Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 09:44 Þær Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdótir funda í dag og halda áfram viðræðum um mögulega myndun ríkisstjórnar sinna flokka. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. „Já, já. Það er fundað þétt,“ sagði Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Fundur var í þann mund að hefjast þegar fréttastofa náði af honum tali um klukkan 9:30. Samfylking og Viðreisn funda í dag Hann segir að staðsetning fundar dagsins verði ekki gefin upp, en í gær fundaði Kristrún ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Síðdegis, að loknum viðræðum dagsins, munu formennirnir veita fjölmiðlum viðtöl. „Svo verða þingflokksfundir hjá Samfylkingu og Viðreisn eftir það. Flokkur fólksins fundar svo sennilega á morgun,“ sagði Ólafur. Ætla má að á öllum þeim fundum verði gangur viðræðna efstur á baugi. Óvíst með gesti Í gær fengu formennirnir sjö gesti frá fjármálaráðuneytinu á sinn fund, en Ólafur kvaðst ekki geta sagt frá því hvort gestagangur yrði til formannanna í dag. Hann kvaðst raunar lítið annað geta gefið upp um fyrirkomulag fundarhalda dagsins. Samfylkingin hlaut 20,8 prósent fylgi í kosningunum og fær því 15 þingmenn. Viðreisn fékk 15,8 prósent og 11 þingmenn en Flokkur fólksins 13,8 prósent og 10 þingmenn. Verði af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka hefði ný ríkisstjórn því 36 manna þingmeirihluta. Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
„Já, já. Það er fundað þétt,“ sagði Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Fundur var í þann mund að hefjast þegar fréttastofa náði af honum tali um klukkan 9:30. Samfylking og Viðreisn funda í dag Hann segir að staðsetning fundar dagsins verði ekki gefin upp, en í gær fundaði Kristrún ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Síðdegis, að loknum viðræðum dagsins, munu formennirnir veita fjölmiðlum viðtöl. „Svo verða þingflokksfundir hjá Samfylkingu og Viðreisn eftir það. Flokkur fólksins fundar svo sennilega á morgun,“ sagði Ólafur. Ætla má að á öllum þeim fundum verði gangur viðræðna efstur á baugi. Óvíst með gesti Í gær fengu formennirnir sjö gesti frá fjármálaráðuneytinu á sinn fund, en Ólafur kvaðst ekki geta sagt frá því hvort gestagangur yrði til formannanna í dag. Hann kvaðst raunar lítið annað geta gefið upp um fyrirkomulag fundarhalda dagsins. Samfylkingin hlaut 20,8 prósent fylgi í kosningunum og fær því 15 þingmenn. Viðreisn fékk 15,8 prósent og 11 þingmenn en Flokkur fólksins 13,8 prósent og 10 þingmenn. Verði af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka hefði ný ríkisstjórn því 36 manna þingmeirihluta. Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira