Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 09:44 Þær Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdótir funda í dag og halda áfram viðræðum um mögulega myndun ríkisstjórnar sinna flokka. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. „Já, já. Það er fundað þétt,“ sagði Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Fundur var í þann mund að hefjast þegar fréttastofa náði af honum tali um klukkan 9:30. Samfylking og Viðreisn funda í dag Hann segir að staðsetning fundar dagsins verði ekki gefin upp, en í gær fundaði Kristrún ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Síðdegis, að loknum viðræðum dagsins, munu formennirnir veita fjölmiðlum viðtöl. „Svo verða þingflokksfundir hjá Samfylkingu og Viðreisn eftir það. Flokkur fólksins fundar svo sennilega á morgun,“ sagði Ólafur. Ætla má að á öllum þeim fundum verði gangur viðræðna efstur á baugi. Óvíst með gesti Í gær fengu formennirnir sjö gesti frá fjármálaráðuneytinu á sinn fund, en Ólafur kvaðst ekki geta sagt frá því hvort gestagangur yrði til formannanna í dag. Hann kvaðst raunar lítið annað geta gefið upp um fyrirkomulag fundarhalda dagsins. Samfylkingin hlaut 20,8 prósent fylgi í kosningunum og fær því 15 þingmenn. Viðreisn fékk 15,8 prósent og 11 þingmenn en Flokkur fólksins 13,8 prósent og 10 þingmenn. Verði af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka hefði ný ríkisstjórn því 36 manna þingmeirihluta. Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
„Já, já. Það er fundað þétt,“ sagði Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Fundur var í þann mund að hefjast þegar fréttastofa náði af honum tali um klukkan 9:30. Samfylking og Viðreisn funda í dag Hann segir að staðsetning fundar dagsins verði ekki gefin upp, en í gær fundaði Kristrún ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Síðdegis, að loknum viðræðum dagsins, munu formennirnir veita fjölmiðlum viðtöl. „Svo verða þingflokksfundir hjá Samfylkingu og Viðreisn eftir það. Flokkur fólksins fundar svo sennilega á morgun,“ sagði Ólafur. Ætla má að á öllum þeim fundum verði gangur viðræðna efstur á baugi. Óvíst með gesti Í gær fengu formennirnir sjö gesti frá fjármálaráðuneytinu á sinn fund, en Ólafur kvaðst ekki geta sagt frá því hvort gestagangur yrði til formannanna í dag. Hann kvaðst raunar lítið annað geta gefið upp um fyrirkomulag fundarhalda dagsins. Samfylkingin hlaut 20,8 prósent fylgi í kosningunum og fær því 15 þingmenn. Viðreisn fékk 15,8 prósent og 11 þingmenn en Flokkur fólksins 13,8 prósent og 10 þingmenn. Verði af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka hefði ný ríkisstjórn því 36 manna þingmeirihluta. Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira