ljósi þess hvar málið er statt. Undirrituð skora jafnframt á verðandi ráðherra vinnumarkaðsmála annars vegar og dómsmálaráðherra hins vegar að gera það að einu af sínum fyrstu verkum að veita hugrakka pólitíska forystu í þessum efnum og standa með þolendum mansals. Hvað gerist ef við stöndum ekki með þolendum mansals og misneytingar? Rannsókn lögreglu á viðskiptaveldi Quang Lé og tengdra aðila stendur enn þá yfir og ætla má að rannsóknarhagsmunir séu fólgnir í því að eyða óvissu um framtíð ætlaðra þolenda á Íslandi. Fréttir hafa borist af því að Quang Lé og tengdir aðilar hafi reynt að nálgast fyrrum starfsfólk sitt. Eðli misneytingar og mansals í vinnu er þannig að gerandi hefur ofurvald yfir þolendum sínum. Atvinnurekandinn hefur ekki aðeins á hendi sér afkomu fólks heldur einnig húsnæði og dvalarleyfi. Lögregla hefur sjálf tjáð sig um mikilvægi þess að þolendur mansals fái viðeigandi aðstoð og vernd, svo að þau lendi ekki aftur undir hæl gerandans. Það er líka réttlætismál að tryggja vernd fyrir fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi; fólk sem kom um langan veg til Íslands eftir að hafa selt eigur sínar í heimalandinu og jafnvel steypt sér í miklar skuldir, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Síðast en ekki síst er augljóst að þetta mál mun skapa fordæmi, sem mun svo skipta sköpum til lengri tíma um það hvort þolendur misneytingar og mansals verði yfirhöfuð tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Einungis með því að bjóða fólki upp á fyrirsjáanleika og öryggi getum við ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals stígi fram. Sterkari leyfi fyrir þolendur mansals og misneytingar Það má draga mikinn lærdóm af þeim misneytingar- og mansalsmálum sem komið hafa upp undanfarin misseri. Að mati undirritaðra er einna brýnast að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum mansals til boða. Það er einföld breyting. Tryggja þarf að dvalarleyfin telji upp í þann árafjölda sem fólk þarf til að eygja möguleikann á ótímabundnu dvalarleyfi hér á landi og að leyfin geti verið grundvöllur fjölskyldusameiningar. Í því samhengi má meðal annars horfa til Finnlands þar sem stjórnvöld hafa borið gæfu til þess að endurskoða dvalarleyfakerfið sitt með það að leiðarljósi að þolendur mansals njóti vafans. Að lokum Verkefnið framundan er að eyða allri óvissu fyrir ætlaða þolendur Quang Lé og samhliða því að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum til boða. Þannig sendum við skýr skilaboð til þolenda um að þeim sé óhætt að stíga fram og skýr skilaboð til gerenda um að misneyting launafólks verði ekki liðin. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Saga Kjartansdóttir er sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum á skrifstofu ASÍ. Halldór Oddsson er sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs á skrifstofu ASÍ.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun